Bjarni segir hugmyndir Framsóknar um Landspítala mjög til tjóns Ásgeir Erlendsson skrifar 17. október 2016 19:54 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hugmyndir um að reisa nýtt sjúkrahús utan Hringbrautar líkt og Framsóknarflokkurinn leggur til í stefnu sinni séu mjög til tjóns. Slíkar hugmyndir gætu tafið verkefnið um allt að fimmtán ár segir forstjóri spítalans. Uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut hófst formlega fyrir tæpu ári þegar fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu sjúkrahótels en framkvæmdirnar eru vel á veg komnar. Töluverð umræða skapaðist í mars þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lýsti miklum efasemdum um uppbyggingu spítalans á Hringbrautarsvæðinu, líkti henni við bútasaum og taldi Vífilstaði heppilegri staðsetningu. Framsóknarflokkurinn kynnti stefnumál sín í gær fyrir komandi kosningar en þar kom fram að flokkurinn leggi áherslu á að nýr spítali rísi á nýjum stað, utan Hringbrautar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vilja endurskoða áform um uppbyggingu við Hringbraut án þess að trufla þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segist vilja klára þá uppbyggingu sem þegar er hafin enda geti hugmyndir um annað tafið verkið. „Við teljum rétt að klára þau áform sem hafa verið lengi í bígerð og eru núna komin af stað, við Hringbraut. Hugmyndir um að fara eitthvert annað gætu tafið þetta verkefni og það væri mjög til tjóns. Allt það starfsfólk sem þarna er, tel ég að treysti á að við látum ekki verk úr hendi falla og höldum áfram. Og já, ég óttast að það setji öll þessi áform í svolítið óþægilega stöðu og muni tefja fyrir, ef menn ætla að rífa þau upp með rótum,“ segir Bjarni.Óforsvaranlegt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, bendir á að hugmyndir sem þessar feli í sér miklar tafir og bendir á að heilbrigðisráðherra hafi látið gera úttekt á töfum sem yrðu með breyttri staðsetningu. „Tafirnar yrðu tíu til fimmtán ár. Þá erum við ekki að tala um að meðferðarkjarni og nýbyggingar við Hringbraut rísi 2023, heldur 2033 til 2038. Það er algerlega óforsvaranlegt,“ segir Páll. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar 16. október 2016 15:47 Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. 17. október 2016 07:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hugmyndir um að reisa nýtt sjúkrahús utan Hringbrautar líkt og Framsóknarflokkurinn leggur til í stefnu sinni séu mjög til tjóns. Slíkar hugmyndir gætu tafið verkefnið um allt að fimmtán ár segir forstjóri spítalans. Uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut hófst formlega fyrir tæpu ári þegar fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu sjúkrahótels en framkvæmdirnar eru vel á veg komnar. Töluverð umræða skapaðist í mars þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lýsti miklum efasemdum um uppbyggingu spítalans á Hringbrautarsvæðinu, líkti henni við bútasaum og taldi Vífilstaði heppilegri staðsetningu. Framsóknarflokkurinn kynnti stefnumál sín í gær fyrir komandi kosningar en þar kom fram að flokkurinn leggi áherslu á að nýr spítali rísi á nýjum stað, utan Hringbrautar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vilja endurskoða áform um uppbyggingu við Hringbraut án þess að trufla þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segist vilja klára þá uppbyggingu sem þegar er hafin enda geti hugmyndir um annað tafið verkið. „Við teljum rétt að klára þau áform sem hafa verið lengi í bígerð og eru núna komin af stað, við Hringbraut. Hugmyndir um að fara eitthvert annað gætu tafið þetta verkefni og það væri mjög til tjóns. Allt það starfsfólk sem þarna er, tel ég að treysti á að við látum ekki verk úr hendi falla og höldum áfram. Og já, ég óttast að það setji öll þessi áform í svolítið óþægilega stöðu og muni tefja fyrir, ef menn ætla að rífa þau upp með rótum,“ segir Bjarni.Óforsvaranlegt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, bendir á að hugmyndir sem þessar feli í sér miklar tafir og bendir á að heilbrigðisráðherra hafi látið gera úttekt á töfum sem yrðu með breyttri staðsetningu. „Tafirnar yrðu tíu til fimmtán ár. Þá erum við ekki að tala um að meðferðarkjarni og nýbyggingar við Hringbraut rísi 2023, heldur 2033 til 2038. Það er algerlega óforsvaranlegt,“ segir Páll.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar 16. október 2016 15:47 Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. 17. október 2016 07:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar 16. október 2016 15:47
Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. 17. október 2016 07:30
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent