Gafst upp í miðjum leik og gaf stig: "Ég skulda ykkur ekki neitt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. október 2016 16:00 Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið úrskurðaður í átta vikna bann frá keppni í íþróttinni og sektaður um 25.000 dali eða þrjár milljónir króna fyrir hegðun sína í viðureign á móti Micsha Zverev á Shanghæ-meistaramótinu í síðustu viku. Kyrgios gafst hálfpartinn upp í miðjum leiknum sem hann tapaði í tveimur settum; 6-3 og 6-1. Hann sló boltann nokkrum sinnum létt yfir netið úr uppgjöf þannig Zverev gat auðveldlega skorað á móti og þá gekk Kyrgios út að hliðarlínu áður en ein uppgjöf Zverev snerti jörðina. Vandræðagemsinn Kyrgios byrjaði svo að öskra á áhorfendur sem bauluðu á hann fyrir þennan fíflagang. „Ég skulda ykkur ekki neitt,“ kallaði Ástralinn sem hefur áður komið sér í allskonar vandræði á mótaröðinni. Hann endurtók sig á blaðamannafundi eftir leikinn og sagði að hann skuldar áhorfendum nákvæmlega ekki neitt. Eftir að hann var úrskurðaður í bann kvað við annan tón þegar hann ræddi hegðun sína. „Ég sé eftir því að enda tímabilið svona. Ég skil ákvörðun sambandsins og virði hana. Tímabilið hefur verið langt og ég hef verið mikið meiddur. Líkaminn gafst bara upp í leiknum en það er engin afsökun og ég veit að ég þarf að biðja áhorfendur afsökunar,“ segir Nick Kyrgios. Ástralinn samþykkti að hitta sálfræðing á meðan banninu stendur þar sem hann játaði að þurfa að takast á við sín vandamál. Í spilaranum hér að ofan má sjá hegðun Kyrgios í leiknum en hér að neðan má sjá magnað stig sem hann vann í sama leik. Tennis Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið úrskurðaður í átta vikna bann frá keppni í íþróttinni og sektaður um 25.000 dali eða þrjár milljónir króna fyrir hegðun sína í viðureign á móti Micsha Zverev á Shanghæ-meistaramótinu í síðustu viku. Kyrgios gafst hálfpartinn upp í miðjum leiknum sem hann tapaði í tveimur settum; 6-3 og 6-1. Hann sló boltann nokkrum sinnum létt yfir netið úr uppgjöf þannig Zverev gat auðveldlega skorað á móti og þá gekk Kyrgios út að hliðarlínu áður en ein uppgjöf Zverev snerti jörðina. Vandræðagemsinn Kyrgios byrjaði svo að öskra á áhorfendur sem bauluðu á hann fyrir þennan fíflagang. „Ég skulda ykkur ekki neitt,“ kallaði Ástralinn sem hefur áður komið sér í allskonar vandræði á mótaröðinni. Hann endurtók sig á blaðamannafundi eftir leikinn og sagði að hann skuldar áhorfendum nákvæmlega ekki neitt. Eftir að hann var úrskurðaður í bann kvað við annan tón þegar hann ræddi hegðun sína. „Ég sé eftir því að enda tímabilið svona. Ég skil ákvörðun sambandsins og virði hana. Tímabilið hefur verið langt og ég hef verið mikið meiddur. Líkaminn gafst bara upp í leiknum en það er engin afsökun og ég veit að ég þarf að biðja áhorfendur afsökunar,“ segir Nick Kyrgios. Ástralinn samþykkti að hitta sálfræðing á meðan banninu stendur þar sem hann játaði að þurfa að takast á við sín vandamál. Í spilaranum hér að ofan má sjá hegðun Kyrgios í leiknum en hér að neðan má sjá magnað stig sem hann vann í sama leik.
Tennis Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira