Markmiðið að komast á pall Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2016 13:20 Íslenska stúlknaliðið. vísir/ernir Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. Evrópumeistaramótið í hópfimleikum hefst á morgun en stúlknalið og blandað lið yngri keppenda Íslands ríða á vaðið. Bæði lið æfðu í Lukna höllinni í dag en hún er á sama stað og Ljudski vrt, heimavöllur fótboltaliðsins FC Maribor sem lék í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2014-15. „Við ætlum að taka því svolítið rólega í dag, aðeins að finna áhöldin, koma okkur í gírinn og sjá hvernig flugþreytan fór með okkur,“ sagði Bjarni Gíslason, þjálfari stúlknaliðsins, þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli fyrir æfinguna í dag. „Á morgun ætlum að keyra á fullu eins og við gerum í úrslitunum. Við búumst við því að komast í úrslit og enda í einum af þremur efstu sætunum,“ sagði Bjarni ennfremur en úrslitin í stúlknaflokki fara fram á föstudaginn. Hann segir að markmiðið sé að ná í verðlaun á mótinu. „Markmiðið er 100% að vera á palli. Sé litið á styrkleika liðanna erum við alveg á toppnum og við eigum góða möguleika á þessu móti. Ef allt fer eins og það á að fara eigum við möguleika á titlinum,“ sagði Bjarni. En mun íslenska liðið brydda upp á einhverjum nýungum á morgun? „Hver og einn einstaklingur er að taka upp nýjar æfingar en þetta er svolítið hefðbundin stökk eins og hjá mörgum liðum,“ sagði Bjarni að lokum.Lukna höllin í Maribor.vísir/ingviþ Fimleikar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. Evrópumeistaramótið í hópfimleikum hefst á morgun en stúlknalið og blandað lið yngri keppenda Íslands ríða á vaðið. Bæði lið æfðu í Lukna höllinni í dag en hún er á sama stað og Ljudski vrt, heimavöllur fótboltaliðsins FC Maribor sem lék í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2014-15. „Við ætlum að taka því svolítið rólega í dag, aðeins að finna áhöldin, koma okkur í gírinn og sjá hvernig flugþreytan fór með okkur,“ sagði Bjarni Gíslason, þjálfari stúlknaliðsins, þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli fyrir æfinguna í dag. „Á morgun ætlum að keyra á fullu eins og við gerum í úrslitunum. Við búumst við því að komast í úrslit og enda í einum af þremur efstu sætunum,“ sagði Bjarni ennfremur en úrslitin í stúlknaflokki fara fram á föstudaginn. Hann segir að markmiðið sé að ná í verðlaun á mótinu. „Markmiðið er 100% að vera á palli. Sé litið á styrkleika liðanna erum við alveg á toppnum og við eigum góða möguleika á þessu móti. Ef allt fer eins og það á að fara eigum við möguleika á titlinum,“ sagði Bjarni. En mun íslenska liðið brydda upp á einhverjum nýungum á morgun? „Hver og einn einstaklingur er að taka upp nýjar æfingar en þetta er svolítið hefðbundin stökk eins og hjá mörgum liðum,“ sagði Bjarni að lokum.Lukna höllin í Maribor.vísir/ingviþ
Fimleikar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sjá meira