Kosningaloforðin við aldraða frá 2013 svikin! Björgvin Guðmundsson skrifar 6. október 2016 07:00 Nú er stutt orðið í alþingiskosningar en þær verða 29. október. Athyglisvert er, að þegar komið er að alþingiskosningum 2016, eru stjórnarflokkarnir ekki enn farnir að efna stærstu kosningaloforðin, sem þeir gáfu fyrir kosningarnar 2013! Frambjóðendur til Alþingis virðast telja, að þeir geti lofað öllu fögru fyrir kosningar og svikið síðan loforðin. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð fyrir síðustu alþingiskosningar: Þeir lofuðu að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa á krepputímanum. Þetta var tekið mjög skýrt fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var samþykkt að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar laun hækka meira en lífeyrir. Ríkisstjórnin hefur ekki lyft litla fingri í því að efna þetta stóra kosningaloforð. Það hefur gersamlega verið svikið. Það er alvarlegt mál. Nú hafa kjósendur tækifæri til þess að refsa þeim fyrir svikin. Stjórnarflokkarnir lofuðu einnig að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Núverandi ríkisstjórn afturkallaði tvö þessara atriða á sumarþinginu 2013: Frítekjumark vegna atvinnutekna, sem hafði verið lækkað, var hækkað á ný í 109 þúsund kr. á mánuði. Grunnlífeyrir, sem hafði verið skertur hjá þeim efnameiri 2009, var leiðréttur á ný. Þessi tvö atriði voru ódýr fyrir ríkissjóð og gögnuðust þeim sem voru vel staddir. Annað gerði ríkisstjórnin ekki þá og gerði ekki meira til þess að efna kosningaloforð, sem hún hafði gefið öldruðum og öryrkjum. Eitt atriði af þessum sex rann út af sjálfu sér. Það var tímabundið; hækkun á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar. Sú hækkun gekk til baka 2014.Svik Bjarni Benediktsson gaf öldruðum stórt kosningaloforð í bréfi 2013. Hann lofaði að afnema alla tekjutengingu lífeyris aldraðra. Þetta var stórt kosningaloforð; skerðingar valda öldruðum mikilli kjaraskerðingu. Bjarni hefur ekki efnt þetta loforð. Þetta loforð þýðir afnám skerðingar lífeyris aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Það litla, sem var gert til leiðréttingar útreiknings grunnlífeyris, skiptir litlu máli í þessu sambandi. Eftir sem áður voru framkvæmdar miklar skerðingar á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Allur fjöldinn, sem var með lítinn lífeyrissjóð eða í meðallagi stóran, sætti mikilli skerðingu. Og tekjutengingar vegna tekna af fjármagni og atvinnu í fullu gildi. Ekki hefur verið staðið við kosningaloforð Bjarna Benediktssonar við aldraða. Það litla, sem ríkisstjórnin leiðrétti á sumarþinginu 2013 er tekið til baka í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar. Grunnlífeyrir felldur niður og frítekjumark vegna atvinnutekna afnumið! Yfirskrift fráfarandi ríkisstjórnar er : Svik, svik, svik.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er stutt orðið í alþingiskosningar en þær verða 29. október. Athyglisvert er, að þegar komið er að alþingiskosningum 2016, eru stjórnarflokkarnir ekki enn farnir að efna stærstu kosningaloforðin, sem þeir gáfu fyrir kosningarnar 2013! Frambjóðendur til Alþingis virðast telja, að þeir geti lofað öllu fögru fyrir kosningar og svikið síðan loforðin. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð fyrir síðustu alþingiskosningar: Þeir lofuðu að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa á krepputímanum. Þetta var tekið mjög skýrt fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var samþykkt að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar laun hækka meira en lífeyrir. Ríkisstjórnin hefur ekki lyft litla fingri í því að efna þetta stóra kosningaloforð. Það hefur gersamlega verið svikið. Það er alvarlegt mál. Nú hafa kjósendur tækifæri til þess að refsa þeim fyrir svikin. Stjórnarflokkarnir lofuðu einnig að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Núverandi ríkisstjórn afturkallaði tvö þessara atriða á sumarþinginu 2013: Frítekjumark vegna atvinnutekna, sem hafði verið lækkað, var hækkað á ný í 109 þúsund kr. á mánuði. Grunnlífeyrir, sem hafði verið skertur hjá þeim efnameiri 2009, var leiðréttur á ný. Þessi tvö atriði voru ódýr fyrir ríkissjóð og gögnuðust þeim sem voru vel staddir. Annað gerði ríkisstjórnin ekki þá og gerði ekki meira til þess að efna kosningaloforð, sem hún hafði gefið öldruðum og öryrkjum. Eitt atriði af þessum sex rann út af sjálfu sér. Það var tímabundið; hækkun á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar. Sú hækkun gekk til baka 2014.Svik Bjarni Benediktsson gaf öldruðum stórt kosningaloforð í bréfi 2013. Hann lofaði að afnema alla tekjutengingu lífeyris aldraðra. Þetta var stórt kosningaloforð; skerðingar valda öldruðum mikilli kjaraskerðingu. Bjarni hefur ekki efnt þetta loforð. Þetta loforð þýðir afnám skerðingar lífeyris aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Það litla, sem var gert til leiðréttingar útreiknings grunnlífeyris, skiptir litlu máli í þessu sambandi. Eftir sem áður voru framkvæmdar miklar skerðingar á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Allur fjöldinn, sem var með lítinn lífeyrissjóð eða í meðallagi stóran, sætti mikilli skerðingu. Og tekjutengingar vegna tekna af fjármagni og atvinnu í fullu gildi. Ekki hefur verið staðið við kosningaloforð Bjarna Benediktssonar við aldraða. Það litla, sem ríkisstjórnin leiðrétti á sumarþinginu 2013 er tekið til baka í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar. Grunnlífeyrir felldur niður og frítekjumark vegna atvinnutekna afnumið! Yfirskrift fráfarandi ríkisstjórnar er : Svik, svik, svik.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar