Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2016 07:54 Vísir/EPA Tæknifyrirtækið Samsung hefur hætt sölu Galaxy Note 7 símanna í annað sinn. Fregnir hafa borist af því að kviknað hefði í símum sem fyrirtækið hafði áður sagt að væru öruggir. Hlutabréf fyrirtækisins hafa lækkað verulega í verði eftir tilkynninguna en allt í allt gætu vandræðin vegna símanna kostað Samsung um 17 milljarða dala. Það samsvarar tæplega tvö þúsund milljörðum króna. Samsung hafði innkallað um 2,5 milljónir síma í síðasta mánuði vegna fregna um að eldur kæmi upp í símunum. Fyrirtækið fullyrti að aðrir Galaxy Note 7 væru öruggir. Nú hafa hins vegar borist fregnir af því að einnig sé að kvikna í nýjum símum.Á vef BBC eru tvö dæmi nefnd þar sem bandarískur maður vaknaði við að svefnherbergi sitt væri fullt af reyk og nýr sími gaf einnig frá sér reyk í flugvél í Bandaríkjunum á dögunum. Greinendur sem Reuters ræddi við segja líklegt að vandamálið með símanna gæti dregið úr eftirspurn eftir öðrum símum Samsung. Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknifyrirtækið Samsung hefur hætt sölu Galaxy Note 7 símanna í annað sinn. Fregnir hafa borist af því að kviknað hefði í símum sem fyrirtækið hafði áður sagt að væru öruggir. Hlutabréf fyrirtækisins hafa lækkað verulega í verði eftir tilkynninguna en allt í allt gætu vandræðin vegna símanna kostað Samsung um 17 milljarða dala. Það samsvarar tæplega tvö þúsund milljörðum króna. Samsung hafði innkallað um 2,5 milljónir síma í síðasta mánuði vegna fregna um að eldur kæmi upp í símunum. Fyrirtækið fullyrti að aðrir Galaxy Note 7 væru öruggir. Nú hafa hins vegar borist fregnir af því að einnig sé að kvikna í nýjum símum.Á vef BBC eru tvö dæmi nefnd þar sem bandarískur maður vaknaði við að svefnherbergi sitt væri fullt af reyk og nýr sími gaf einnig frá sér reyk í flugvél í Bandaríkjunum á dögunum. Greinendur sem Reuters ræddi við segja líklegt að vandamálið með símanna gæti dregið úr eftirspurn eftir öðrum símum Samsung.
Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira