Frambjóðendur orðnir stressaðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2016 21:30 Kjósendur er margir óákveðnir nú þegar skammur tími er til Alþingiskosninganna. Frambjóðendur flokkanna hafa verið á fullu í allan dag við að reyna að koma sínum stefnumálum á framfæri. Frambjóðendur Samfylkingarinnar heimsóttu Hárakademíuna í morgun ræddu við nemendur í skólanum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar segist óneitanlega vera orðin pínu stressuð yfir kosningunum. „Við erum náttúrulega með afskaplega lélegt fylgi og við erum auðvitað stressuð en það er bara hvati til þess að leggja enn harðar að sér. Við verðum að fram til tíu á kjördag þegar kjörstaðir loka og það þýðir ekkert að gefast upp fyrir fram,“ segir Sigríður Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins fór yfir málin með kjósendum í Múlakaffi í hádeginu. „Við erum bara búin að gera okkar allra besta í þessari kosningabaráttu og svo eru það kjósendur sem ákveða í raun og veru hver næstu skref eru. Ég er mjög sátt við okkar kosningabaráttu og ég mun vera alveg á fullu þar til að kjörstaðir opna og svo bara sjáum við hvað setur,“ segir Lilja. Á göngum Smáralindar spjölluðu frambjóðendur Pírata við vegfarendur. „Bæklingarnir ganga hratt út og fólk er almennt séð bara mjög jákvætt,“ segir Björn Leví Gunnarsson frambjóðandi Pírata. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi Viðreisnar ræddi komandi kosningar við kjósendur í Strandgötunni í Hafnarfirði í dag og verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Á morgun er ég að fara kjósa nýjan frjálslynda flokk. Þá er ég að merkja x við c en ekki annan bókstaf sem ég hef merkt allt mitt líf þannig að það er skrýtið,“ segir Þorgerður Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Kjósendur er margir óákveðnir nú þegar skammur tími er til Alþingiskosninganna. Frambjóðendur flokkanna hafa verið á fullu í allan dag við að reyna að koma sínum stefnumálum á framfæri. Frambjóðendur Samfylkingarinnar heimsóttu Hárakademíuna í morgun ræddu við nemendur í skólanum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar segist óneitanlega vera orðin pínu stressuð yfir kosningunum. „Við erum náttúrulega með afskaplega lélegt fylgi og við erum auðvitað stressuð en það er bara hvati til þess að leggja enn harðar að sér. Við verðum að fram til tíu á kjördag þegar kjörstaðir loka og það þýðir ekkert að gefast upp fyrir fram,“ segir Sigríður Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins fór yfir málin með kjósendum í Múlakaffi í hádeginu. „Við erum bara búin að gera okkar allra besta í þessari kosningabaráttu og svo eru það kjósendur sem ákveða í raun og veru hver næstu skref eru. Ég er mjög sátt við okkar kosningabaráttu og ég mun vera alveg á fullu þar til að kjörstaðir opna og svo bara sjáum við hvað setur,“ segir Lilja. Á göngum Smáralindar spjölluðu frambjóðendur Pírata við vegfarendur. „Bæklingarnir ganga hratt út og fólk er almennt séð bara mjög jákvætt,“ segir Björn Leví Gunnarsson frambjóðandi Pírata. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi Viðreisnar ræddi komandi kosningar við kjósendur í Strandgötunni í Hafnarfirði í dag og verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Á morgun er ég að fara kjósa nýjan frjálslynda flokk. Þá er ég að merkja x við c en ekki annan bókstaf sem ég hef merkt allt mitt líf þannig að það er skrýtið,“ segir Þorgerður Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira