Áhyggjufullt ævikvöld Preben Jón Pétursson skrifar 5. október 2016 14:46 Þeir sem síst skyldu, hluti eldri borgara sem nálgast starfslok, er einn þeirra hópa samfélagsins sem kvíðir komandi degi vegna krappra kjara og óboðlegra eftirlauna. Í stað þess að eldri borgurum sé boðið efnahagslega áhyggjulaust ævikvöld eru margir beinlínis óttaslegnir yfir eigin starfslokum, sem ættu að vera ánægjuleg tímamót í heilbrigðu samfélagi. Það er þyngra en tárum taki að þessi skuli vera orðin örlög hópsins sem stritaði baki brotnu við að skapa allsnægtir fyrir okkur hin; hópurinn sem breytti Íslandi úr bjargráðasamfélagi í velferðarsamfélag, a.m.k. um tíma.Þúsundir búa við fátækt Samkvæmt upplýsingum frá Öldrunarráði búa um 1.400 eldri borgarar við fátækt í Reykjavík. Leiða má líkum að því að hópurinn telji um 3.000 á landsvísu. Ekki er ólíklegt að langvarandi þunglyndi og kvíði hrjái þennan hóp. Margir hafa eflaust þurft að hafa fyrir sínu og lifað af smánarlega lágum atvinnutekjum. Þegar áhyggjum af brauðstritinu ætti að ljúka með töku eftirlauna blasir hins vegar svartnættið við sumum. Það segir sig sjálft að fólk með 300.000 króna mánaðartekjur eða lægri laun hefur þurft að skrimta án þess að hafa haft tækifæri til að leggja fyrir. Láglaunafólk á ekki stærri lífeyrissjóð en svo að skotsilfur hljóti enn að dragast saman við starfslok. Hver erum við sem þjóð að láta slíkan órétt viðgangast?Allir fái jafnháar greiðslur Hinn napra veruleika mætti uppræta með því að mótframlag frá atvinnurekanda í lífeyrissjóð færi í sameiginlegan sjóð (líkt og tryggingargjald) þar sem allir launþegar fengju jafn háar greiðslur á mánuði. Þá myndi hagur hinna lægst launuðu batna mjög. Ótta, óöryggi, kvíða og fátækt yrði rutt úr vegi. Lífsgæði hinna betur launuðu myndu á sama tíma ekki skerðast verulega, enda eru þeir í flestum tilvikum sæmilega staddir þegar kemur að starfslokum. Öll störf eru mikilvæg, öll störf krefjast fórna og útheimta samviskusemi. Hver einasti launamaður á rétt á traustu og áhyggjulausu ævikvöldi. Það er tímabært að uppræta þessa þjóðarskömm. Nái ég kjöri sem alþingismaður mun ég beita mér fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðaustur Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem síst skyldu, hluti eldri borgara sem nálgast starfslok, er einn þeirra hópa samfélagsins sem kvíðir komandi degi vegna krappra kjara og óboðlegra eftirlauna. Í stað þess að eldri borgurum sé boðið efnahagslega áhyggjulaust ævikvöld eru margir beinlínis óttaslegnir yfir eigin starfslokum, sem ættu að vera ánægjuleg tímamót í heilbrigðu samfélagi. Það er þyngra en tárum taki að þessi skuli vera orðin örlög hópsins sem stritaði baki brotnu við að skapa allsnægtir fyrir okkur hin; hópurinn sem breytti Íslandi úr bjargráðasamfélagi í velferðarsamfélag, a.m.k. um tíma.Þúsundir búa við fátækt Samkvæmt upplýsingum frá Öldrunarráði búa um 1.400 eldri borgarar við fátækt í Reykjavík. Leiða má líkum að því að hópurinn telji um 3.000 á landsvísu. Ekki er ólíklegt að langvarandi þunglyndi og kvíði hrjái þennan hóp. Margir hafa eflaust þurft að hafa fyrir sínu og lifað af smánarlega lágum atvinnutekjum. Þegar áhyggjum af brauðstritinu ætti að ljúka með töku eftirlauna blasir hins vegar svartnættið við sumum. Það segir sig sjálft að fólk með 300.000 króna mánaðartekjur eða lægri laun hefur þurft að skrimta án þess að hafa haft tækifæri til að leggja fyrir. Láglaunafólk á ekki stærri lífeyrissjóð en svo að skotsilfur hljóti enn að dragast saman við starfslok. Hver erum við sem þjóð að láta slíkan órétt viðgangast?Allir fái jafnháar greiðslur Hinn napra veruleika mætti uppræta með því að mótframlag frá atvinnurekanda í lífeyrissjóð færi í sameiginlegan sjóð (líkt og tryggingargjald) þar sem allir launþegar fengju jafn háar greiðslur á mánuði. Þá myndi hagur hinna lægst launuðu batna mjög. Ótta, óöryggi, kvíða og fátækt yrði rutt úr vegi. Lífsgæði hinna betur launuðu myndu á sama tíma ekki skerðast verulega, enda eru þeir í flestum tilvikum sæmilega staddir þegar kemur að starfslokum. Öll störf eru mikilvæg, öll störf krefjast fórna og útheimta samviskusemi. Hver einasti launamaður á rétt á traustu og áhyggjulausu ævikvöldi. Það er tímabært að uppræta þessa þjóðarskömm. Nái ég kjöri sem alþingismaður mun ég beita mér fyrir því.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun