Bliki spurði bestu fótboltakonu sögunnar: „Hvað í andskotanum er að þér?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 08:00 Marta átti erfitt uppdráttar gegn sterkri vörn Breiðabliks. vísir/getty Kvennalið Breiðabliks stóð sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu í ár og gaf sænska stórliðinu Rosengård tvo alvöru leiki í 32 liða úrslitum keppninnar. Sænska liðið vann 1-0 í Kópavoginum en í gær skildu liðin jöfn, markalaus, á heimavelli Rosengård í Malmö í Svíþjóð en eitt mark frá Blikunum hefði komið leiknum í framlengingu. Rosengård er búið að vinna sænska meistaratitilin undanfarin fjögur ár en með liðinu spilar hin brasilíska Marta sem er talin besta fótboltakona allra tíma. Hún er sú sem oftast hefur verið valin besta fótboltakona heims, en sú brasilíska hirti þann titil fimm ár í röð frá 2006-2010. Birgit Prinz frá Þýskalandi kemur þar næst en hún var valin best þrisvar sinnum frá 2003-2005. Blikarnir spiluðu flottan varnarleik í gær og létu greinilega vita af sér í leiknum. Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks, hellti sér yfir Mörtu í leiknum en frá því greinir hún á Twitter-síðu sinni. „Sagði „hvað í andskotanum er að þér“ við bestu fótboltakonu allra tíma áðan,“ skrifar Ingibjörg á Twitter en þó hún nefni engin nöfn má auðveldlega leiða að því líkum að hún sé að tala um Mörtu. Guðrún Arnardóttir, miðvörður Breiðabliks sem gat ekki verið með í leiknum í gær, var ánægð með samherja sinn og sagði hana drottningu á vellinum og undir það tók landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Mörtu tókst ekki að skora á móti Blikunum en markið sem á endanum kom Rosengård áfram skoraði sænski landsliðsframherjinn Lotta Schelin í Kópavoginum í fyrri leik liðanna.@ingibjorg25 enda ert þu the queen on field! Það er bara þannig— Guðrún Arnardóttir (@gudrunarnar) October 12, 2016 @ingibjorg25 queen Inga— Berglind Thorvaldsd. (@berglindbjorg10) October 12, 2016 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikastúlkur náðu jafntefli í Svíþjóð en það var ekki nóg Breiðablik er úr leik í Meistaradeildar kvenna í fótbolta þrátt fyrir að hafa náð marklausu jafntefli í seinni leiknum á móti sænsku meisturunum í Rosengård í kvöld. 12. október 2016 18:55 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks stóð sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu í ár og gaf sænska stórliðinu Rosengård tvo alvöru leiki í 32 liða úrslitum keppninnar. Sænska liðið vann 1-0 í Kópavoginum en í gær skildu liðin jöfn, markalaus, á heimavelli Rosengård í Malmö í Svíþjóð en eitt mark frá Blikunum hefði komið leiknum í framlengingu. Rosengård er búið að vinna sænska meistaratitilin undanfarin fjögur ár en með liðinu spilar hin brasilíska Marta sem er talin besta fótboltakona allra tíma. Hún er sú sem oftast hefur verið valin besta fótboltakona heims, en sú brasilíska hirti þann titil fimm ár í röð frá 2006-2010. Birgit Prinz frá Þýskalandi kemur þar næst en hún var valin best þrisvar sinnum frá 2003-2005. Blikarnir spiluðu flottan varnarleik í gær og létu greinilega vita af sér í leiknum. Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks, hellti sér yfir Mörtu í leiknum en frá því greinir hún á Twitter-síðu sinni. „Sagði „hvað í andskotanum er að þér“ við bestu fótboltakonu allra tíma áðan,“ skrifar Ingibjörg á Twitter en þó hún nefni engin nöfn má auðveldlega leiða að því líkum að hún sé að tala um Mörtu. Guðrún Arnardóttir, miðvörður Breiðabliks sem gat ekki verið með í leiknum í gær, var ánægð með samherja sinn og sagði hana drottningu á vellinum og undir það tók landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Mörtu tókst ekki að skora á móti Blikunum en markið sem á endanum kom Rosengård áfram skoraði sænski landsliðsframherjinn Lotta Schelin í Kópavoginum í fyrri leik liðanna.@ingibjorg25 enda ert þu the queen on field! Það er bara þannig— Guðrún Arnardóttir (@gudrunarnar) October 12, 2016 @ingibjorg25 queen Inga— Berglind Thorvaldsd. (@berglindbjorg10) October 12, 2016
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikastúlkur náðu jafntefli í Svíþjóð en það var ekki nóg Breiðablik er úr leik í Meistaradeildar kvenna í fótbolta þrátt fyrir að hafa náð marklausu jafntefli í seinni leiknum á móti sænsku meisturunum í Rosengård í kvöld. 12. október 2016 18:55 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Blikastúlkur náðu jafntefli í Svíþjóð en það var ekki nóg Breiðablik er úr leik í Meistaradeildar kvenna í fótbolta þrátt fyrir að hafa náð marklausu jafntefli í seinni leiknum á móti sænsku meisturunum í Rosengård í kvöld. 12. október 2016 18:55
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn