Mannréttindabrot og ofsóknir í Íran Eðvarð T. Jónsson skrifar 28. október 2016 09:12 Þrátt fyrir fyrirheit Hassan Rouhani Íransforseta um opnara samfélag og yfirlýsingar hans um friðarvilja, hófsemi og réttlætiskennd á vettvangi SÞ hefur mannréttindabrotum í Íran fjölgað og ofsóknir á hendur minnihlutahópum aukist síðan hann tók við embætti fyrir þremur árum. Þetta á ekki síst við um þá herferð ofsókna og grimmdarverka sem íranska klerkastjórnin hefur haldið uppi áratugum saman gegn baháʼíum í Íran, langstærsta trúarminnihluta landsins. Bahá’íar eru sakaðir um lítt skilgreindar sakir, þar á meðal „óvináttu gegn Guði“, „spillingu á jörðinni“ en einnig um njósnir fyrir Ísrael og Bandaríkin. Hatrið og fordómarnir sem klerkastjórnin hefur alið á kerfisbundið, m.a. með tilstyrk öflugra ríkisfjölmiðla, hefur orðið til þess að víða hefur verið ráðist gegn bahá’íum á heimilum þeirra. Nýleg dæmi eru morð á tveimur fjölskyldufeðrum, öðrum í Yazd og hinum í Bandar Abbas. Annar þeirra, Farhang Amiri, 63 gamall bóndi og bílstjóri í Yazd, var stunginn til bana á heimili sínu í september síðastliðnum. Tilræðismennirnir náðust og játuðu að trúarástæður hefðu ráðið gerðum þeirra. Hinn, Ataollah Rezvani sérfræðingur á sviði vatnsveitumála, var numinn á brott og skotinn til bana í heimabæ sínum Bandar Abbas. Fjöldi vina og nágranna beggja þessara manna hafa borið vitni um mannkosti þeirra, heiðarleika og hjálpsemi. Engin vafi leikur á því að þessir glæpir eru sprottnir af þeim óhróðri og tilhæfulausu ásökunum sem ríkisfjölmiðlar hafa með samþykki stjórnvalda dreift um bahá’ía og aðra minnihlutahópa í Íran. Á síðustu tveimur árum hafa meira en 20.000 greinar fjandsamlegar bahá'íum birst í írönskum blöðum og tímaritum. Íslenskir bahá’íar og trúsystkini þeirra um allan heim eru harmi slegnir vegna þessara óhæfuverka. Trúfélagar þeirra í Íran hafa krafist þess að allir gerendur verði dregnir til ábyrgðar og fyrstu skrefin í þeirri viðleitni verið stigin þótt enn hafi yfirvöldum ekki tekist að hafa upp á morðingjum Atatollah Rezvani. Vonast er til að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á það á vettvangi SÞ og í samskiptum sínum við stjórnvöld í Íran að réttlætið nái fram að ganga, borgaraleg réttindi bahá’ía í Íran verði virt og öryggi þeirra tryggt eins og annarra þegna landsins. Á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðin er frá stofnun islamska lýðveldisins Írans hafa mörg hundruð bahá’íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að afneita trú sinni. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá’íum hefur verið neitað um inngöngu í háskóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svift eftirlaunum og ellilífeyri. Í leyniskjali stjórnarinnar frá 1991 sem Ajatollah Khamenei undirritaði og Mannréttindanefnd SÞ komst yfir og gerði opinbert 1993 er að finna áætlun um upprætingu bahá’í samfélagisins í Íran með langtímaaðgerðum sem miða að því að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærileg. Lagt er til að gerð verði áætlun um að eyðileggja menningarlegar rætur bahá’í samfélagsins utan Íran og er hér væntanlega verið að vísa til höfuðstöðva trúarinnar í Ísrael. Unnið hefur verið samkvæmt þessum áætlunum með því að svpfta bahá’ía stjórnarskrárbundnum réttindum varðandi nám, atvinnu og eignarétt og með eyðingu helgistaða og menningarverðmæta. Margt bendir til þess að hertra aðgerða sé að vænta gegn bahá’í samfélaginu í Íran. Veruleg hætta er á að ofbeldisverk eins og morðið á Amiri verði látin óátalin og þeir sem fremja slíka glæpi verði ekki sóttir til saka. Alþjóðlegt samfélag bahá’ía hefur af þessum sökum ítrekað beint þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda víða um heim að þau mótmæli þessum mannréttindabrotum og ofsóknum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og við sendifulltrúa írönsku stjórnarinnar í löndum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eðvarð T. Jónsson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir fyrirheit Hassan Rouhani Íransforseta um opnara samfélag og yfirlýsingar hans um friðarvilja, hófsemi og réttlætiskennd á vettvangi SÞ hefur mannréttindabrotum í Íran fjölgað og ofsóknir á hendur minnihlutahópum aukist síðan hann tók við embætti fyrir þremur árum. Þetta á ekki síst við um þá herferð ofsókna og grimmdarverka sem íranska klerkastjórnin hefur haldið uppi áratugum saman gegn baháʼíum í Íran, langstærsta trúarminnihluta landsins. Bahá’íar eru sakaðir um lítt skilgreindar sakir, þar á meðal „óvináttu gegn Guði“, „spillingu á jörðinni“ en einnig um njósnir fyrir Ísrael og Bandaríkin. Hatrið og fordómarnir sem klerkastjórnin hefur alið á kerfisbundið, m.a. með tilstyrk öflugra ríkisfjölmiðla, hefur orðið til þess að víða hefur verið ráðist gegn bahá’íum á heimilum þeirra. Nýleg dæmi eru morð á tveimur fjölskyldufeðrum, öðrum í Yazd og hinum í Bandar Abbas. Annar þeirra, Farhang Amiri, 63 gamall bóndi og bílstjóri í Yazd, var stunginn til bana á heimili sínu í september síðastliðnum. Tilræðismennirnir náðust og játuðu að trúarástæður hefðu ráðið gerðum þeirra. Hinn, Ataollah Rezvani sérfræðingur á sviði vatnsveitumála, var numinn á brott og skotinn til bana í heimabæ sínum Bandar Abbas. Fjöldi vina og nágranna beggja þessara manna hafa borið vitni um mannkosti þeirra, heiðarleika og hjálpsemi. Engin vafi leikur á því að þessir glæpir eru sprottnir af þeim óhróðri og tilhæfulausu ásökunum sem ríkisfjölmiðlar hafa með samþykki stjórnvalda dreift um bahá’ía og aðra minnihlutahópa í Íran. Á síðustu tveimur árum hafa meira en 20.000 greinar fjandsamlegar bahá'íum birst í írönskum blöðum og tímaritum. Íslenskir bahá’íar og trúsystkini þeirra um allan heim eru harmi slegnir vegna þessara óhæfuverka. Trúfélagar þeirra í Íran hafa krafist þess að allir gerendur verði dregnir til ábyrgðar og fyrstu skrefin í þeirri viðleitni verið stigin þótt enn hafi yfirvöldum ekki tekist að hafa upp á morðingjum Atatollah Rezvani. Vonast er til að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á það á vettvangi SÞ og í samskiptum sínum við stjórnvöld í Íran að réttlætið nái fram að ganga, borgaraleg réttindi bahá’ía í Íran verði virt og öryggi þeirra tryggt eins og annarra þegna landsins. Á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðin er frá stofnun islamska lýðveldisins Írans hafa mörg hundruð bahá’íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að afneita trú sinni. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá’íum hefur verið neitað um inngöngu í háskóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svift eftirlaunum og ellilífeyri. Í leyniskjali stjórnarinnar frá 1991 sem Ajatollah Khamenei undirritaði og Mannréttindanefnd SÞ komst yfir og gerði opinbert 1993 er að finna áætlun um upprætingu bahá’í samfélagisins í Íran með langtímaaðgerðum sem miða að því að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærileg. Lagt er til að gerð verði áætlun um að eyðileggja menningarlegar rætur bahá’í samfélagsins utan Íran og er hér væntanlega verið að vísa til höfuðstöðva trúarinnar í Ísrael. Unnið hefur verið samkvæmt þessum áætlunum með því að svpfta bahá’ía stjórnarskrárbundnum réttindum varðandi nám, atvinnu og eignarétt og með eyðingu helgistaða og menningarverðmæta. Margt bendir til þess að hertra aðgerða sé að vænta gegn bahá’í samfélaginu í Íran. Veruleg hætta er á að ofbeldisverk eins og morðið á Amiri verði látin óátalin og þeir sem fremja slíka glæpi verði ekki sóttir til saka. Alþjóðlegt samfélag bahá’ía hefur af þessum sökum ítrekað beint þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda víða um heim að þau mótmæli þessum mannréttindabrotum og ofsóknum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og við sendifulltrúa írönsku stjórnarinnar í löndum sínum.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun