Fitusmánun eftir fegurðarsamkeppni Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar 28. október 2016 14:49 Pistilinn að neðan birti Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi MA og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, á Fésbókarsíðu Örnu Ýrar Jónsdóttur. Pistillinn var fjarlægður af síðu hennar en Tara Margrét birti hann á eigin síðu og er hann nú birtur í heild sinni á Vísi. Djöfull fannst mér þú töff þegar þú sagðir eiganda keppnarinnar að fara til fjandans og lést ekki bjóða þér þessa vitleysu. Það er afskaplega leiðinlegt að þú hafir lent í svona líkamssmánun og miðað við snöppin þín virðist það hafa haft valdið þér vanlíðan. Ég þekki það vel rétt eins og svo margir aðrir, að verða fyrir líkamssmánun sökkar! Í kjölfarið tók heimurinn við sér og þú hefur verið á allra vörum. Þú ert í viðtölum út um allt og fólk fær ekki nóg af þér. En það er eitt sem er mjög áberandi og þú hefur verið gagnrýnd fyrir það á samfélagsmiðlum. Það er að í staðinn fyrir að höndla þessa athygli með virðingu að þá detturðu í það að fitusmána og viðhalda staðalímyndum um feitt fólk. Þú nýtir stöðugt tækifærið til að minna okkur á að þú sért svo sannarlega ekki feit því að það væri væntanlega ljótt og ógeðslegt. Þú setur þig í afkáralegar stellingar fyrir myndatökur til að virka feit og setur upp ömurðarsvip, því að það er náttúrulega fátt ömurlegra í heiminum en að vera feitur. Umræðan í kringum þig er slík að þú sért alls ekki feit, þú sért svo falleg og heilbrigð. Eins og þetta séu andstæður og að það sé ómögulegt fyrir konur að vera feitar, fallegar og heilbrigðar á sama tíma. Svo er það að sjálfsögðu tal þitt um að líkami þinn sé fullkominn í þínu heimalandi. Líkami sem lítill minnihluti íslenskra kvenna hefur eða getur öðlast. Þetta er farið að virka á mig sem svo að þú haldir úti herferð fitusmánunar. Eins og þú hefðir getað notað tækifærið til að upphefja og valdefla konur af öllum stærðum og gerðum, að þá bara varðstu að detta í þessa gildru. Og það þrátt fyrir að þú hafir fengið þinn skerf að gagnrýni fyrir það, það er enginn að fara að segja mér að hún hafi farið framhjá þér. Þú heldur bara fitusmánun þinni áfram. Nú ætla ég að taka ráð frá sjálfri þér úr viðtali þínu við bleikt.is: „Konur sem fá að heyra að þær eru ekki nógu góðar eins og þær eru eiga að segja stopp og standa með sjálfri sér. Auðvitað er það erfitt fyrst en þegar uppi er staðið er það besta lækning fyrir sálina sem til er." Þetta er alveg rétt hjá þér Arna og þess vegna segi ég við þig: Hættu! Nú er nóg komið! Það er vel hægt að standa með sjálfum sér og líkama sínum án þess að draga heilan minnihlutahóp niður í svaðið. Feitir Íslendingar verða kerfisbundið fyrir fordómum og mismunun á grundvelli holdafars síns og það byggir á miklu leyti á staðalmyndunum sem þú hefur verið svo dugleg að halda á lofti undanfarna daga. Þú hefur beinlínis verið að vinna gegn líkamsvirðingarboðskapnum sem ég og fleira flott fólk hefur unnið sleitulaus að því að koma á framfæri undanfarin ár. Blóð, sviti og tár hefur farið í þá baráttu. Mig langar að biðja þig um að venda kvæði þínu í kross. Farðu eftir þínum eigin orðum: „Við erum allar sem betur fer mismunandi en eitt veit ég, að við erum allar fullkomnar á okkar eigin hátt.“ Það er ekki nóg að segja það bara einu sinni, þú verður að halda áfram að segja það og hegða þér í samræmi við orðin. Taktu þátt í líkamsvirðingarbaráttunni með okkur Arna, þú hefur alla burði til að vera öflug fyrirmynd. Ást og friður.Greinin birtist sem fyrr segir fyrst á Facebook-síðu Töru Margrétar og má sjá hér að neðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Pistilinn að neðan birti Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi MA og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, á Fésbókarsíðu Örnu Ýrar Jónsdóttur. Pistillinn var fjarlægður af síðu hennar en Tara Margrét birti hann á eigin síðu og er hann nú birtur í heild sinni á Vísi. Djöfull fannst mér þú töff þegar þú sagðir eiganda keppnarinnar að fara til fjandans og lést ekki bjóða þér þessa vitleysu. Það er afskaplega leiðinlegt að þú hafir lent í svona líkamssmánun og miðað við snöppin þín virðist það hafa haft valdið þér vanlíðan. Ég þekki það vel rétt eins og svo margir aðrir, að verða fyrir líkamssmánun sökkar! Í kjölfarið tók heimurinn við sér og þú hefur verið á allra vörum. Þú ert í viðtölum út um allt og fólk fær ekki nóg af þér. En það er eitt sem er mjög áberandi og þú hefur verið gagnrýnd fyrir það á samfélagsmiðlum. Það er að í staðinn fyrir að höndla þessa athygli með virðingu að þá detturðu í það að fitusmána og viðhalda staðalímyndum um feitt fólk. Þú nýtir stöðugt tækifærið til að minna okkur á að þú sért svo sannarlega ekki feit því að það væri væntanlega ljótt og ógeðslegt. Þú setur þig í afkáralegar stellingar fyrir myndatökur til að virka feit og setur upp ömurðarsvip, því að það er náttúrulega fátt ömurlegra í heiminum en að vera feitur. Umræðan í kringum þig er slík að þú sért alls ekki feit, þú sért svo falleg og heilbrigð. Eins og þetta séu andstæður og að það sé ómögulegt fyrir konur að vera feitar, fallegar og heilbrigðar á sama tíma. Svo er það að sjálfsögðu tal þitt um að líkami þinn sé fullkominn í þínu heimalandi. Líkami sem lítill minnihluti íslenskra kvenna hefur eða getur öðlast. Þetta er farið að virka á mig sem svo að þú haldir úti herferð fitusmánunar. Eins og þú hefðir getað notað tækifærið til að upphefja og valdefla konur af öllum stærðum og gerðum, að þá bara varðstu að detta í þessa gildru. Og það þrátt fyrir að þú hafir fengið þinn skerf að gagnrýni fyrir það, það er enginn að fara að segja mér að hún hafi farið framhjá þér. Þú heldur bara fitusmánun þinni áfram. Nú ætla ég að taka ráð frá sjálfri þér úr viðtali þínu við bleikt.is: „Konur sem fá að heyra að þær eru ekki nógu góðar eins og þær eru eiga að segja stopp og standa með sjálfri sér. Auðvitað er það erfitt fyrst en þegar uppi er staðið er það besta lækning fyrir sálina sem til er." Þetta er alveg rétt hjá þér Arna og þess vegna segi ég við þig: Hættu! Nú er nóg komið! Það er vel hægt að standa með sjálfum sér og líkama sínum án þess að draga heilan minnihlutahóp niður í svaðið. Feitir Íslendingar verða kerfisbundið fyrir fordómum og mismunun á grundvelli holdafars síns og það byggir á miklu leyti á staðalmyndunum sem þú hefur verið svo dugleg að halda á lofti undanfarna daga. Þú hefur beinlínis verið að vinna gegn líkamsvirðingarboðskapnum sem ég og fleira flott fólk hefur unnið sleitulaus að því að koma á framfæri undanfarin ár. Blóð, sviti og tár hefur farið í þá baráttu. Mig langar að biðja þig um að venda kvæði þínu í kross. Farðu eftir þínum eigin orðum: „Við erum allar sem betur fer mismunandi en eitt veit ég, að við erum allar fullkomnar á okkar eigin hátt.“ Það er ekki nóg að segja það bara einu sinni, þú verður að halda áfram að segja það og hegða þér í samræmi við orðin. Taktu þátt í líkamsvirðingarbaráttunni með okkur Arna, þú hefur alla burði til að vera öflug fyrirmynd. Ást og friður.Greinin birtist sem fyrr segir fyrst á Facebook-síðu Töru Margrétar og má sjá hér að neðan.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun