Nýi Toyota C-HR hýfður upp á Petersen svítuna Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2016 15:53 Fólk hélt niðrí sér andanum þegar nýr C-HR frá Toyota var hífður upp á þaksvalir Petersen svítunnar í gærkveldi. Bíllinn mun þó ekki stoppa lengi við á þakinu en hann verður heiðursgestur á sérstakri forsýningu sem verður haldin annað kvöld á bílnum fyrir boðsgesti Toyota. Það var stór kranabíll sem notaður var til verksins og sjá má hvernig þetta var gert í meðfylgjandi myndskeiði. Heimsbyggðin hefur aldrei verið ginkeyptari fyrir smáum jepplingum og nú og þeir bílaframleiðendur sem ekki nú þegar bjóða slíka bílgerð munu flestir gera það bráðlega. Söluaukning í þessum flokki er gríðarleg á milli ára og vestanhafs nemur hún 90%. Í þennan flokk bíla fellur einmitt nýjasta afurð Toyota, C-HR og sýndi Toyota bílinn í endanlegu útliti sínu á bílasýningunni í Genf í mars síðastliðnum, en nú er hann kominn til Íslands. Jepplingurinn er svo til óbreyttur frá tilraunaútgáfunni, C-HR Concept. Toyota C-HR verður í boði sem tvinnbíll, auk hefðbundinnar brunahreyfilsútgáfu. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Toyota Prius. Þessi nýi bíll Toyota er á stærð við Nissan Juke, Honda HR-V og Mazda CX-3 og er einmitt ætlað að keppa um hylli kaupenda við þá bíla. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Fólk hélt niðrí sér andanum þegar nýr C-HR frá Toyota var hífður upp á þaksvalir Petersen svítunnar í gærkveldi. Bíllinn mun þó ekki stoppa lengi við á þakinu en hann verður heiðursgestur á sérstakri forsýningu sem verður haldin annað kvöld á bílnum fyrir boðsgesti Toyota. Það var stór kranabíll sem notaður var til verksins og sjá má hvernig þetta var gert í meðfylgjandi myndskeiði. Heimsbyggðin hefur aldrei verið ginkeyptari fyrir smáum jepplingum og nú og þeir bílaframleiðendur sem ekki nú þegar bjóða slíka bílgerð munu flestir gera það bráðlega. Söluaukning í þessum flokki er gríðarleg á milli ára og vestanhafs nemur hún 90%. Í þennan flokk bíla fellur einmitt nýjasta afurð Toyota, C-HR og sýndi Toyota bílinn í endanlegu útliti sínu á bílasýningunni í Genf í mars síðastliðnum, en nú er hann kominn til Íslands. Jepplingurinn er svo til óbreyttur frá tilraunaútgáfunni, C-HR Concept. Toyota C-HR verður í boði sem tvinnbíll, auk hefðbundinnar brunahreyfilsútgáfu. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Toyota Prius. Þessi nýi bíll Toyota er á stærð við Nissan Juke, Honda HR-V og Mazda CX-3 og er einmitt ætlað að keppa um hylli kaupenda við þá bíla.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent