Þorgerður Katrín enn hlynnt búrkubanni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2016 10:38 Þorgerður Katrín er fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Daníel Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segist enn þeirrar skoðunar að banna eigi búrkur á Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við Þorgerði Katrínu í Stundinni. Hún segist fyrst og fremst vera mótfallin búrkum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í febrúar árið 2011 beindi Þorgerður spurningu sinni til Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra. Hún spurði hann hvort það kæmi til greina að banna búrkur á Íslandi. Ögmundur sagði þá ekki rétt að taka upp slíkt bann. Í viðtali við Stundina er Þorgerður Katrín spurð hvort að hún sé enn á þeirri skoðun að búrkur skuli vera bannaðar hér á landi. „Þetta er eitthvað sem margir sem telja sig frjálslynda eru mótfallnir. Ertu enn á þessari skoðun?“ spyr blaðamaður Stundarinnar. „Já, ég er enn þeirrar skoðunar. Það voru ekki síst frjálshyggjumennirnir sem hjóluðu hvað harðast í mig, en ég var og er fyrst og fremst á móti búrkunum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Höfum hugfast að ég er ekki að tala um slæður heldur aðeins búrkur sem hylja andlitið þannig að einungis sést í augun. Ég hvatti til þess að menn tækju þessa umræðu áður áður en hætt yrði við því að umræðan hér á landi færi að snúast um tiltekna einstaklinga í stað prinsippanna. Ég er enn sannfærð um þetta, eftir að hafa lesið ótal bækur um femínisma, íslam og annað og ekki síður vegna þeirra pósta sem ég fékk í kjölfar umræðunnar um þetta. Konur sem voru múhameðstrúar sendu mér tölvupósta og tóku eindregið undir það sem ég var að segja en óskuðu líka nær allar nafnleyndar. Þær sögðu búrkur ekki samræmast íslam, að búrkurnar byggðu á eftiráskýringu karla í múhameðstrúarheiminum, og tóku undir málflutning minn rétt eins og konur úr ýmsum flokkum hafa gert, bæði t.d. úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum,“ segir Þorgerður. Hún telur jafnframt að slíkt bann hafi ekkert með frjálslyndi að gera. „Það hefur ekkert með frjálslyndi að gera að vera á móti því að banna búrkur, mér finnst sú afstaða öllu heldur fela í sér lítinn skilning á jafnrétti og kvenfrelsi. En það kemur svo sem ekki á óvart að slík gagnrýni komi hægra megin frá.“ Blaðamaður Stundarinnar bendir þá á að gagnrýni á slíkar hugmyndir hafi til að mynda snúist um að með slíku búrkubanni sé verið að jaðarsetja múslima enn frekar en nú þegar er gert. „Ég held að þessu sé frekar öfugt farið. Að ef búrkur verði algengar þá ýti það frekar undir andúð og skilningsleysi á múslimum heldur en bann við búrkum,“ segir Þorgerður Katrín. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segist enn þeirrar skoðunar að banna eigi búrkur á Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við Þorgerði Katrínu í Stundinni. Hún segist fyrst og fremst vera mótfallin búrkum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í febrúar árið 2011 beindi Þorgerður spurningu sinni til Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra. Hún spurði hann hvort það kæmi til greina að banna búrkur á Íslandi. Ögmundur sagði þá ekki rétt að taka upp slíkt bann. Í viðtali við Stundina er Þorgerður Katrín spurð hvort að hún sé enn á þeirri skoðun að búrkur skuli vera bannaðar hér á landi. „Þetta er eitthvað sem margir sem telja sig frjálslynda eru mótfallnir. Ertu enn á þessari skoðun?“ spyr blaðamaður Stundarinnar. „Já, ég er enn þeirrar skoðunar. Það voru ekki síst frjálshyggjumennirnir sem hjóluðu hvað harðast í mig, en ég var og er fyrst og fremst á móti búrkunum á grundvelli kvenfrelsis og jafnréttis. Höfum hugfast að ég er ekki að tala um slæður heldur aðeins búrkur sem hylja andlitið þannig að einungis sést í augun. Ég hvatti til þess að menn tækju þessa umræðu áður áður en hætt yrði við því að umræðan hér á landi færi að snúast um tiltekna einstaklinga í stað prinsippanna. Ég er enn sannfærð um þetta, eftir að hafa lesið ótal bækur um femínisma, íslam og annað og ekki síður vegna þeirra pósta sem ég fékk í kjölfar umræðunnar um þetta. Konur sem voru múhameðstrúar sendu mér tölvupósta og tóku eindregið undir það sem ég var að segja en óskuðu líka nær allar nafnleyndar. Þær sögðu búrkur ekki samræmast íslam, að búrkurnar byggðu á eftiráskýringu karla í múhameðstrúarheiminum, og tóku undir málflutning minn rétt eins og konur úr ýmsum flokkum hafa gert, bæði t.d. úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum,“ segir Þorgerður. Hún telur jafnframt að slíkt bann hafi ekkert með frjálslyndi að gera. „Það hefur ekkert með frjálslyndi að gera að vera á móti því að banna búrkur, mér finnst sú afstaða öllu heldur fela í sér lítinn skilning á jafnrétti og kvenfrelsi. En það kemur svo sem ekki á óvart að slík gagnrýni komi hægra megin frá.“ Blaðamaður Stundarinnar bendir þá á að gagnrýni á slíkar hugmyndir hafi til að mynda snúist um að með slíku búrkubanni sé verið að jaðarsetja múslima enn frekar en nú þegar er gert. „Ég held að þessu sé frekar öfugt farið. Að ef búrkur verði algengar þá ýti það frekar undir andúð og skilningsleysi á múslimum heldur en bann við búrkum,“ segir Þorgerður Katrín.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira