Ingunn úlnliðsbrotin og Ingibjörg rifbeinsbrotin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 23:13 Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir. Vísir/Anton Gunnhildur Hansdóttir ræddi við þjálfara Skallagríms og Grindavíkur eftir leik liðanna í Borgarnesi í kvöld í þriðju umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Nýliðar Skallagríms unnu leikinn með átta stiga mun og hafa þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Þetta var hinsvegar annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Grindavík er búið að missa tvær landsliðskonur í meiðsli. Bakverðirnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, sem spiluðu báðar síðasta A-landsleik, voru ekki með í leiknum í Borgarnesi í kvöld. Bæði lið byrjuðu leikinn vel og skiptust á forystunni fyrstu mínúturnar en góð byrjun hjá Skallagrímskonum í öðrum leikhluta kom þeim í ágætis stöðu í hálfleik, 41-37. Í seinni hálfleik bættu Skallagrímskonur enn meira í og komust mest í 12 stiga forustu. Sigurinn virtist aldrei vera í hættu og unnu þær sannfærandi sigur 80-72Björn Steinar: Mjög sáttur með frammistöðu leikmanna Björn Steinar Brynjólfsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap í Fjósinu í kvöld. „Ég er ótrúlega ánægður með allar stelpurnar hérna í kvöld og hvernig þær lögðu sig fram, ég get eiginlega ekki beðið um meira en það. Svo erum við með tvo landsliðsmenn sem eru ekki með okkur, Ingunn er úlnliðsbrotin og Ingibjörg er rifbeinsbrotin. Þess vegna er ég mjög sáttur með frammistöðu leikmanna hér í kvöld og eins og ég segi, þá get ég bara ekki beðið um meira,“ sagði Björn Steinar. Skallagrímur náði mest 12 stiga forystu í seinni hálfleik en þið virtust ætla að skjóta ykkur inn í leikinn? „Þetta datt aðeins niður hjá okkur í þriðja leikhluta, fórum að taka ótímabær skot. Ég tók bara eitt leikhlé til að róa þær aðeins niður, eftir það náðum við að saxa aftur á þær of fórum úr 10 stiga mun yfir í 5 stiga mun, það vantaði bara aðeins uppá til að leikurinn félli okkar megin en svo fór sem fór.”Manuel Angel Rodriguez: Ánægður með stigin tvö „Þetta er mikilvægur sigur, Grindavík er með mjög gott lið, góða leikmenn og þjálfara og ég er ánægður að fá tvö stig hér í kvöld. Samt sem áður er margt sem má laga og við munum halda áfram að bæta okkur. Ég vil líka þakka öllum áhorfendum fyrir stuðninginn hér kvöld,“ sagði Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms. Tavelyn heldur áfram að eiga góða leiki fyrir Skallagrím og er framúrskarandi leikmaður. Finnst þér vanta meira framlag frá öðrum leikmönnum? „Já, hún er virkilega góður körfuboltamaður, mikill skotmaður, gefur góðar sendingar og spilar góðan varnarleik líka. Ég tel að hún hafi góð áhrif á sína liðsmenn og hvetji þá til að skora meira og sækja fráköst. Ég held að með tímanum þá sýnir það sig á tölfræðinni en ég er ekkert að stressa mig á því,“ sagði Manuel Angel Varstu einhvern tímann með áhyggjur af sigrinum? „Já ég hafði áhyggjur. Við þurfum að bæta okkur í að halda góðum takti allan leikinn og vera með hausinn í leiknum. Við missum yfirleitt forskotið þegar við förum að pæla í öðrum hlutum eins og dómurum eða skotum sem fóru ekki ofan í. Það er það sem verður okkur að falli en við lögum það bara á æfingum og við munum halda áfram að æfa og æfa og verða betri,“ sagði Manuel Angel Sigur á móti Snæfell, tap á móti Stjörnunni og svo aftur sigur hér á móti Grindavík. Það geta allir unnið alla þetta tímabil, eða hvað? „Ég er mjög ánægður hvað deildin er jöfn og liðin líka. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil og sérstaklega fyrir körfuboltastuðningsmenn, ekkert nema spenna eftir spenna á öllum leikjum,“ sagði Manuel Angel að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Gunnhildur Hansdóttir ræddi við þjálfara Skallagríms og Grindavíkur eftir leik liðanna í Borgarnesi í kvöld í þriðju umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Nýliðar Skallagríms unnu leikinn með átta stiga mun og hafa þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Þetta var hinsvegar annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Grindavík er búið að missa tvær landsliðskonur í meiðsli. Bakverðirnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, sem spiluðu báðar síðasta A-landsleik, voru ekki með í leiknum í Borgarnesi í kvöld. Bæði lið byrjuðu leikinn vel og skiptust á forystunni fyrstu mínúturnar en góð byrjun hjá Skallagrímskonum í öðrum leikhluta kom þeim í ágætis stöðu í hálfleik, 41-37. Í seinni hálfleik bættu Skallagrímskonur enn meira í og komust mest í 12 stiga forustu. Sigurinn virtist aldrei vera í hættu og unnu þær sannfærandi sigur 80-72Björn Steinar: Mjög sáttur með frammistöðu leikmanna Björn Steinar Brynjólfsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap í Fjósinu í kvöld. „Ég er ótrúlega ánægður með allar stelpurnar hérna í kvöld og hvernig þær lögðu sig fram, ég get eiginlega ekki beðið um meira en það. Svo erum við með tvo landsliðsmenn sem eru ekki með okkur, Ingunn er úlnliðsbrotin og Ingibjörg er rifbeinsbrotin. Þess vegna er ég mjög sáttur með frammistöðu leikmanna hér í kvöld og eins og ég segi, þá get ég bara ekki beðið um meira,“ sagði Björn Steinar. Skallagrímur náði mest 12 stiga forystu í seinni hálfleik en þið virtust ætla að skjóta ykkur inn í leikinn? „Þetta datt aðeins niður hjá okkur í þriðja leikhluta, fórum að taka ótímabær skot. Ég tók bara eitt leikhlé til að róa þær aðeins niður, eftir það náðum við að saxa aftur á þær of fórum úr 10 stiga mun yfir í 5 stiga mun, það vantaði bara aðeins uppá til að leikurinn félli okkar megin en svo fór sem fór.”Manuel Angel Rodriguez: Ánægður með stigin tvö „Þetta er mikilvægur sigur, Grindavík er með mjög gott lið, góða leikmenn og þjálfara og ég er ánægður að fá tvö stig hér í kvöld. Samt sem áður er margt sem má laga og við munum halda áfram að bæta okkur. Ég vil líka þakka öllum áhorfendum fyrir stuðninginn hér kvöld,“ sagði Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms. Tavelyn heldur áfram að eiga góða leiki fyrir Skallagrím og er framúrskarandi leikmaður. Finnst þér vanta meira framlag frá öðrum leikmönnum? „Já, hún er virkilega góður körfuboltamaður, mikill skotmaður, gefur góðar sendingar og spilar góðan varnarleik líka. Ég tel að hún hafi góð áhrif á sína liðsmenn og hvetji þá til að skora meira og sækja fráköst. Ég held að með tímanum þá sýnir það sig á tölfræðinni en ég er ekkert að stressa mig á því,“ sagði Manuel Angel Varstu einhvern tímann með áhyggjur af sigrinum? „Já ég hafði áhyggjur. Við þurfum að bæta okkur í að halda góðum takti allan leikinn og vera með hausinn í leiknum. Við missum yfirleitt forskotið þegar við förum að pæla í öðrum hlutum eins og dómurum eða skotum sem fóru ekki ofan í. Það er það sem verður okkur að falli en við lögum það bara á æfingum og við munum halda áfram að æfa og æfa og verða betri,“ sagði Manuel Angel Sigur á móti Snæfell, tap á móti Stjörnunni og svo aftur sigur hér á móti Grindavík. Það geta allir unnið alla þetta tímabil, eða hvað? „Ég er mjög ánægður hvað deildin er jöfn og liðin líka. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil og sérstaklega fyrir körfuboltastuðningsmenn, ekkert nema spenna eftir spenna á öllum leikjum,“ sagði Manuel Angel að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira