Píratar herja á ungt fólk með sms-skilaboðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2016 17:09 Ætla má að Píratar hafi sent þúsundum hóp-sms í dag til að minna á kosningarnar á morgun. vísir/garðar Allir þeir sem eru á aldrinum 18 til 30 ára og eru hvorki með bannmerkt símanúmer í símaskrá né þjóðskrá hafa í dag fengið sms, eða smáskilaboð, frá Pírötum. Í skilaboðunum stendur „Tryggjum breytingar á morgun! Kv. Píratar XP,“ og með fylgir hlekkur á kosningamyndband. Ætla má að þúsundir ungs fólks hafi fengið skilaboðin frá Pírötum þó ekki liggi fyrir nákvæmur fjöldi, samkvæmt upplýsingum frá flokknum. „Við erum bara að reyna að ná til ungs fólks og hvetja þau til að kjósa. Við biðjumst hins vegar velvirðingar ef þetta fer fyrir brjóstið á fólki,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Pírata í samtali við Vísi en kannanir hafa sýnt að Píratar njóta mikils fylgis í þessum aldurshópi. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þetta er sá aldurshópur sem mætir hvað verst á kjörstað og því reynir flokkurinn að ná til líklegra kjósenda með þessum hætti. Píratar keyptu lista frá CreditInfo með símanúmerunum en fyrirtækið hefur leyfi frá Þjóðskrá til að selja upplýsingarnar áfram eftir tilteknum reglum.Hér að neðan má sjá myndbandið sem linkað var á í skilaboðunum.Samkvæmt fjarskiptalögum má aðeins nota smáskilaboð fyrir beina markaðssetningu „þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ eins og segir í 1. málsgrein 46. greinar laganna. Sigríður Bylgja segir að Píratar telji sig vera að fara að lögum með smáskilaboðunum en hún segir að flokkurinn hafi meðal annars kynnt sér ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar varðandi smáskilaboð Sjálfstæðisflokksins í tengslum við borgarstjórnarkosningarnar 2014. Þá kærði einstaklingur Sjálfstæðisflokkinn til Póst-og fjarskiptastofnunar vegna smáskilaboða sem hann fékk frá flokknum á kjördag en símanúmerið var bannmerkt. Einstaklingurinn var hins vegar skráður í Heimdall og var símanúmer hans því skráð hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann kvartaði hins vegar til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem hann taldi skilaboðasendinguna brot á 1. málsgrein 46. greinar fjarskiptalaga. Féllst stofnunin á það en Sjálfstæðisflokkurinn kærði þá ákvörðun og felldi úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála ákvörðunina úr gildi.Taldi úrskurðarnefndin ekki útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft fyrirfram samþykki einstaklingsins fyrir „umræddum fjarskiptasendingum og að slíkt samþykki hafi ekki verið afturkallað af hálfu kvartanda með sannanlegum hætti. Af þeirri ástæðu beri að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi. Þar með telur nefndin ekki þörf á að taka til frekari skoðunar hvort að um beina markaðssetningu hafi verið að ræða eða ekki.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Illa hefur gengið að koma kjörgögnum til Bjarna Magnússonar, fyrrum hreppstjóra í Grímsey, sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í eynni frá 1969. 28. október 2016 15:53 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Allir þeir sem eru á aldrinum 18 til 30 ára og eru hvorki með bannmerkt símanúmer í símaskrá né þjóðskrá hafa í dag fengið sms, eða smáskilaboð, frá Pírötum. Í skilaboðunum stendur „Tryggjum breytingar á morgun! Kv. Píratar XP,“ og með fylgir hlekkur á kosningamyndband. Ætla má að þúsundir ungs fólks hafi fengið skilaboðin frá Pírötum þó ekki liggi fyrir nákvæmur fjöldi, samkvæmt upplýsingum frá flokknum. „Við erum bara að reyna að ná til ungs fólks og hvetja þau til að kjósa. Við biðjumst hins vegar velvirðingar ef þetta fer fyrir brjóstið á fólki,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Pírata í samtali við Vísi en kannanir hafa sýnt að Píratar njóta mikils fylgis í þessum aldurshópi. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þetta er sá aldurshópur sem mætir hvað verst á kjörstað og því reynir flokkurinn að ná til líklegra kjósenda með þessum hætti. Píratar keyptu lista frá CreditInfo með símanúmerunum en fyrirtækið hefur leyfi frá Þjóðskrá til að selja upplýsingarnar áfram eftir tilteknum reglum.Hér að neðan má sjá myndbandið sem linkað var á í skilaboðunum.Samkvæmt fjarskiptalögum má aðeins nota smáskilaboð fyrir beina markaðssetningu „þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ eins og segir í 1. málsgrein 46. greinar laganna. Sigríður Bylgja segir að Píratar telji sig vera að fara að lögum með smáskilaboðunum en hún segir að flokkurinn hafi meðal annars kynnt sér ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar varðandi smáskilaboð Sjálfstæðisflokksins í tengslum við borgarstjórnarkosningarnar 2014. Þá kærði einstaklingur Sjálfstæðisflokkinn til Póst-og fjarskiptastofnunar vegna smáskilaboða sem hann fékk frá flokknum á kjördag en símanúmerið var bannmerkt. Einstaklingurinn var hins vegar skráður í Heimdall og var símanúmer hans því skráð hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann kvartaði hins vegar til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem hann taldi skilaboðasendinguna brot á 1. málsgrein 46. greinar fjarskiptalaga. Féllst stofnunin á það en Sjálfstæðisflokkurinn kærði þá ákvörðun og felldi úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála ákvörðunina úr gildi.Taldi úrskurðarnefndin ekki útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft fyrirfram samþykki einstaklingsins fyrir „umræddum fjarskiptasendingum og að slíkt samþykki hafi ekki verið afturkallað af hálfu kvartanda með sannanlegum hætti. Af þeirri ástæðu beri að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi. Þar með telur nefndin ekki þörf á að taka til frekari skoðunar hvort að um beina markaðssetningu hafi verið að ræða eða ekki.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Illa hefur gengið að koma kjörgögnum til Bjarna Magnússonar, fyrrum hreppstjóra í Grímsey, sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í eynni frá 1969. 28. október 2016 15:53 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00
Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Illa hefur gengið að koma kjörgögnum til Bjarna Magnússonar, fyrrum hreppstjóra í Grímsey, sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í eynni frá 1969. 28. október 2016 15:53