Auðvelt að sjá það sanna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Í flóknum málum getur verið erfitt að sjá hverjir segja satt og rétt frá. En stundum er það furðu auðvelt. Þannig er það með deilurnar um frumvarp sem breyta á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. BSRB undirritaði, ásamt öðrum heildarsamtökum opinberra starfsmanna, samkomulag um nýtt lífeyriskerfi við ríki og sveitarfélög þann 19. september síðastliðinn. Bandalagið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem byggir á því og telur frumvarpið ekki endurspegla það samkomulag sem var undirritað. Undir það taka hin heildarsamtökin sem undirrituðu samkomulagið. Fjármálaráðherra hefur fullyrt að bandalög opinberra starfsmanna séu nú að bæta við nýjum samningskröfum. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. BSRB stendur fullkomlega við samkomulagið og myndi fagna því verði frumvarp þar sem efni þess endurspeglast með réttum hætti samþykkt. Hér stangast fullyrðingar á og einhver gæti haldið að erfitt væri að skera úr um réttmæti fullyrðinganna. Það auðveldar vissulega þeim vinnuna sem vilja kanna sannleiksgildið að fyrir liggur skriflegt samkomulag, auk kynningarefnis sem fjármálaráðherra fór yfir á fundi með fjölmiðlum eftir undirritun samkomulagsins. Í samkomulaginu eru markmið og forsendur tíunduð í upphafi: „Réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulagi þessu.“ Orðalag í kynningu ráðherra var svo til orðrétt það sama. Í frumvarpinu er þetta markmið ekki uppfyllt. Í stað þess að tala um sjóðfélaga, sem nær yfir bæði þá sem eru að greiða í lífeyrissjóðinn, hafa greitt í hann, eða hafa hafið töku lífeyris, er komið nýtt hugtak. Í frumvarpinu er talað um „virka greiðendur“, sem eru aðeins þeir sem greiddu í sjóðinn á yfirstandandi ári.Stjórnvöld standi við samkomulagið Það þarf ekki lögspeking til að átta sig á muninum á þessu tvennu. Svo því sé haldið til haga gerði BSRB skriflegar athugasemdir við þetta orðalag í tölvupósti til ráðuneytisins þann 11. september, án þess að við því væri brugðist. BSRB gerir þá skýru kröfu að úr þessu verði bætt áður en málið verður afgreitt á Alþingi og að tekið verði að fullu tillit til athugasemda í umsögn bandalagsins við frumvarpið. Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld standi við skriflegt samkomulag. Þá má minna á að í allri umræðu í aðdraganda samkomulagsins var talað um að ekki yrði haldið áfram með málið nema allir væru sammála. Hvers vegna hefur það breyst á síðustu metrunum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í flóknum málum getur verið erfitt að sjá hverjir segja satt og rétt frá. En stundum er það furðu auðvelt. Þannig er það með deilurnar um frumvarp sem breyta á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. BSRB undirritaði, ásamt öðrum heildarsamtökum opinberra starfsmanna, samkomulag um nýtt lífeyriskerfi við ríki og sveitarfélög þann 19. september síðastliðinn. Bandalagið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem byggir á því og telur frumvarpið ekki endurspegla það samkomulag sem var undirritað. Undir það taka hin heildarsamtökin sem undirrituðu samkomulagið. Fjármálaráðherra hefur fullyrt að bandalög opinberra starfsmanna séu nú að bæta við nýjum samningskröfum. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. BSRB stendur fullkomlega við samkomulagið og myndi fagna því verði frumvarp þar sem efni þess endurspeglast með réttum hætti samþykkt. Hér stangast fullyrðingar á og einhver gæti haldið að erfitt væri að skera úr um réttmæti fullyrðinganna. Það auðveldar vissulega þeim vinnuna sem vilja kanna sannleiksgildið að fyrir liggur skriflegt samkomulag, auk kynningarefnis sem fjármálaráðherra fór yfir á fundi með fjölmiðlum eftir undirritun samkomulagsins. Í samkomulaginu eru markmið og forsendur tíunduð í upphafi: „Réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulagi þessu.“ Orðalag í kynningu ráðherra var svo til orðrétt það sama. Í frumvarpinu er þetta markmið ekki uppfyllt. Í stað þess að tala um sjóðfélaga, sem nær yfir bæði þá sem eru að greiða í lífeyrissjóðinn, hafa greitt í hann, eða hafa hafið töku lífeyris, er komið nýtt hugtak. Í frumvarpinu er talað um „virka greiðendur“, sem eru aðeins þeir sem greiddu í sjóðinn á yfirstandandi ári.Stjórnvöld standi við samkomulagið Það þarf ekki lögspeking til að átta sig á muninum á þessu tvennu. Svo því sé haldið til haga gerði BSRB skriflegar athugasemdir við þetta orðalag í tölvupósti til ráðuneytisins þann 11. september, án þess að við því væri brugðist. BSRB gerir þá skýru kröfu að úr þessu verði bætt áður en málið verður afgreitt á Alþingi og að tekið verði að fullu tillit til athugasemda í umsögn bandalagsins við frumvarpið. Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld standi við skriflegt samkomulag. Þá má minna á að í allri umræðu í aðdraganda samkomulagsins var talað um að ekki yrði haldið áfram með málið nema allir væru sammála. Hvers vegna hefur það breyst á síðustu metrunum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar