Frambjóðendur orðnir stressaðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2016 21:30 Kjósendur er margir óákveðnir nú þegar skammur tími er til Alþingiskosninganna. Frambjóðendur flokkanna hafa verið á fullu í allan dag við að reyna að koma sínum stefnumálum á framfæri. Frambjóðendur Samfylkingarinnar heimsóttu Hárakademíuna í morgun ræddu við nemendur í skólanum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar segist óneitanlega vera orðin pínu stressuð yfir kosningunum. „Við erum náttúrulega með afskaplega lélegt fylgi og við erum auðvitað stressuð en það er bara hvati til þess að leggja enn harðar að sér. Við verðum að fram til tíu á kjördag þegar kjörstaðir loka og það þýðir ekkert að gefast upp fyrir fram,“ segir Sigríður Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins fór yfir málin með kjósendum í Múlakaffi í hádeginu. „Við erum bara búin að gera okkar allra besta í þessari kosningabaráttu og svo eru það kjósendur sem ákveða í raun og veru hver næstu skref eru. Ég er mjög sátt við okkar kosningabaráttu og ég mun vera alveg á fullu þar til að kjörstaðir opna og svo bara sjáum við hvað setur,“ segir Lilja. Á göngum Smáralindar spjölluðu frambjóðendur Pírata við vegfarendur. „Bæklingarnir ganga hratt út og fólk er almennt séð bara mjög jákvætt,“ segir Björn Leví Gunnarsson frambjóðandi Pírata. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi Viðreisnar ræddi komandi kosningar við kjósendur í Strandgötunni í Hafnarfirði í dag og verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Á morgun er ég að fara kjósa nýjan frjálslynda flokk. Þá er ég að merkja x við c en ekki annan bókstaf sem ég hef merkt allt mitt líf þannig að það er skrýtið,“ segir Þorgerður Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Kjósendur er margir óákveðnir nú þegar skammur tími er til Alþingiskosninganna. Frambjóðendur flokkanna hafa verið á fullu í allan dag við að reyna að koma sínum stefnumálum á framfæri. Frambjóðendur Samfylkingarinnar heimsóttu Hárakademíuna í morgun ræddu við nemendur í skólanum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar segist óneitanlega vera orðin pínu stressuð yfir kosningunum. „Við erum náttúrulega með afskaplega lélegt fylgi og við erum auðvitað stressuð en það er bara hvati til þess að leggja enn harðar að sér. Við verðum að fram til tíu á kjördag þegar kjörstaðir loka og það þýðir ekkert að gefast upp fyrir fram,“ segir Sigríður Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins fór yfir málin með kjósendum í Múlakaffi í hádeginu. „Við erum bara búin að gera okkar allra besta í þessari kosningabaráttu og svo eru það kjósendur sem ákveða í raun og veru hver næstu skref eru. Ég er mjög sátt við okkar kosningabaráttu og ég mun vera alveg á fullu þar til að kjörstaðir opna og svo bara sjáum við hvað setur,“ segir Lilja. Á göngum Smáralindar spjölluðu frambjóðendur Pírata við vegfarendur. „Bæklingarnir ganga hratt út og fólk er almennt séð bara mjög jákvætt,“ segir Björn Leví Gunnarsson frambjóðandi Pírata. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi Viðreisnar ræddi komandi kosningar við kjósendur í Strandgötunni í Hafnarfirði í dag og verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Á morgun er ég að fara kjósa nýjan frjálslynda flokk. Þá er ég að merkja x við c en ekki annan bókstaf sem ég hef merkt allt mitt líf þannig að það er skrýtið,“ segir Þorgerður Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira