Íbúar í Suðvesturkjördæmi, sem jafnan er kallað Kraginn í daglegu tali, kalla eftir samgöngubótum á sínu svæði líkt og íbúar annarra kjördæma landsins. Þá helst er talað um að klára Arnarnesveginn og koma upp mislægum gatnamótum til að auðvelda ökumönnum að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðismálin eru einnig rædd og talað um að hátt vaxtastig sé að sliga fólk og of mikil áhersla sé lögð á byggingu dýrara húsnæðis. Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta kjördæmi landsins en til þess teljast öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur. Fjöldi kjósenda í kjördæminu í ár samkvæmt tölum frá Þjóðskrá eru 68.242, eða 27 prósent kjósenda á landinu.Frá Hafnarfirði sem tilheyrir Kraganum.Vísir/GVAEf draga ætti upp mynd af hinum „almenna“ kjósanda í kjördæminu þá væri það manneskja sem eru hluti klassískri úthverfafjölskyldu með miklar skuldbindingar þar sem mikið gengur á við að komast í og úr vinnu, skóla, íþróttum og öðrum tómstundum.Samgöngumál: Mislæg gatnamót, hringtorg og ArnarnesvegurÍ samtölum við fólk í kjördæminu kom í einhverjum tilfellum fram óánægja með hversu litlu fjármagni er veitt í samgöngubætur í Suðvesturkjördæmi miðað við hversu margir búa þar. Þetta á sér skýringar í samningi á milli innanríkisráðuneytisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um að ekki eigi að fara í nýframkvæmdir á þessu svæði í tíu ár. Samningurinn var undirritaður árið 2013 og miðaði við að fjármagnið ætti fremur að nýtast í umbætur á almenningssamgöngum og vistvænum ferðamáta. Hefur því áherslan verið lögð á bætt umferðarflæði, almenningssamgöngur, sérreinar, endurnýjun á ljósum, hjóla- og göngustíga, göngubrýr og undirgöng.Sjá einnig:Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Þeir sem Vísir ræddi við voru á því að gera þurfi mikið til að bæta samgöngur í kjördæminu. Var til að mynda kallað eftir mislægum gatnamótum við Bústaðaveg, Engidal og Kaplakrika, en einnig mislægum gatnamótum við Reykjanesveg og Krýsuvíkurveg. Þá var einnig kallað eftir tvöföldun á kaflanum sem eftir er af Reykjanesbrautinni, það er frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði og að Straumsvík. Sömuleiðis er kallað eftir úrbætum er varðar hringtorgið sem er á Reykjanesbrautinni og fer fram hjá Setbergshverfinu í Hafnarfirði. Þar sé mikill umferðarþungi og aðgerðir þarfar til að koma til móts við hann. Vinna við Arnarnesveg, frá mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut að Fífuhvammsvegi, er á áætlun og verður sú leið opnuð fyrir áramót ef allt gengur eftir. Þeir sem Vísir ræddu við vilja að vegurinn verði hins vegar kláraður að fullu, úr Salahverfi og að Breiðholtsbraut sem er sagt nýtast öllu höfuðborgarsvæðinu.Í þessu fjölmennasta kjördæmi landsins eru húsnæðismálin sannarlega ofarlega á döfinni.Vísir/GVAHúsnæðismálin: Áhyggjur af ungu fólki Í þessu fjölmennasta kjördæmi landsins eru húsnæðismálin sannarlega ofarlega á döfinni. Hátt vaxtarstig er sagt sliga þá sem hafa skuldsett sig og þá sem eru að íhuga að festa kaup á húsnæði. Finnst mörgum það vera áhyggjuefni hve erfitt það er fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði hér á landi, sérstaklega sé staðan slæm í samanburði við ungt fólk í nágrannaríkjunum.Tæplega 40 prósent fólks á þrítugsaldri býr enn í foreldrahúsum samkvæmt tölum frá Hagstofunni frá því í fyrra. Talið er nauðsynlegt að lækka vexti á lánum og útvega íbúðir á stærra verðbili og auka þannig val á húsnæðismarkaði.Sjá einnig:Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðvesturkjördæmi „Ungt fólk gefst margt upp og flyst til útlanda,“ sagði einn af viðmælendum Vísis en það er sagt erfitt að finna lausnir sem skipta máli fyrir þennan aldurshóp og að of mikil áhersla hafi verið lögð á byggingu dýrara húsnæðis.Íbúar í kjördæminu hafa mátt horfa á eftir opinberum störfum á þessu kjörtímabili sem brátt tekur enda.Vísir/ValgarðOpinber störf horfið Íbúar í kjördæminu hafa mátt horfa á eftir opinberum störfum á þessu kjörtímabili sem brátt tekur enda. Árið 2014 ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Stofnunin tók formlega til starfa á Akureyri 1. janúar síðastliðinn og starfa þar í dag tólf starfsmenn en búist er við að í kringum 30 starfsmenn verði þar í það heila þegar flutningurinn hefur gengið í gegn að fullu. Hátt í 30 starfsmenn starfa enn á starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði en sá hátturinn verður hafður á að ef einhver hættir hjá starfsstöðinni í Hafnarfirði verður nýr starfsmaður ráðinn á Akureyri.Þá var Sankti Jósefsspítala lokað árið 2011 og fóru þar með nítján stöðugildi úr sveitarfélaginu Hafnarfirði. Sveitarfélagið hefur einnig horft á eftir verkefnum frá sýslumanni og skattinum.Sjá einnig:Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum í Reykjavík Þar með er ekki öll sagan sögð því undir lok árs ákvað útgerðarfélagið Stálskip að selja allan kvóta fyrirtækisins og skip félagsins til Rússlands. Er kallað eftir því að Hafnarfjörður fái hlut í byggðakvóta því þetta sé atvinnustarfsemi sem fólk þar í bæ vill halda.Þegar talið berst að löggæslu er ekki mikið um bjartsýni.Vísir/PjeturErfitt verður að koma löggæslu í samt horf Þegar talið berst að löggæslu er ekki mikið um bjartsýni. Fjárveitingar til lögreglunnar eru sagðar hafa setið algjörlega á hakanum á meðan verkefnum fjölgar gífurlega samhliða auknum straumi ferðamanna til landsins. Er það svo að lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu er undirmannað miðað við fjölda verkefna og mun að margra mati reynast afar erfitt að manna stöður í ljósi bágra kjara sem standa lögreglumönnum til boða er varða laun og vinnutíma. Hafa margir horfið til annarra starfa sem borga betur. Gera þurfi mikið átak af hálfu yfirvaldsins til að koma löggæslumálum í viðunandi horf.Sveitastjórnarmál: Tekjustofnar skertir Skerðing tekjustofna sveitarfélaga er sögð hafa komið illa við sveitarfélög í Suðvesturkjördæmi sem hafi bitnað á þjónustu við íbúa. Þá hafi yfirtaka sveitarfélaga á málefnum fatlaðra ekki reynst vel og hún lagst þungt á rekstur þeirra.Vísir/GVASuðvesturkjördæmi hefur ellefu sæti á þingi auk tveggja jöfnunarþingsæta. Í kjördæminu eru öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins utan Reykjavíkur, það er Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur. Alls voru 63.125 manns á kjörskrá í kjördæminu fyrir kosningarnar árið 2013 og greiddu 50.826 manns atkvæði. Suðvesturkjördæmi er það kjördæmi þar sem voru flest atkvæði á bakvið hvern þingmann, eða 4.856 í kosningunum 2013. Kjördæmið er stundum kallað Kraginn vegna þess hvernig það umlykur Reykjavík. Þingmenn kjördæmisins eru Bjarni Benediktsson (D), Eygló Harðardóttir (B), Ragnheiður Ríkharðsdóttir (D), Árni Páll Árnason (S), Willum Þór Þórsson (B), Jón Gunnarsson (D), Guðmundur Steingrímsson (A), Ögmundur Jónasson (V), Vilhjálmur Bjarnason (D), Þorsteinn Sæmundsson (B), Katrín Júlíusdóttir (S), Birgitta Jónsdóttir (Þ) og Elín Hirst (D).Kjördæmapot Vísis er hluti af kosningaumfjöllun miðilsins en rýnt verður í önnur kjördæmi í vikunni. Við vinnslu úttektarinnar var haft samband við fjölda fólks víðs vegar um kjördæmið til að draga upp heildstæða mynd af þeim málum sem helst brenna á fólki í kjördæminu. Í samtölum við viðmælendur var tekið fram að nöfn þeirra yrðu ekki gefin upp. Fréttaskýringar Kosningar 2016 X16 Suðvestur Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum í Reykjavík Sprungið gatnakerfi, vanræktar almenningssamgöngur og fjársvelt heilbrigðiskerfi virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast á íbúum Reykjavíkur. 4. október 2016 10:15 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðvesturkjördæmi Vesturlandsvegurinn, fiskeldi, uppboðsleiðin og byggðamál. 3. október 2016 10:00 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent
Íbúar í Suðvesturkjördæmi, sem jafnan er kallað Kraginn í daglegu tali, kalla eftir samgöngubótum á sínu svæði líkt og íbúar annarra kjördæma landsins. Þá helst er talað um að klára Arnarnesveginn og koma upp mislægum gatnamótum til að auðvelda ökumönnum að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðismálin eru einnig rædd og talað um að hátt vaxtastig sé að sliga fólk og of mikil áhersla sé lögð á byggingu dýrara húsnæðis. Suðvesturkjördæmi er fjölmennasta kjördæmi landsins en til þess teljast öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur. Fjöldi kjósenda í kjördæminu í ár samkvæmt tölum frá Þjóðskrá eru 68.242, eða 27 prósent kjósenda á landinu.Frá Hafnarfirði sem tilheyrir Kraganum.Vísir/GVAEf draga ætti upp mynd af hinum „almenna“ kjósanda í kjördæminu þá væri það manneskja sem eru hluti klassískri úthverfafjölskyldu með miklar skuldbindingar þar sem mikið gengur á við að komast í og úr vinnu, skóla, íþróttum og öðrum tómstundum.Samgöngumál: Mislæg gatnamót, hringtorg og ArnarnesvegurÍ samtölum við fólk í kjördæminu kom í einhverjum tilfellum fram óánægja með hversu litlu fjármagni er veitt í samgöngubætur í Suðvesturkjördæmi miðað við hversu margir búa þar. Þetta á sér skýringar í samningi á milli innanríkisráðuneytisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um að ekki eigi að fara í nýframkvæmdir á þessu svæði í tíu ár. Samningurinn var undirritaður árið 2013 og miðaði við að fjármagnið ætti fremur að nýtast í umbætur á almenningssamgöngum og vistvænum ferðamáta. Hefur því áherslan verið lögð á bætt umferðarflæði, almenningssamgöngur, sérreinar, endurnýjun á ljósum, hjóla- og göngustíga, göngubrýr og undirgöng.Sjá einnig:Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Þeir sem Vísir ræddi við voru á því að gera þurfi mikið til að bæta samgöngur í kjördæminu. Var til að mynda kallað eftir mislægum gatnamótum við Bústaðaveg, Engidal og Kaplakrika, en einnig mislægum gatnamótum við Reykjanesveg og Krýsuvíkurveg. Þá var einnig kallað eftir tvöföldun á kaflanum sem eftir er af Reykjanesbrautinni, það er frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði og að Straumsvík. Sömuleiðis er kallað eftir úrbætum er varðar hringtorgið sem er á Reykjanesbrautinni og fer fram hjá Setbergshverfinu í Hafnarfirði. Þar sé mikill umferðarþungi og aðgerðir þarfar til að koma til móts við hann. Vinna við Arnarnesveg, frá mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut að Fífuhvammsvegi, er á áætlun og verður sú leið opnuð fyrir áramót ef allt gengur eftir. Þeir sem Vísir ræddu við vilja að vegurinn verði hins vegar kláraður að fullu, úr Salahverfi og að Breiðholtsbraut sem er sagt nýtast öllu höfuðborgarsvæðinu.Í þessu fjölmennasta kjördæmi landsins eru húsnæðismálin sannarlega ofarlega á döfinni.Vísir/GVAHúsnæðismálin: Áhyggjur af ungu fólki Í þessu fjölmennasta kjördæmi landsins eru húsnæðismálin sannarlega ofarlega á döfinni. Hátt vaxtarstig er sagt sliga þá sem hafa skuldsett sig og þá sem eru að íhuga að festa kaup á húsnæði. Finnst mörgum það vera áhyggjuefni hve erfitt það er fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði hér á landi, sérstaklega sé staðan slæm í samanburði við ungt fólk í nágrannaríkjunum.Tæplega 40 prósent fólks á þrítugsaldri býr enn í foreldrahúsum samkvæmt tölum frá Hagstofunni frá því í fyrra. Talið er nauðsynlegt að lækka vexti á lánum og útvega íbúðir á stærra verðbili og auka þannig val á húsnæðismarkaði.Sjá einnig:Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðvesturkjördæmi „Ungt fólk gefst margt upp og flyst til útlanda,“ sagði einn af viðmælendum Vísis en það er sagt erfitt að finna lausnir sem skipta máli fyrir þennan aldurshóp og að of mikil áhersla hafi verið lögð á byggingu dýrara húsnæðis.Íbúar í kjördæminu hafa mátt horfa á eftir opinberum störfum á þessu kjörtímabili sem brátt tekur enda.Vísir/ValgarðOpinber störf horfið Íbúar í kjördæminu hafa mátt horfa á eftir opinberum störfum á þessu kjörtímabili sem brátt tekur enda. Árið 2014 ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Stofnunin tók formlega til starfa á Akureyri 1. janúar síðastliðinn og starfa þar í dag tólf starfsmenn en búist er við að í kringum 30 starfsmenn verði þar í það heila þegar flutningurinn hefur gengið í gegn að fullu. Hátt í 30 starfsmenn starfa enn á starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði en sá hátturinn verður hafður á að ef einhver hættir hjá starfsstöðinni í Hafnarfirði verður nýr starfsmaður ráðinn á Akureyri.Þá var Sankti Jósefsspítala lokað árið 2011 og fóru þar með nítján stöðugildi úr sveitarfélaginu Hafnarfirði. Sveitarfélagið hefur einnig horft á eftir verkefnum frá sýslumanni og skattinum.Sjá einnig:Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum í Reykjavík Þar með er ekki öll sagan sögð því undir lok árs ákvað útgerðarfélagið Stálskip að selja allan kvóta fyrirtækisins og skip félagsins til Rússlands. Er kallað eftir því að Hafnarfjörður fái hlut í byggðakvóta því þetta sé atvinnustarfsemi sem fólk þar í bæ vill halda.Þegar talið berst að löggæslu er ekki mikið um bjartsýni.Vísir/PjeturErfitt verður að koma löggæslu í samt horf Þegar talið berst að löggæslu er ekki mikið um bjartsýni. Fjárveitingar til lögreglunnar eru sagðar hafa setið algjörlega á hakanum á meðan verkefnum fjölgar gífurlega samhliða auknum straumi ferðamanna til landsins. Er það svo að lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu er undirmannað miðað við fjölda verkefna og mun að margra mati reynast afar erfitt að manna stöður í ljósi bágra kjara sem standa lögreglumönnum til boða er varða laun og vinnutíma. Hafa margir horfið til annarra starfa sem borga betur. Gera þurfi mikið átak af hálfu yfirvaldsins til að koma löggæslumálum í viðunandi horf.Sveitastjórnarmál: Tekjustofnar skertir Skerðing tekjustofna sveitarfélaga er sögð hafa komið illa við sveitarfélög í Suðvesturkjördæmi sem hafi bitnað á þjónustu við íbúa. Þá hafi yfirtaka sveitarfélaga á málefnum fatlaðra ekki reynst vel og hún lagst þungt á rekstur þeirra.Vísir/GVASuðvesturkjördæmi hefur ellefu sæti á þingi auk tveggja jöfnunarþingsæta. Í kjördæminu eru öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins utan Reykjavíkur, það er Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur. Alls voru 63.125 manns á kjörskrá í kjördæminu fyrir kosningarnar árið 2013 og greiddu 50.826 manns atkvæði. Suðvesturkjördæmi er það kjördæmi þar sem voru flest atkvæði á bakvið hvern þingmann, eða 4.856 í kosningunum 2013. Kjördæmið er stundum kallað Kraginn vegna þess hvernig það umlykur Reykjavík. Þingmenn kjördæmisins eru Bjarni Benediktsson (D), Eygló Harðardóttir (B), Ragnheiður Ríkharðsdóttir (D), Árni Páll Árnason (S), Willum Þór Þórsson (B), Jón Gunnarsson (D), Guðmundur Steingrímsson (A), Ögmundur Jónasson (V), Vilhjálmur Bjarnason (D), Þorsteinn Sæmundsson (B), Katrín Júlíusdóttir (S), Birgitta Jónsdóttir (Þ) og Elín Hirst (D).Kjördæmapot Vísis er hluti af kosningaumfjöllun miðilsins en rýnt verður í önnur kjördæmi í vikunni. Við vinnslu úttektarinnar var haft samband við fjölda fólks víðs vegar um kjördæmið til að draga upp heildstæða mynd af þeim málum sem helst brenna á fólki í kjördæminu. Í samtölum við viðmælendur var tekið fram að nöfn þeirra yrðu ekki gefin upp.
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum í Reykjavík Sprungið gatnakerfi, vanræktar almenningssamgöngur og fjársvelt heilbrigðiskerfi virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast á íbúum Reykjavíkur. 4. október 2016 10:15
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðvesturkjördæmi Vesturlandsvegurinn, fiskeldi, uppboðsleiðin og byggðamál. 3. október 2016 10:00
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30