Fyrsta tap Stjörnunnar og báðir nýliðarnir á sigurbraut | Úrslit kvöldsins í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 21:00 Carmen Tyson-Thomas var með þrennu. Vísir/Ósk Matthildur Arnarsdóttir Nýliðar Skallagríms og Njarðvíkur eru að byrja vel í Domino´s deild kvenna í körfubolta en bæði liðin fögnuðu sigri á heimavelli sínum í þriðju umferðinni í kvöld. Kvennalið Stjörnunnar tapaði aftur á móti sínum fyrsta leik á tímabilinu og hafa því öll liðin í deildinni tapað leik. Lið Skallagríms og Njarðvíkur hafa aftur á móti bæði unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í vetur en þau komu til baka í kvöld eftir tap í 2. umferðinni um síðustu helgi. Stjarnan var eina ósigraða liðið eftir tvær fyrstu umferðirnar en þær töpuðu fyrsta leiknum sínum í Ljónagryfjunni Njarðvík í kvöld. Njarðvík vann Stjörnuna með átta stigum, 86-78. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum í liði Njarðvíkur eins og í sigrinum á Val en hún var með þrennu á móti Stjörnunni í kvöld þar sem hún skoraði 37 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Heiða Björg Valdimarsdóttir var næststigahæst hjá Njarðvík með 18 stig. Skallagrímur vann Snæfell í fyrsta heimaleiknum og fylgdi því eftir með sigri á Grindavík í kvöld, 80-72. Skallagrímur hefur því unnið heimasigra á tveimur af bestu liðum deildarinnar í fyrstu þremur umferðunum. Tavelyn Tillman var með 36 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Skallagrími í kvöld, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti við 16 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum og Ragnheiður Benónísdóttir var með 11 stig og 10 fráköst.Öll úrslitin í Domino´s deild kvenna í kvöld:Skallagrímur-Grindavík 80-72 (18-17, 23-20, 20-18, 19-17)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 11/10 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/4 fráköst.Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 21/4 fráköst, Ashley Grimes 17/10 fráköst/8 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 12/9 fráköst, Ólöf Rún ladóttir 12, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 4, Hrund Skúladóttir 2.Njarðvík-Stjarnan 86-78 (18-18, 21-16, 19-18, 28-26)Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 37/12 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Heiða Björg Valdimarsdóttir 18, María Jónsdóttir 10/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5/7 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 5, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/8 fráköst/7 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 9/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 8, Jenný Harðardóttir 4, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4/8 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 3.Keflavík-Haukar 73-52 (22-14, 14-11, 21-18, 16-9)Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Dominique Hudson 15/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 6/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Elsa Albertsdóttir 2.Haukar: Michelle Nicole Mitchell 21/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Dýrfinna Arnardóttir 5/7 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/4 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Nýliðar Skallagríms og Njarðvíkur eru að byrja vel í Domino´s deild kvenna í körfubolta en bæði liðin fögnuðu sigri á heimavelli sínum í þriðju umferðinni í kvöld. Kvennalið Stjörnunnar tapaði aftur á móti sínum fyrsta leik á tímabilinu og hafa því öll liðin í deildinni tapað leik. Lið Skallagríms og Njarðvíkur hafa aftur á móti bæði unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í vetur en þau komu til baka í kvöld eftir tap í 2. umferðinni um síðustu helgi. Stjarnan var eina ósigraða liðið eftir tvær fyrstu umferðirnar en þær töpuðu fyrsta leiknum sínum í Ljónagryfjunni Njarðvík í kvöld. Njarðvík vann Stjörnuna með átta stigum, 86-78. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum í liði Njarðvíkur eins og í sigrinum á Val en hún var með þrennu á móti Stjörnunni í kvöld þar sem hún skoraði 37 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Heiða Björg Valdimarsdóttir var næststigahæst hjá Njarðvík með 18 stig. Skallagrímur vann Snæfell í fyrsta heimaleiknum og fylgdi því eftir með sigri á Grindavík í kvöld, 80-72. Skallagrímur hefur því unnið heimasigra á tveimur af bestu liðum deildarinnar í fyrstu þremur umferðunum. Tavelyn Tillman var með 36 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Skallagrími í kvöld, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti við 16 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum og Ragnheiður Benónísdóttir var með 11 stig og 10 fráköst.Öll úrslitin í Domino´s deild kvenna í kvöld:Skallagrímur-Grindavík 80-72 (18-17, 23-20, 20-18, 19-17)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 11/10 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/4 fráköst.Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 21/4 fráköst, Ashley Grimes 17/10 fráköst/8 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 12/9 fráköst, Ólöf Rún ladóttir 12, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 4, Hrund Skúladóttir 2.Njarðvík-Stjarnan 86-78 (18-18, 21-16, 19-18, 28-26)Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 37/12 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Heiða Björg Valdimarsdóttir 18, María Jónsdóttir 10/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5/7 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 5, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/8 fráköst/7 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 9/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 8, Jenný Harðardóttir 4, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4/8 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 3.Keflavík-Haukar 73-52 (22-14, 14-11, 21-18, 16-9)Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Dominique Hudson 15/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 6/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Elsa Albertsdóttir 2.Haukar: Michelle Nicole Mitchell 21/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Dýrfinna Arnardóttir 5/7 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/4 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira