Taílandskonungur alvarlega veikur Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. október 2016 07:00 Konur bíða fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Taílandskonungur er sagður berjast fyrir lífi sínu . Nordicphotos/AFP Bhumibol Aduljadei, hinn 88 ára gamli konungur Taílands, hefur verið alvarlega veikur undanfarið og eru Taílendingar farnir að búa sig undir dauða hans. Hann hefur verið konungur síðan 1946, eða í heil sjötíu ár, lengur en nokkur annar núlifandi þjóðhöfðingi í veröldinni. Fyrir nokkrum dögum var í fyrsta sinn skýrt frá því opinberlega að konungurinn hefði verið á sjúkrahúsi meira eða minna allt árið. Á laugardaginn þurfti hann að fara í blóðskilun vegna nýrnabilunar. Upplýsingar frá konungshöllinni eru samt enn af skornum skammti þannig að hvorki almenningur né fjölmiðlar vita mikið um raunverulegt heilsufarsástand konungsins. Konungurinn nýtur mikilla vinsælda í Taílandi og þar varðar hreinlega við lög að hallmæla honum. Hann hefur með vissum hætti tryggt stöðugleika í landinu alla sína löngu stjórnartíð þrátt fyrir tíðar byltingar og ólgu í stjórnmálum. Arftaki hans verður sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, sem er 64 ára gamall en nýtur engan veginn sömu vinsælda og faðir hans. Hann þykir frekar óútreiknanlegur. Einhverjir vonast til þess að Bhumibol konungur hafi séð til þess að í stað krónprinsins muni Sirindhorn, dóttir konungsins og systir prinsins, taka við. Sá núlifandi þjóðhöfðingi, sem kemst næst Bhumibol Taílandskonungi hvað varðar lengd valdatíma, er Elísabet Bretadrottning sem tók við völdum árið 1952. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira
Bhumibol Aduljadei, hinn 88 ára gamli konungur Taílands, hefur verið alvarlega veikur undanfarið og eru Taílendingar farnir að búa sig undir dauða hans. Hann hefur verið konungur síðan 1946, eða í heil sjötíu ár, lengur en nokkur annar núlifandi þjóðhöfðingi í veröldinni. Fyrir nokkrum dögum var í fyrsta sinn skýrt frá því opinberlega að konungurinn hefði verið á sjúkrahúsi meira eða minna allt árið. Á laugardaginn þurfti hann að fara í blóðskilun vegna nýrnabilunar. Upplýsingar frá konungshöllinni eru samt enn af skornum skammti þannig að hvorki almenningur né fjölmiðlar vita mikið um raunverulegt heilsufarsástand konungsins. Konungurinn nýtur mikilla vinsælda í Taílandi og þar varðar hreinlega við lög að hallmæla honum. Hann hefur með vissum hætti tryggt stöðugleika í landinu alla sína löngu stjórnartíð þrátt fyrir tíðar byltingar og ólgu í stjórnmálum. Arftaki hans verður sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, sem er 64 ára gamall en nýtur engan veginn sömu vinsælda og faðir hans. Hann þykir frekar óútreiknanlegur. Einhverjir vonast til þess að Bhumibol konungur hafi séð til þess að í stað krónprinsins muni Sirindhorn, dóttir konungsins og systir prinsins, taka við. Sá núlifandi þjóðhöfðingi, sem kemst næst Bhumibol Taílandskonungi hvað varðar lengd valdatíma, er Elísabet Bretadrottning sem tók við völdum árið 1952. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira