Alþjóðaólympíunefndin er búin að taka gullið af rússneska sleggjukastaranum Tatyönu Lysenko sem hún vann á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir fjórum ár.
Lysenko féll öðru sinni á á ferlinum lyfjaprófi fyrr á þessu ári og var úrskurðuð í keppnisbann í apríl af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, IAAF.
Þessi 33 ára gamla frjálsíþróttakona féll áður á lyfjaprófi árið 2007 og fékk þá tveggja ára bann. Hún missti af HM 2007 og Ólympíuleikunum í Pekin 2008 vegna fyrra lyfjabannsins.
Lysenko, sem keppir nú undir nafninu Beloborodova, á yfir höfði sér lífstíðarbann frá frjálsíþróttum eftir að ólöglegt lyf fannst í lyfsýni hennar sem var tekið aftur til skoðunar vegna lyfjaskandalsins í Rússlandi.
Anita Wlodarczyk frá Póllandi sem hafnaði í öðru sæti í sleggjukasti kvenna í Lundúnum 2012 fær væntanlega gullverðlaunin. Hún verður þá tvöfaldur gullverðlaunahafi en sú pólska vann gull á ÓL í Ríó í ágúst.
Rússneskur Ólympíumeistari missir gullið sitt
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn




„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti

