Geir fékk tveggja mánaða laun í bónus á meðan aðrir fengu einn mánuð Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. október 2016 07:00 Geir Þorsteinsson. Vísir/AFP Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk tveggja mánaða laun greidd í bónus fyrir árangur karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Annað starfsfólk KSÍ, sem vann í Frakklandi, fékk einn mánuð greiddan í bónus. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest innan raða KSÍ. KSÍ greiðir ekki yfirvinnu en sökum vinnuálags í tengslum við EM í Frakklandi var samþykkt að greiða starfsfólki sambandsins aukamánuð. Á stjórnarfundi KSÍ í ágúst var borin fram tillaga fjárhagsnefndar sambandsins þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn en tillagan hljómaði upp á tvo mánuði sem nefndin samþykkti. „Greiðslur starfsmanna, leikmanna og mín eru trúnaðarmál. Ég get ekki staðfest eitt né neitt og sérstaklega ekki mín laun,“ segir Geir og bætir við að á ársþingi KSÍ í febrúar muni koma meiri upplýsingar um skiptingu bónusgreiðslna fyrir EM. Fyrir að komast í átta liða úrslit fékk KSÍ rúma tvo milljarða í verðlaunafé frá UEFA. Leikmenn fengu sinn skerf, starfsfólk aukamánuð, Geir fékk tvo mánuði greidda og aðildarfélög innan KSÍ fengu um 400 milljónir. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur gagnrýnt greiðslur til formannsins. Fréttablaðinu hefur reynst erfitt að fá nefndarmenn fjárhagsnefndarinnar og aðra formenn knattspyrnudeilda til að tjá sig um málið. KSÍ fær 33 milljónir frá ÍSÍ í styrki og sex milljónir frá getraunum á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun sambandsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Landsliðið fékk um tvo milljarða fyrir árangur sinn á EM í Frakklandi. KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands greiðir starfsmönnum launauppbót vegna EM í Frakklandi í sumar. Upphæðin samsvaraði mánaðarlaunum hvers starfsmanns. 26. september 2016 07:00 Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. 27. september 2016 07:00 Stelpurnar fá nokkur hundruð þúsund krónur í bónus fyrir EM-sætið Greiðslan frá KSÍ hækkar um fimmtíu prósent. 30. september 2016 10:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk tveggja mánaða laun greidd í bónus fyrir árangur karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Annað starfsfólk KSÍ, sem vann í Frakklandi, fékk einn mánuð greiddan í bónus. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest innan raða KSÍ. KSÍ greiðir ekki yfirvinnu en sökum vinnuálags í tengslum við EM í Frakklandi var samþykkt að greiða starfsfólki sambandsins aukamánuð. Á stjórnarfundi KSÍ í ágúst var borin fram tillaga fjárhagsnefndar sambandsins þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn en tillagan hljómaði upp á tvo mánuði sem nefndin samþykkti. „Greiðslur starfsmanna, leikmanna og mín eru trúnaðarmál. Ég get ekki staðfest eitt né neitt og sérstaklega ekki mín laun,“ segir Geir og bætir við að á ársþingi KSÍ í febrúar muni koma meiri upplýsingar um skiptingu bónusgreiðslna fyrir EM. Fyrir að komast í átta liða úrslit fékk KSÍ rúma tvo milljarða í verðlaunafé frá UEFA. Leikmenn fengu sinn skerf, starfsfólk aukamánuð, Geir fékk tvo mánuði greidda og aðildarfélög innan KSÍ fengu um 400 milljónir. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur gagnrýnt greiðslur til formannsins. Fréttablaðinu hefur reynst erfitt að fá nefndarmenn fjárhagsnefndarinnar og aðra formenn knattspyrnudeilda til að tjá sig um málið. KSÍ fær 33 milljónir frá ÍSÍ í styrki og sex milljónir frá getraunum á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun sambandsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Landsliðið fékk um tvo milljarða fyrir árangur sinn á EM í Frakklandi.
KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands greiðir starfsmönnum launauppbót vegna EM í Frakklandi í sumar. Upphæðin samsvaraði mánaðarlaunum hvers starfsmanns. 26. september 2016 07:00 Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. 27. september 2016 07:00 Stelpurnar fá nokkur hundruð þúsund krónur í bónus fyrir EM-sætið Greiðslan frá KSÍ hækkar um fimmtíu prósent. 30. september 2016 10:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands greiðir starfsmönnum launauppbót vegna EM í Frakklandi í sumar. Upphæðin samsvaraði mánaðarlaunum hvers starfsmanns. 26. september 2016 07:00
Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. 27. september 2016 07:00
Stelpurnar fá nokkur hundruð þúsund krónur í bónus fyrir EM-sætið Greiðslan frá KSÍ hækkar um fimmtíu prósent. 30. september 2016 10:00