Smalling: Þetta er hinn eini sanni leikur Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 06:00 Chris Smalling verður væntanlega í vörn Manchester United gegn Liverpool annað kvöld. Vísir/Getty Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir að leikirnir gegn Liverpool séu ávallt sérstakir. Það er mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Liverpool hefur farið geysivel af stað í deildinni undir stjórn Jurgen Klopp og United liðið má ekki við því að missa liðið frá Bítlaborginni lengra fram úr sér. Liverpool er þremur stigum á undan United í töflunni. „Þetta hafa alltaf verið erfiðir leikir,“ segir Chris Smalling í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV. „Þegar ég kom hingað fyrst spurðu allir hvort ég vissi ekki um ríginn á milli City og United. En Liverpool - það er hinn eini sanni leikur. Það hefur verið mikill rígur í gegnum árin og okkur var strax gert grein fyrir því hversu mikilvægir þessir leikir væru.“ Smalling segir að varnarmenn liðsins þurfi að vera sérstaklega vakandi þegar þeir mæta pressunni frá Liverpool. „Liverpool er lið sem pressar hátt, við vitum það og við undirbúum okkur þannig. Þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur varnarmennina og það verður erfitt að spila boltanum út úr vörninni. Ef þú kemur boltanum ekki áfram þá verður þú tæklaður,“ bætti Smalling við en pressa Liverpool hefur skapað ófá mörk síðan Jurgen Klopp tók við stjórn liðsins fyrir ári síðan. Smalling býst við rosalegri stemmningu á Anfield og segir að Jose Mourinho hafi undirbúið leikmenn liðsins vel. „Þjálfarinn hefur talað um að við þurfum að hafa stjórn á tilfinningunum því jafnvel leikmenn sem hafa ekki verið lengi hjá United vita hversu mikilvægur leikurinn er. Það sem skiptir máli er að við séum rólegir og höldum öllum leikmönnunum inni á vellinum.“ „Það er erfitt að koma skilaboðum áleiðis í hávaðanum á leikvanginum og andrúmsloftið er magnað," bætti Smalling við og sagði jafnframt að það væri enginn betri staður fyrir United að vinna leik en einmitt á Anfield. „Það er það svo sannarlega ekki. Ég hef unnið þar í nokkur skipti og tilfinningin er frábær að ná að gera stuðningsmennina ánægða og halda aftur til baka til Manchester með bros á vör,“ sagði Smalling að lokum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir að leikirnir gegn Liverpool séu ávallt sérstakir. Það er mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Liverpool hefur farið geysivel af stað í deildinni undir stjórn Jurgen Klopp og United liðið má ekki við því að missa liðið frá Bítlaborginni lengra fram úr sér. Liverpool er þremur stigum á undan United í töflunni. „Þetta hafa alltaf verið erfiðir leikir,“ segir Chris Smalling í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV. „Þegar ég kom hingað fyrst spurðu allir hvort ég vissi ekki um ríginn á milli City og United. En Liverpool - það er hinn eini sanni leikur. Það hefur verið mikill rígur í gegnum árin og okkur var strax gert grein fyrir því hversu mikilvægir þessir leikir væru.“ Smalling segir að varnarmenn liðsins þurfi að vera sérstaklega vakandi þegar þeir mæta pressunni frá Liverpool. „Liverpool er lið sem pressar hátt, við vitum það og við undirbúum okkur þannig. Þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur varnarmennina og það verður erfitt að spila boltanum út úr vörninni. Ef þú kemur boltanum ekki áfram þá verður þú tæklaður,“ bætti Smalling við en pressa Liverpool hefur skapað ófá mörk síðan Jurgen Klopp tók við stjórn liðsins fyrir ári síðan. Smalling býst við rosalegri stemmningu á Anfield og segir að Jose Mourinho hafi undirbúið leikmenn liðsins vel. „Þjálfarinn hefur talað um að við þurfum að hafa stjórn á tilfinningunum því jafnvel leikmenn sem hafa ekki verið lengi hjá United vita hversu mikilvægur leikurinn er. Það sem skiptir máli er að við séum rólegir og höldum öllum leikmönnunum inni á vellinum.“ „Það er erfitt að koma skilaboðum áleiðis í hávaðanum á leikvanginum og andrúmsloftið er magnað," bætti Smalling við og sagði jafnframt að það væri enginn betri staður fyrir United að vinna leik en einmitt á Anfield. „Það er það svo sannarlega ekki. Ég hef unnið þar í nokkur skipti og tilfinningin er frábær að ná að gera stuðningsmennina ánægða og halda aftur til baka til Manchester með bros á vör,“ sagði Smalling að lokum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira