Kári segist vera í markaformi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 21:31 Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason skoraði fyrir Malmö FF. Vísir/Getty Kári Árnason skoraði afar mikilvægt mark þegar Malmö FF vann sigur gegn Norrköping og steig stórt skref í átt að sænska meistaratitlinum í knattspyrnu Kári var fyrirliði í leiknum í dag í fjarveru Markus Rosenberg sem venjulega ber fyrirliðabandið. Kári átti flottan leik í miðju varnarinnar hjá Malmö og skoraði fyrra mark liðsins í leiknum. Kári var í viðtali við sænska blaðið Sydsvenskan að leik loknum í dag. „Já, kannski var það þannig,“ sagði Kári þegar hann var spurður hvort þetta hefði verið klassískur íslenskur vinnusigur. „Við mættum í leikinn með það hugarfar að þetta væri alþjóðlegur útileikur. Það þýddi að vera ekki mikið með boltann á okkar vallarhelmingi þannig að það voru sendir margir langir boltar upp á framherjann,“ sagði Kári. Kári mætti aftur til Malmö í vikunni eftir vel heppnað landsleikjahlé þar sem hann skoraði gott skallamark gegn Finnlandi og lagði upp mark fyrir Alfreð Finnbogason í leiknum gegn Tyrkjum. Kári var áfram á skotskónum í dag og auðvitað skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu. „Ég er í markaformi, ég skoraði í landsleiknum líka og var búinn að æfa þetta í vikunni,“ bætti Kári við og þakkaði Viðari Erni Kjartanssyni fyrir hjálpina en Viðar Örn lék með Malmö á fyrri hluta tímabilsins og skoraði fjölmörg mörk. „Við höfum talað um að sækja í svæðin þar sem færin eru, hann er góður í því, og ég hef fengið ansi mörg færi undanfarið.“ Malmö er í góðri stöðu í sænsku deildinni og hefur sjö stiga forskot þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. „Ef við klárum þetta ekki, þá eigum við ekki skilið að vinna gullið,“ sagði Kári að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Kári Árnason skoraði afar mikilvægt mark þegar Malmö FF vann sigur gegn Norrköping og steig stórt skref í átt að sænska meistaratitlinum í knattspyrnu Kári var fyrirliði í leiknum í dag í fjarveru Markus Rosenberg sem venjulega ber fyrirliðabandið. Kári átti flottan leik í miðju varnarinnar hjá Malmö og skoraði fyrra mark liðsins í leiknum. Kári var í viðtali við sænska blaðið Sydsvenskan að leik loknum í dag. „Já, kannski var það þannig,“ sagði Kári þegar hann var spurður hvort þetta hefði verið klassískur íslenskur vinnusigur. „Við mættum í leikinn með það hugarfar að þetta væri alþjóðlegur útileikur. Það þýddi að vera ekki mikið með boltann á okkar vallarhelmingi þannig að það voru sendir margir langir boltar upp á framherjann,“ sagði Kári. Kári mætti aftur til Malmö í vikunni eftir vel heppnað landsleikjahlé þar sem hann skoraði gott skallamark gegn Finnlandi og lagði upp mark fyrir Alfreð Finnbogason í leiknum gegn Tyrkjum. Kári var áfram á skotskónum í dag og auðvitað skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu. „Ég er í markaformi, ég skoraði í landsleiknum líka og var búinn að æfa þetta í vikunni,“ bætti Kári við og þakkaði Viðari Erni Kjartanssyni fyrir hjálpina en Viðar Örn lék með Malmö á fyrri hluta tímabilsins og skoraði fjölmörg mörk. „Við höfum talað um að sækja í svæðin þar sem færin eru, hann er góður í því, og ég hef fengið ansi mörg færi undanfarið.“ Malmö er í góðri stöðu í sænsku deildinni og hefur sjö stiga forskot þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. „Ef við klárum þetta ekki, þá eigum við ekki skilið að vinna gullið,“ sagði Kári að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira