Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson skrifar 3. október 2016 00:00 Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur af stað út í kosningastarf 2016 í Suðurkjördæmi liggur beint við að spyrja á hvað frambjóðendur, flestir ferskir í boði eins og ég, leggja áherslu. Eflaust finna allir stjórnmálaflokkar meira eða minna sömu brýnu verkefnin að leysa; til dæmis í málefnum sem varða samgöngur, heilbrigðisþjónustu, menntamál, atvinnu og byggðaþróun, svo sumt sé nefnt. Á milli skilur langoftast þegar kemur að lausnum. Bæði aðferðum við lausnir og leiðum til að finna fjármagn til lausnanna. Og viðmið flokka og hreyfinga eru oftast ólík. Hverra hagsmunum viljum við þjóna? Þeirra sem afla síns viðurværis með eigin afli, þekkingu og hyggjuviti? Þeirra sem treysta á samfélagslega aðstoð vegna áfalla eða aldurs? Þeirra sem lifa af lágum launum og meðallaunum? Þeirra sem þrá betri lífsskilyrði og meiri menntun? Þeirra sem sjá sjálfbærar náttúrunytjar sem einan valkost til næstu áratuga? Þeirra sem skilja að fjölmenning er fólgin í byggð sem víðast á landinu og í sem opnustu samfélagi allra er vilja búa á Íslandi?Heildræna sýn á samfélagið og heiminn Þegar við sem skipum lista VG í víðáttumesta kjördæmi landsins hittum Sunnlendinga á næstu vikum, gildir meðal annars að hlusta á orð um hvað á ykkur brennur og færa rök fyrir því sem við teljum rétt að gera í þeirra ljósi. Við getum líka minnt á að stjórnmálahreyfing hefur heildræna sýn á samfélagið og heiminn langt fram í tímann en líka stefnu til eins eða tveggja kjörtímabila sem miðar að endurbótum á óréttlátu efnahagskerfi, daglegu lífi almennings og hnökróttu lýðræði. Ég ætla að vinna opið og heiðarlega að verkefnum sem mynda málefnaskrá og málefnalausnir VG í sem mestri samvinnu við jafnt liðsmenn hreyfingarinnar sem kjósendur, jafnvel aðra flokka ef unnt er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur af stað út í kosningastarf 2016 í Suðurkjördæmi liggur beint við að spyrja á hvað frambjóðendur, flestir ferskir í boði eins og ég, leggja áherslu. Eflaust finna allir stjórnmálaflokkar meira eða minna sömu brýnu verkefnin að leysa; til dæmis í málefnum sem varða samgöngur, heilbrigðisþjónustu, menntamál, atvinnu og byggðaþróun, svo sumt sé nefnt. Á milli skilur langoftast þegar kemur að lausnum. Bæði aðferðum við lausnir og leiðum til að finna fjármagn til lausnanna. Og viðmið flokka og hreyfinga eru oftast ólík. Hverra hagsmunum viljum við þjóna? Þeirra sem afla síns viðurværis með eigin afli, þekkingu og hyggjuviti? Þeirra sem treysta á samfélagslega aðstoð vegna áfalla eða aldurs? Þeirra sem lifa af lágum launum og meðallaunum? Þeirra sem þrá betri lífsskilyrði og meiri menntun? Þeirra sem sjá sjálfbærar náttúrunytjar sem einan valkost til næstu áratuga? Þeirra sem skilja að fjölmenning er fólgin í byggð sem víðast á landinu og í sem opnustu samfélagi allra er vilja búa á Íslandi?Heildræna sýn á samfélagið og heiminn Þegar við sem skipum lista VG í víðáttumesta kjördæmi landsins hittum Sunnlendinga á næstu vikum, gildir meðal annars að hlusta á orð um hvað á ykkur brennur og færa rök fyrir því sem við teljum rétt að gera í þeirra ljósi. Við getum líka minnt á að stjórnmálahreyfing hefur heildræna sýn á samfélagið og heiminn langt fram í tímann en líka stefnu til eins eða tveggja kjörtímabila sem miðar að endurbótum á óréttlátu efnahagskerfi, daglegu lífi almennings og hnökróttu lýðræði. Ég ætla að vinna opið og heiðarlega að verkefnum sem mynda málefnaskrá og málefnalausnir VG í sem mestri samvinnu við jafnt liðsmenn hreyfingarinnar sem kjósendur, jafnvel aðra flokka ef unnt er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun