Luka Modric, miðjumaður Real Madrid og króatíska landsliðsins, verður frá næsta mánuðinn vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Madrídinga og Dortmund á dögunum.
Modric meiddist undir lok leiksins gegn Dortmund en hann kláraði leikinn þrátt fyrir það í 2-2 jafntefli í Þýskalandi.
Real Madrid staðfesti í gær að Modric hefði ekki æft með liðinu vegna meiðsla og að hann verði ekki með um helgina.
Talið er að Modric verði frá í mánuð en þá myndi hann missa af leikjum Króata gegn Kósovó og Finnlandi í riðli Íslands í undankeppni HM.
Hann ætti þó að ná leiknum gegn Íslandi þann 12. nóvember næstkomandi á Maksimir-leikvanginum í Zagreb.

