FH eyðir mýtunni um tíu marka manninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 06:00 FH varð Íslandsmeistari án tíu marka manns. vísir/ernir Því verður seint haldið fram að sóknin hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir FH í sumar. Þrjú lið skoruðu fleiri mörk en Hafnarfjarðarliðið og FH-liðið skoraði meira en eitt mark í aðeins 41 prósenti leikja sinna. Varnarleikurinn og markvarslan voru aðal liðsins og FH-ingar komust upp með að skora fimmtán mörkum færra en tímabilið á undan. FH-liðið skoraði ellefu mörkum færra en nágrannar þeirra úr Garðabænum sem voru markahæsta lið sumarsins í Pepsi-deildinni. Þrátt fyrir þessa „lélegu“ markatölfræði var Íslandsmeistarabikarinn kominn í Kaplakrika fyrir síðustu tvær umferðirnar. Hinn 36 ára gamli Atli Viðar Björnsson varð markahæsti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH með sjö mörk. Annað árið í röð unnu FH-ingar því Íslandsmeistaratitilinn án þess að eiga tíu marka mann. Árið á undan var Steven Lennon markahæstur FH-inga með 9 mörk en Atli Viðar skoraði þá 8 mörk. Gull-, silfur- og bronsskórnir fóru til liða sem voru ekki í hópi fjögurra efstu liða Pepsi-deildarinnar. ÍA, lið markakóngsins Garðars Gunnlaugssonar, endaði í áttunda sæti. Garðar Gunnlaugsson varð þar með fyrsti markakóngurinn í sex ár sem var ekki í liði sem endaði í efri hluta deildarinnar. Eitt er að vinna Íslandsmeistaratitilinn einu sinni án þess að hafa afgerandi markaskorara en annað að gera það tvö ár í röð eins og FH-ingar hafa gert undanfarin tvö tímabil. FH varð fyrsta liðið í 30 ár sem vinnur titilinn tvö ár í röð án þess að vera með tíu marka mann. Skagamenn afrekuðu það líka tvö ár í röð, 1983 og 1984.graf/fréttablaðiðEngin önnur lið hafa náð því síðan farið var að spila tvöfalda umferð í deildinni 1959. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 hafa enn fremur aðeins átta lið orðið Íslandsmeistarar án þess að vera með tíu marka mann. 33 lið hafa unnið titilinn á þessum tíma og því hafa 76 prósent þeirra verið með tíu marka mann. Hvort FH-ingar hafi með þessu eytt mýtunni um nauðsyn tíu marka mannsins er önnur saga enda hefur engu öðru félagi en FH tekist þetta undanfarin þrettán ár. Styrkleiki FH-liðsins liggur í breidd markaskorara liðsins. Þrátt fyrir átta Íslandsmeistaratitla á tólf árum hefur FH átt jafn marga markakónga á þeim tíma og þegar FH-ingurinn Hörður Magnússon skoraði flest mörk í deildinni þrjú sumur í röð frá 1989 til 1991. FH-liðið hefur unnið titilinn með sameiginlegu átaki og margir eru að skila til liðsins í sóknarleiknum. Fyrir utan FH-liðin 2015 og 2016 unnu FH-ingar einnig titilinn án tíu marka manns sumrin 2004 og 2006. KR-ingar voru síðan síðasta liðið fyrir utan FH sem afrekaði slíkt en KR vann titilinn 2003 þar sem Arnar Gunnlaugsson og Veigar Páll Gunnarsson voru markahæstu leikmenn liðsins með sjö mörk hvor. Hin dæmin eru síðan frá níunda áratugnum þegar KA (1989), Valur (1987) og ÍA (1984) fögnuðu sigri í deildinni án þess að vera með mann sem skoraði meira en mark í öðrum hverjum leik. FH-ingar hafa þegar stigið skref í átt að því að efla sóknarleikinn fyrir næsta sumar með því að semja við Stjörnumanninn Veigar Pál Gunnarsson. Það er afar óvenjulegt að Íslandsmeistaratitill í tólf liða deild vinnist á 32 mörkum. Fram að þessu sumri var lægsta skor meistaraliðs í tólf liða deild 42 mörk hjá Stjörnunni 2014. FH-ingar bættu það met um tíu mörk. Þetta sumar er líklega undantekningin sem sannar regluna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Því verður seint haldið fram að sóknin hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir FH í sumar. Þrjú lið skoruðu fleiri mörk en Hafnarfjarðarliðið og FH-liðið skoraði meira en eitt mark í aðeins 41 prósenti leikja sinna. Varnarleikurinn og markvarslan voru aðal liðsins og FH-ingar komust upp með að skora fimmtán mörkum færra en tímabilið á undan. FH-liðið skoraði ellefu mörkum færra en nágrannar þeirra úr Garðabænum sem voru markahæsta lið sumarsins í Pepsi-deildinni. Þrátt fyrir þessa „lélegu“ markatölfræði var Íslandsmeistarabikarinn kominn í Kaplakrika fyrir síðustu tvær umferðirnar. Hinn 36 ára gamli Atli Viðar Björnsson varð markahæsti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH með sjö mörk. Annað árið í röð unnu FH-ingar því Íslandsmeistaratitilinn án þess að eiga tíu marka mann. Árið á undan var Steven Lennon markahæstur FH-inga með 9 mörk en Atli Viðar skoraði þá 8 mörk. Gull-, silfur- og bronsskórnir fóru til liða sem voru ekki í hópi fjögurra efstu liða Pepsi-deildarinnar. ÍA, lið markakóngsins Garðars Gunnlaugssonar, endaði í áttunda sæti. Garðar Gunnlaugsson varð þar með fyrsti markakóngurinn í sex ár sem var ekki í liði sem endaði í efri hluta deildarinnar. Eitt er að vinna Íslandsmeistaratitilinn einu sinni án þess að hafa afgerandi markaskorara en annað að gera það tvö ár í röð eins og FH-ingar hafa gert undanfarin tvö tímabil. FH varð fyrsta liðið í 30 ár sem vinnur titilinn tvö ár í röð án þess að vera með tíu marka mann. Skagamenn afrekuðu það líka tvö ár í röð, 1983 og 1984.graf/fréttablaðiðEngin önnur lið hafa náð því síðan farið var að spila tvöfalda umferð í deildinni 1959. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 hafa enn fremur aðeins átta lið orðið Íslandsmeistarar án þess að vera með tíu marka mann. 33 lið hafa unnið titilinn á þessum tíma og því hafa 76 prósent þeirra verið með tíu marka mann. Hvort FH-ingar hafi með þessu eytt mýtunni um nauðsyn tíu marka mannsins er önnur saga enda hefur engu öðru félagi en FH tekist þetta undanfarin þrettán ár. Styrkleiki FH-liðsins liggur í breidd markaskorara liðsins. Þrátt fyrir átta Íslandsmeistaratitla á tólf árum hefur FH átt jafn marga markakónga á þeim tíma og þegar FH-ingurinn Hörður Magnússon skoraði flest mörk í deildinni þrjú sumur í röð frá 1989 til 1991. FH-liðið hefur unnið titilinn með sameiginlegu átaki og margir eru að skila til liðsins í sóknarleiknum. Fyrir utan FH-liðin 2015 og 2016 unnu FH-ingar einnig titilinn án tíu marka manns sumrin 2004 og 2006. KR-ingar voru síðan síðasta liðið fyrir utan FH sem afrekaði slíkt en KR vann titilinn 2003 þar sem Arnar Gunnlaugsson og Veigar Páll Gunnarsson voru markahæstu leikmenn liðsins með sjö mörk hvor. Hin dæmin eru síðan frá níunda áratugnum þegar KA (1989), Valur (1987) og ÍA (1984) fögnuðu sigri í deildinni án þess að vera með mann sem skoraði meira en mark í öðrum hverjum leik. FH-ingar hafa þegar stigið skref í átt að því að efla sóknarleikinn fyrir næsta sumar með því að semja við Stjörnumanninn Veigar Pál Gunnarsson. Það er afar óvenjulegt að Íslandsmeistaratitill í tólf liða deild vinnist á 32 mörkum. Fram að þessu sumri var lægsta skor meistaraliðs í tólf liða deild 42 mörk hjá Stjörnunni 2014. FH-ingar bættu það met um tíu mörk. Þetta sumar er líklega undantekningin sem sannar regluna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira