Tesla hagnaðist loksins Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2016 09:38 Tesla Model S heldur áfram að seljast vel. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins, en það hefur ekki gerst síðastliðin tvö ár. Er þetta aðeins í annað skiptið í sögu Tesla sem heill ársfjórðungur skilar hagnaði. Hagnaðurinn nú nemur 2,5 milljörðum króna og þessi niðurstaða er betri en markaðurinn hafði spáð. Hlutabréf í Tesla tóku stökk uppávið við þessar fréttir í gær og hækkaði um 5,6%, eða um 11,3 dollara á hlut. Hagnaður á hvern hlut á þriðja ársfjórðungi var 0,71 dollar, en á þriðja ársfjórðungi í fyrra var 0,58 dollara tap á hvern hlut. Tesla seldi samtals 25.185 Model S og X bíla á þessum þriðja ársfjórðungi og jók söluna um 68% frá fyrra ári. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins, en það hefur ekki gerst síðastliðin tvö ár. Er þetta aðeins í annað skiptið í sögu Tesla sem heill ársfjórðungur skilar hagnaði. Hagnaðurinn nú nemur 2,5 milljörðum króna og þessi niðurstaða er betri en markaðurinn hafði spáð. Hlutabréf í Tesla tóku stökk uppávið við þessar fréttir í gær og hækkaði um 5,6%, eða um 11,3 dollara á hlut. Hagnaður á hvern hlut á þriðja ársfjórðungi var 0,71 dollar, en á þriðja ársfjórðungi í fyrra var 0,58 dollara tap á hvern hlut. Tesla seldi samtals 25.185 Model S og X bíla á þessum þriðja ársfjórðungi og jók söluna um 68% frá fyrra ári.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent