Söguleg stigasöfnun Willums Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2016 06:00 grafík/fréttablaðið KR-ingar kórónuðu eina af flottari endurkomum seinni ára um helgina þegar liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppninni með 3-0 sigri á Fylki í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Liðið, sem sat í hópi neðstu liða eftir 9 umferðir með 9 stig og 8 mörk, endar Íslandsmótið sem heitasta lið Pepsi-deildarinnar. Willum Þór Þórsson fékk það verkefni að rífa KR-liðið upp úr volæðinu í vor og setti á endanum nýtt met í stigasöfnun hjá þjálfara sem hefur tekið við á miðju tímabili. Síðan þriggja stiga reglan var tekin upp hefur enginn þjálfari náð í fleiri stig á einu tímabili af þeim þjálfurum sem hafa ekki byrjað sumarið með viðkomandi liði.Rúnar átti metið áður Willum Þór bætti í sumar met Rúnars Kristinssonar frá 2010 en KR fékk þá 25 stig eftir að Rúnar tók við af Loga Ólafssyni um miðjan júlí. KR-liðið fékk 29 stig í þeim 13 leikjum sem Willum Þór stýrði í sumar. Stigametið hafði þar með staðið í sex ár eða síðan KR-ingar skiptu síðast um þjálfara á miðju tímabili. Það hefur því borgað sig að skipta um þjálfara í Vesturbænum þegar liðið hefur byrjað mótið illa. Rúnar á það enn á Willum að hafa náð í aðeins hærra hlutfall stiga í boði (76 á móti 74) auk þess að koma KR-liðinu alla leið í bikarúrslitaleikinn. Það var hins vegar enginn bikar í boði fyrir Willum enda hafði KR dottið út úr 32 liða úrslitum bikarsins á móti 1. deildar liði Selfoss. Rúnar Kristinsson hafði á sínum tíma slegið met Péturs Péturssonar frá 1994 en Pétur tók þá við Keflavíkurliðinu í byrjun júlí og landaði 23 stigum í 11 leikjum.Fjórfaldaði sigurleikina KR var aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar Willum Þór tók við liðinu af Bjarna Guðjónssyni eftir þriðja tap Vesturbæinga í röð í lok júní. Liðið vann aðeins 2 af 9 leikjum sínum með Bjarna í brúnni en sigrarnir voru 9 í 13 leikjum eftir að Willum tók sæti hans. Íslandsmeistarar FH voru á endanum aðeins fimm stigum á undan KR en KR-ingar unnu báðar innbyrðisviðureignir liðanna í sumar. Willum Þór gerði KR tvisvar að Íslandsmeisturum í upphafi 21. aldar en liðið náði hvorugt árið jafn miklum hluta af stigum í boði og í sumar. KR fékk 74 prósent stiga í boði eftir að Willum Þór tók við en hafði náð í 67 prósent (2002) og 61 prósent (2001) stiga í boði þegar Willum gerði Vesturbæjarfélagið að meistara.Pólitíkin að trufla þjálfarann Þrátt fyrir fyrir frábæran og sögulegan árangur hjá Willum Þór í sumar er ólíklegt að þingmaðurinn geti haldið áfram með liðið. Fram undan eru kosningar hjá Framsóknarmanninum og KR-ingar vilja örugglega ganga frá þjálfaramálum sínum fyrir þær. Stóra spurningin er hvort forráðamenn KR eru tilbúnir að bíða eftir örlögum Willums Þórs í pólitíkinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
KR-ingar kórónuðu eina af flottari endurkomum seinni ára um helgina þegar liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppninni með 3-0 sigri á Fylki í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Liðið, sem sat í hópi neðstu liða eftir 9 umferðir með 9 stig og 8 mörk, endar Íslandsmótið sem heitasta lið Pepsi-deildarinnar. Willum Þór Þórsson fékk það verkefni að rífa KR-liðið upp úr volæðinu í vor og setti á endanum nýtt met í stigasöfnun hjá þjálfara sem hefur tekið við á miðju tímabili. Síðan þriggja stiga reglan var tekin upp hefur enginn þjálfari náð í fleiri stig á einu tímabili af þeim þjálfurum sem hafa ekki byrjað sumarið með viðkomandi liði.Rúnar átti metið áður Willum Þór bætti í sumar met Rúnars Kristinssonar frá 2010 en KR fékk þá 25 stig eftir að Rúnar tók við af Loga Ólafssyni um miðjan júlí. KR-liðið fékk 29 stig í þeim 13 leikjum sem Willum Þór stýrði í sumar. Stigametið hafði þar með staðið í sex ár eða síðan KR-ingar skiptu síðast um þjálfara á miðju tímabili. Það hefur því borgað sig að skipta um þjálfara í Vesturbænum þegar liðið hefur byrjað mótið illa. Rúnar á það enn á Willum að hafa náð í aðeins hærra hlutfall stiga í boði (76 á móti 74) auk þess að koma KR-liðinu alla leið í bikarúrslitaleikinn. Það var hins vegar enginn bikar í boði fyrir Willum enda hafði KR dottið út úr 32 liða úrslitum bikarsins á móti 1. deildar liði Selfoss. Rúnar Kristinsson hafði á sínum tíma slegið met Péturs Péturssonar frá 1994 en Pétur tók þá við Keflavíkurliðinu í byrjun júlí og landaði 23 stigum í 11 leikjum.Fjórfaldaði sigurleikina KR var aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar Willum Þór tók við liðinu af Bjarna Guðjónssyni eftir þriðja tap Vesturbæinga í röð í lok júní. Liðið vann aðeins 2 af 9 leikjum sínum með Bjarna í brúnni en sigrarnir voru 9 í 13 leikjum eftir að Willum tók sæti hans. Íslandsmeistarar FH voru á endanum aðeins fimm stigum á undan KR en KR-ingar unnu báðar innbyrðisviðureignir liðanna í sumar. Willum Þór gerði KR tvisvar að Íslandsmeisturum í upphafi 21. aldar en liðið náði hvorugt árið jafn miklum hluta af stigum í boði og í sumar. KR fékk 74 prósent stiga í boði eftir að Willum Þór tók við en hafði náð í 67 prósent (2002) og 61 prósent (2001) stiga í boði þegar Willum gerði Vesturbæjarfélagið að meistara.Pólitíkin að trufla þjálfarann Þrátt fyrir fyrir frábæran og sögulegan árangur hjá Willum Þór í sumar er ólíklegt að þingmaðurinn geti haldið áfram með liðið. Fram undan eru kosningar hjá Framsóknarmanninum og KR-ingar vilja örugglega ganga frá þjálfaramálum sínum fyrir þær. Stóra spurningin er hvort forráðamenn KR eru tilbúnir að bíða eftir örlögum Willums Þórs í pólitíkinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira