Afar fáir Sýrlendingar í hópi þeirra sem sækja um hæli hér Snærós Sindradóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Gistiskýli var opnað á Krókhálsi fyrir hælisleitendur. Gistiskýlið er fyrsti móttökustaður hælisleitenda sem koma hingað án maka og barna og mun hýsa allt að 75 manns. Þeir sem þar dvelja eru í fullu fæði. vísir/Anton Brink Fimm prósent þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi það sem af er ári eru frá Sýrlandi. Tæplega helmingur hælisleitendanna er frá Albaníu og Makedóníu, eða 265 talsins af 560 í heildina. Það er algjört metár á Íslandi í fjölda hælisumsókna en heimurinn glímir nú við stærsta flóttamannavanda síðan mælingar hófust. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að 65 milljón manns flokkist nú sem flóttamenn um heim allan, sem er tæplega eitt prósent mannkyns. Stærstur hluti flóttamanna í heiminum kemur frá Miðausturlöndum, eða 39 prósent, ef marka má tölur Sameinuðu þjóðanna. Tölur Útlendingastofnunar benda til þess að tæplega 20 prósent þeirra sem sækja um hæli hér á landi komi frá löndunum sem teljast til Miðausturlanda.Konur eru tæp átján prósent þeirra hælisleitenda sem hingað koma og börn um 22 prósent. Tvö börn hafa komið fylgdarlaus frá Sýrlandi, strákur og stelpa. Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur vakið sérstaka athygli síðan á síðasta ári, en Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að um 13,5 milljónir Sýrlendinga séu á flótta og þar af 4,8 milljónir utan Sýrlands. Þess vegna vekur athygli hve fáir sýrlenskir hælisleitendur koma hingað til lands. Árið 2015 voru hælisleitendur frá Sýrlandi um átta prósent umsækjenda en þá voru töluvert færri umsækjendur um hæli, eða 354 talsins. Þrátt fyrir það hafði talan tvöfaldast frá árinu á undan þegar 176 sóttu um hæli árið 2014. Minnihluti umsækjenda fær hæli hér á landi. Sextíu prósent hælisleitenda sem hingað leituðu árið 2015 fengu umsókn sína tekna til efnismeðferðar og af þeim hópi var 58 prósentum synjað um hæli. Sama staða er uppi á þessu ári. Um 57 prósent hælisleitenda fengu umsókn sína tekna til efnislegrar meðferðar og Útlendingastofnun synjaði 73 prósentum þeirra um hæli. Meðferðartími málanna hefur styst á tímabilinu og verið 79 dagar að meðaltali.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Fimm prósent þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi það sem af er ári eru frá Sýrlandi. Tæplega helmingur hælisleitendanna er frá Albaníu og Makedóníu, eða 265 talsins af 560 í heildina. Það er algjört metár á Íslandi í fjölda hælisumsókna en heimurinn glímir nú við stærsta flóttamannavanda síðan mælingar hófust. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að 65 milljón manns flokkist nú sem flóttamenn um heim allan, sem er tæplega eitt prósent mannkyns. Stærstur hluti flóttamanna í heiminum kemur frá Miðausturlöndum, eða 39 prósent, ef marka má tölur Sameinuðu þjóðanna. Tölur Útlendingastofnunar benda til þess að tæplega 20 prósent þeirra sem sækja um hæli hér á landi komi frá löndunum sem teljast til Miðausturlanda.Konur eru tæp átján prósent þeirra hælisleitenda sem hingað koma og börn um 22 prósent. Tvö börn hafa komið fylgdarlaus frá Sýrlandi, strákur og stelpa. Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur vakið sérstaka athygli síðan á síðasta ári, en Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að um 13,5 milljónir Sýrlendinga séu á flótta og þar af 4,8 milljónir utan Sýrlands. Þess vegna vekur athygli hve fáir sýrlenskir hælisleitendur koma hingað til lands. Árið 2015 voru hælisleitendur frá Sýrlandi um átta prósent umsækjenda en þá voru töluvert færri umsækjendur um hæli, eða 354 talsins. Þrátt fyrir það hafði talan tvöfaldast frá árinu á undan þegar 176 sóttu um hæli árið 2014. Minnihluti umsækjenda fær hæli hér á landi. Sextíu prósent hælisleitenda sem hingað leituðu árið 2015 fengu umsókn sína tekna til efnismeðferðar og af þeim hópi var 58 prósentum synjað um hæli. Sama staða er uppi á þessu ári. Um 57 prósent hælisleitenda fengu umsókn sína tekna til efnislegrar meðferðar og Útlendingastofnun synjaði 73 prósentum þeirra um hæli. Meðferðartími málanna hefur styst á tímabilinu og verið 79 dagar að meðaltali.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira