Tesla hagnaðist loksins Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2016 09:38 Tesla Model S heldur áfram að seljast vel. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins, en það hefur ekki gerst síðastliðin tvö ár. Er þetta aðeins í annað skiptið í sögu Tesla sem heill ársfjórðungur skilar hagnaði. Hagnaðurinn nú nemur 2,5 milljörðum króna og þessi niðurstaða er betri en markaðurinn hafði spáð. Hlutabréf í Tesla tóku stökk uppávið við þessar fréttir í gær og hækkaði um 5,6%, eða um 11,3 dollara á hlut. Hagnaður á hvern hlut á þriðja ársfjórðungi var 0,71 dollar, en á þriðja ársfjórðungi í fyrra var 0,58 dollara tap á hvern hlut. Tesla seldi samtals 25.185 Model S og X bíla á þessum þriðja ársfjórðungi og jók söluna um 68% frá fyrra ári. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins, en það hefur ekki gerst síðastliðin tvö ár. Er þetta aðeins í annað skiptið í sögu Tesla sem heill ársfjórðungur skilar hagnaði. Hagnaðurinn nú nemur 2,5 milljörðum króna og þessi niðurstaða er betri en markaðurinn hafði spáð. Hlutabréf í Tesla tóku stökk uppávið við þessar fréttir í gær og hækkaði um 5,6%, eða um 11,3 dollara á hlut. Hagnaður á hvern hlut á þriðja ársfjórðungi var 0,71 dollar, en á þriðja ársfjórðungi í fyrra var 0,58 dollara tap á hvern hlut. Tesla seldi samtals 25.185 Model S og X bíla á þessum þriðja ársfjórðungi og jók söluna um 68% frá fyrra ári.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent