Laun þeirra ríku hækka hraðar Sveinn Arnarson skrifar 10. október 2016 07:00 Ríkasta tíund landsmanna á jafnmikið og um tveir þriðju hlutar landsmanna til samans. Eignir þeirra hafa hækkað um 20 prósent frá árinu 2013 á meðan eignir annarra tekjuhópa hafa að jafnaði hækkað um 13 prósent. Að auki fór helmingur allra greiddra launa í fyrra til tveggja efstu tekjuhópanna. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands sem Fréttablaðið hefur tekið saman.Er skoðaðar eru breytingar á launum Íslendinga frá árinu 2013 kemur fram að heildarárstekjur landsmanna hafa hækkað um 200 milljarða króna.VísirHagstofan raðar einstaklingum niður í tíu jafnstóra hópa eftir tekjum. Þeir sem minnstar hafa tekjurnar eru í fyrsta hópi og svo koll af kolli. Í ár eru rúmlega 20 þúsund manns í hverjum tekjuhópi en árið 2013 var fjöldi í hverjum hópi um 19.000 manns. Er skoðaðar eru breytingar á launum Íslendinga frá árinu 2013 kemur fram að heildarárstekjur landsmanna hafa hækkað um 200 milljarða króna. Einnig eru fleiri á vinnumarkaði núna samanborið við tölurnar frá 2013. Efstu tveir tekjuhóparnir, sá fimmtungur sem hefur hæstu launin, var með samanlagt um 714 milljarða króna í laun í fyrra. Er þetta 51 prósent greiddra launa landsmanna á árinu.Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar.Aðalsteinn Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, segir þessar tölur sýna svo ekki verði um villst að peningum sé ekki nægilega skipt á milli þjóðfélagshópa. „Við sem töluðum fyrir því í vor að meira væri til skiptanna í kjarasamningum við SA vorum úthrópaðir sem einhverjir vitleysingar og við værum að stefna öllu í bál og brand,“ segir Aðalsteinn. „Þetta bendir hins vegar til þess að við höfum haft rétt fyrir okkur. Misskiptingin hér á landi er mikil og fer stækkandi. Það blasir við.“ Af þeim 200 milljörðum króna, sem greiddar voru í laun í fyrra umfram það sem var árið 2013, fara um 137 milljarðar, rúmlega tvær af hverjum þremur krónum, til efstu tveggja tíundanna, það er til þeirra 40 þúsund einstaklinga sem hæstar hafa tekjurnar og mestar eiga eignirnar í þessu landi. Neðstu fjórir tekjuhóparnir, 40 prósent þeirra sem eru með lægstar tekjurnar, fá greidda tíund allra launa í landinu í fyrra. Hafa ber þó í huga að í neðstu tekjuhópunum eru einstaklingar sem eru í hlutastörfum, ungir námsmenn og fleiri.Svandís Svavarsdóttir.vísir/daníelSvandís Svavarsdóttir, þingkona VG, segir fleiri en eina þjóð lifa í þessu landi þar sem misskiptingin sé mikil. „Við sjáum það í þessum tölum að stór hluti tekjuaukans færist á þá hæst launuðu í þessu landi. Það segir okkur að það er ekki rétt gefið og við ættum að staldra við,“ segir hún. „Alls staðar í hinum vestræna heimi er umræða um hið ríkasta eina prósent og að þeir einstaklingar þurfi að leggja meira af mörkum. Landsmenn hafa tvo valkosti í kosningunum eftir þrjár vikur. Annars vegar áframhaldandi misskiptingu í boði Bjarna Benediktssonar eða réttláta og sanngjarna ríkisstjórn undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Svandís. Hafa ber í huga að fjölmargir í lægstu hópunum eru námsmenn á námslánum og nemar sem búa enn hjá foreldrum, sem gæti skekkt töluvert laun neðstu hópanna. Því gefa tekjur þeirra ekki glögga mynd af fjárhagsstöðu hópsins í heild. Hins vegar sýnir þetta dreifingu allra á vinnumarkaði og því gefa tölurnar raunsanna mynd af honum í heild og tekjudreifingu allra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tekjur Tengdar fréttir Heildarlaun hækkað um þriðjung Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent. 9. október 2016 15:51 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ríkasta tíund landsmanna á jafnmikið og um tveir þriðju hlutar landsmanna til samans. Eignir þeirra hafa hækkað um 20 prósent frá árinu 2013 á meðan eignir annarra tekjuhópa hafa að jafnaði hækkað um 13 prósent. Að auki fór helmingur allra greiddra launa í fyrra til tveggja efstu tekjuhópanna. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands sem Fréttablaðið hefur tekið saman.Er skoðaðar eru breytingar á launum Íslendinga frá árinu 2013 kemur fram að heildarárstekjur landsmanna hafa hækkað um 200 milljarða króna.VísirHagstofan raðar einstaklingum niður í tíu jafnstóra hópa eftir tekjum. Þeir sem minnstar hafa tekjurnar eru í fyrsta hópi og svo koll af kolli. Í ár eru rúmlega 20 þúsund manns í hverjum tekjuhópi en árið 2013 var fjöldi í hverjum hópi um 19.000 manns. Er skoðaðar eru breytingar á launum Íslendinga frá árinu 2013 kemur fram að heildarárstekjur landsmanna hafa hækkað um 200 milljarða króna. Einnig eru fleiri á vinnumarkaði núna samanborið við tölurnar frá 2013. Efstu tveir tekjuhóparnir, sá fimmtungur sem hefur hæstu launin, var með samanlagt um 714 milljarða króna í laun í fyrra. Er þetta 51 prósent greiddra launa landsmanna á árinu.Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar.Aðalsteinn Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, segir þessar tölur sýna svo ekki verði um villst að peningum sé ekki nægilega skipt á milli þjóðfélagshópa. „Við sem töluðum fyrir því í vor að meira væri til skiptanna í kjarasamningum við SA vorum úthrópaðir sem einhverjir vitleysingar og við værum að stefna öllu í bál og brand,“ segir Aðalsteinn. „Þetta bendir hins vegar til þess að við höfum haft rétt fyrir okkur. Misskiptingin hér á landi er mikil og fer stækkandi. Það blasir við.“ Af þeim 200 milljörðum króna, sem greiddar voru í laun í fyrra umfram það sem var árið 2013, fara um 137 milljarðar, rúmlega tvær af hverjum þremur krónum, til efstu tveggja tíundanna, það er til þeirra 40 þúsund einstaklinga sem hæstar hafa tekjurnar og mestar eiga eignirnar í þessu landi. Neðstu fjórir tekjuhóparnir, 40 prósent þeirra sem eru með lægstar tekjurnar, fá greidda tíund allra launa í landinu í fyrra. Hafa ber þó í huga að í neðstu tekjuhópunum eru einstaklingar sem eru í hlutastörfum, ungir námsmenn og fleiri.Svandís Svavarsdóttir.vísir/daníelSvandís Svavarsdóttir, þingkona VG, segir fleiri en eina þjóð lifa í þessu landi þar sem misskiptingin sé mikil. „Við sjáum það í þessum tölum að stór hluti tekjuaukans færist á þá hæst launuðu í þessu landi. Það segir okkur að það er ekki rétt gefið og við ættum að staldra við,“ segir hún. „Alls staðar í hinum vestræna heimi er umræða um hið ríkasta eina prósent og að þeir einstaklingar þurfi að leggja meira af mörkum. Landsmenn hafa tvo valkosti í kosningunum eftir þrjár vikur. Annars vegar áframhaldandi misskiptingu í boði Bjarna Benediktssonar eða réttláta og sanngjarna ríkisstjórn undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Svandís. Hafa ber í huga að fjölmargir í lægstu hópunum eru námsmenn á námslánum og nemar sem búa enn hjá foreldrum, sem gæti skekkt töluvert laun neðstu hópanna. Því gefa tekjur þeirra ekki glögga mynd af fjárhagsstöðu hópsins í heild. Hins vegar sýnir þetta dreifingu allra á vinnumarkaði og því gefa tölurnar raunsanna mynd af honum í heild og tekjudreifingu allra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tekjur Tengdar fréttir Heildarlaun hækkað um þriðjung Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent. 9. október 2016 15:51 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Heildarlaun hækkað um þriðjung Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent. 9. október 2016 15:51