Nú er að duga eða drepast Ellert B. Schram skrifar 12. október 2016 07:00 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt Gráa hernum efndu til opins fundar í Háskólabíói fyrir skömmu. Málefni eldri borgara voru á dagskrá. Þar var fullt út úr dyrum, af fólki á þessu æviskeiði. Fulltrúar allra framboðsflokkanna voru mættir til svara. Er skemmst frá því að segja að nánast allir frambjóðendurnir studdu þá breytingu að framfærslubætur gagnvart þeim sem ekki hafa neinar aðrar tekjur, hækkuðu að minnsta kosti í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum. Og skattur verði ekki lagður á þá lús. Þar til viðbótar voru jákvæðar undirtektir um þá stefnu að afnema meinlokuna í almannatryggingarkerfinu, fátæktargildruna, skerðinguna um krónu á móti krónu. Þetta var meginniðurstaðan á þessum fjöldafundi. Það var augljóst að frambjóðendur flokkanna áttuðu sig á andrúmsloftinu og kröfunni sem fólkið í salnum gerði til stjórnvalda og stjórnmálaflokkanna. Meira að segja ríkisstjórnin tók við sér nú um helgina og kynnti breytingar í þessum málaflokki. Það var í sjálfu sér virðingarvert. Svo langt sem það nær. Lágmarksupphæð frá almannatryggingunum á að hækka í þrjú hundruð þúsund krónur, en þó ekki fyrr en 2018. Auk þess er lagt til að frítekjumarkið verði hækkað í 25 þús. kr. í stað krónu á móti krónu. Þetta þýðir að þegar eldri borgari vinnur sér inn 100 þús. kr. í launatekjur, fær hann útborgaðar 29 þús. Sem er ekkert annað en brandari og löðrungur framan í það fólk, sem býr við þetta regluverk. Eftirlaunin lækka um 33.750 kr. og skattur miðað við lægstu þrep verður kr. 37.130. Útspil ríkisstjórnarinnar er því miður sýnd veiði en ekki gefin. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá velferðarráðherra um ýmsar breytingar og lagfæringar er varða reglur og lög sem snúa að öldruðum, sem hefur bæði kosti og galla. Þar er hugsað til lengri framtíðar, um einföldun kerfisins, sveigjanlegan vinnutíma og eftir atvikum hærri greiðslur ef viðkomandi dregur að taka út sinn lífeyri. Samkvæmt nýjustu samþykkt ríkisstjórnarinnar á að flýta fyrir þessum breytingum, til að minnka útgjöld tryggingakerfisins sem þýðir sömuleiðis að færri krónur falla í vasa gamla fólksins.Meingallað hænufet Ef frá er skilið það skref sem ríkisstjórnin boðar eftir rúmlega heilt ár varðandi hækkun lágmarksbóta, þá er þetta útspil stjórnarflokkanna meingallað hænufet. Það er ekki tekið á því stóra máli, megin máli, að rétta hlut þeirra sem minnst eiga og minnst fá. Fjögur þúsund karla og kvenna, sem um þessar mundir eiga vart til hnífs eða skeiðar. Leiðrétting gagnvart því fólki er forsenda og lykilatriði í þeirri baráttu sem allt góðviljað fólk getur stutt og tekið undir. Það er einfaldlega forgangsmálið. Og það strax. Hitt er svo óútkljáð og vanrækt að hækka frítekjumarkið og hækka persónuafsláttinn svo fólk haldi óskertum þeim tekjum sem eldri borgarar vinna sér inn, án þess að tryggingabæturnar séu skertar. Skilaboðin til flokka og frambjóðenda eru skýr. Langþreyttur meirihluti eldri borgara hefur gert það upp við sig að atkvæði og stuðningur þeirra fer til þeirra flokka, sem skilja og styðja þá réttlátu kröfu, að hagur verst settu öldunga þessa lands, verði betrumbættur af myndugleik. Að fátæktargildran sé afnumin í kerfinu. Að komandi kynslóðir geti búið við mannsæmandi kjör. Þetta eru skilaboðin frá þúsund manna fundinum í Háskólabíó. Nú er að duga eða drepast.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt Gráa hernum efndu til opins fundar í Háskólabíói fyrir skömmu. Málefni eldri borgara voru á dagskrá. Þar var fullt út úr dyrum, af fólki á þessu æviskeiði. Fulltrúar allra framboðsflokkanna voru mættir til svara. Er skemmst frá því að segja að nánast allir frambjóðendurnir studdu þá breytingu að framfærslubætur gagnvart þeim sem ekki hafa neinar aðrar tekjur, hækkuðu að minnsta kosti í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum. Og skattur verði ekki lagður á þá lús. Þar til viðbótar voru jákvæðar undirtektir um þá stefnu að afnema meinlokuna í almannatryggingarkerfinu, fátæktargildruna, skerðinguna um krónu á móti krónu. Þetta var meginniðurstaðan á þessum fjöldafundi. Það var augljóst að frambjóðendur flokkanna áttuðu sig á andrúmsloftinu og kröfunni sem fólkið í salnum gerði til stjórnvalda og stjórnmálaflokkanna. Meira að segja ríkisstjórnin tók við sér nú um helgina og kynnti breytingar í þessum málaflokki. Það var í sjálfu sér virðingarvert. Svo langt sem það nær. Lágmarksupphæð frá almannatryggingunum á að hækka í þrjú hundruð þúsund krónur, en þó ekki fyrr en 2018. Auk þess er lagt til að frítekjumarkið verði hækkað í 25 þús. kr. í stað krónu á móti krónu. Þetta þýðir að þegar eldri borgari vinnur sér inn 100 þús. kr. í launatekjur, fær hann útborgaðar 29 þús. Sem er ekkert annað en brandari og löðrungur framan í það fólk, sem býr við þetta regluverk. Eftirlaunin lækka um 33.750 kr. og skattur miðað við lægstu þrep verður kr. 37.130. Útspil ríkisstjórnarinnar er því miður sýnd veiði en ekki gefin. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá velferðarráðherra um ýmsar breytingar og lagfæringar er varða reglur og lög sem snúa að öldruðum, sem hefur bæði kosti og galla. Þar er hugsað til lengri framtíðar, um einföldun kerfisins, sveigjanlegan vinnutíma og eftir atvikum hærri greiðslur ef viðkomandi dregur að taka út sinn lífeyri. Samkvæmt nýjustu samþykkt ríkisstjórnarinnar á að flýta fyrir þessum breytingum, til að minnka útgjöld tryggingakerfisins sem þýðir sömuleiðis að færri krónur falla í vasa gamla fólksins.Meingallað hænufet Ef frá er skilið það skref sem ríkisstjórnin boðar eftir rúmlega heilt ár varðandi hækkun lágmarksbóta, þá er þetta útspil stjórnarflokkanna meingallað hænufet. Það er ekki tekið á því stóra máli, megin máli, að rétta hlut þeirra sem minnst eiga og minnst fá. Fjögur þúsund karla og kvenna, sem um þessar mundir eiga vart til hnífs eða skeiðar. Leiðrétting gagnvart því fólki er forsenda og lykilatriði í þeirri baráttu sem allt góðviljað fólk getur stutt og tekið undir. Það er einfaldlega forgangsmálið. Og það strax. Hitt er svo óútkljáð og vanrækt að hækka frítekjumarkið og hækka persónuafsláttinn svo fólk haldi óskertum þeim tekjum sem eldri borgarar vinna sér inn, án þess að tryggingabæturnar séu skertar. Skilaboðin til flokka og frambjóðenda eru skýr. Langþreyttur meirihluti eldri borgara hefur gert það upp við sig að atkvæði og stuðningur þeirra fer til þeirra flokka, sem skilja og styðja þá réttlátu kröfu, að hagur verst settu öldunga þessa lands, verði betrumbættur af myndugleik. Að fátæktargildran sé afnumin í kerfinu. Að komandi kynslóðir geti búið við mannsæmandi kjör. Þetta eru skilaboðin frá þúsund manna fundinum í Háskólabíó. Nú er að duga eða drepast.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar