Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2016 20:45 Ragnar Sigurðsson skallar að marki. Skömmu síðar lá boltinn í netinu. Vísir/anton Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM 2018 á Laugardalsvellinum. Finnar komust í tvígang yfir en Ísland skoraði tvö mörk í blálokin sem tryggði stigin þrjú. Það var Ragnar Sigurðsson tryggði Íslendingum stigin þrjú á 94. mínútu. Sigurmarkið var vægast sagt umdeilt og fæst væntanlega aldrei úr því skorið hvort það var löglegt eða ekki. Íslendingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en sofandaháttur í vörninni hefði getað reynst okkar mönnum dýrkeyptur. Finnar komust yfir með marki á 20. Þegar Teemu Pukki skallaði boltann í netið nokkuð gegn gangi leiksins. Kári Árnason svaraði á 37. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Finnar svöru þó jafnharðan og skoruðu aðeins tveimur mínútum síðar. Íslendingar sóttu nær án afláts í seinni hálfleik og uppskáru jöfnunarmark á 90. Mínútu þegar Alfreð Finnbogason skoraði. Strákarnir okkar þrýstu gríðarlega á Finnska landslið og uppskáru mark að lokum. Ragnar skoraði sigurmarkið af harðfylgi en það var sem áður segir afar umdeilt. Ótrúleg endurkoma Íslenska landsliðsins því staðreynd og dýrmæt þrjú stig kominn í hús en mörkin í leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan.Sofandaháttur í vörninni Íslensku strákarnir hófu leik að krafti og á fyrstu tíu mínútunum var liðið nærri því komið yfir. Strax á 2. mínútu átti Jóhann Berg Guðmundsson bylmingsskot af löngu færi sem smaug framhjá stönginni. Kári Árnason og Björn Bergmann Sigurðason fengu í sameiningu öllu hættulegra færi á elleftu mínútu þegar sá síðarnefndi, í sínum fyrsta landsleik frá árinu 2011, stal færinu af Kára eftir hornspyrnu frá hægri. Þeir félagar voru einir á auðum sjó í markteignum en líklega hefur Björn Bergmann ekki séð Kára sem var í betra færi. Íslendingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Uppspil liðsins var í hægari kantinum og fimm manna varnarlína Finna með þrjá miðverði í fararbroddi glímdi vel við framherjapar okkar, þá Alfreð Finnbogason og Björn Bergmann. Ljóst var að strákarnir okkar söknuðu Kolbeins og Jóns Daða í fremstu víglínu en Alfreð og Birni gekk illa í slagsmálunum við miðverði Finna. Finnum óx ásmegin um miðbik hálfleiksins og nýttu þeir sér sofandahátt í vörn Íslands þegar Teemu Pukki skallað boltann í netið óáreittur umkringdur varnarmönnum Íslands. Finnar höfðu sótt frá vinstri og opnað vörn Íslands í tvígang áður en að þeir færðu boltann til hægri þaðan sem stoðsendingin kom. Svo virtist sem að varnarlína Íslands hafi alfarið gleymt að fylgjast með Puukki. Heimir brást við með því að færa kantmenn okkar, þá Birki Bjarnason og Jóhann Berg um kanta. Strákar sóttu stíft að marki Finna en ógnuðu þó nánast eingöngu með langskotum, svo þéttur var varnarmúr Finna. Ísinn brotnaði þó á 37. mínútu þegar Kári Árnason skallaði hornspyrnu Jóhanns Berg í autt markið eftir skógarhlaup finnska markmannsins. Við þetta bjuggust flestir við að Ísland myndi taka öll völd á vellinum en Finnar létu markið ekki á sig fá og svöruðu nánast strax. Einhver svefnsýki virðist hafa gripið um sig í varnarlínu Íslands í fyrri hálfleik en seinna mark Finna kom á 39. mínútu þegar Robin Lod fékk umtalsvert fleiri sekúndur til að athafna sig fyrir framan mark Íslendinga en boðlegt er á þessu stigi knattspyrnunnar. Misheppnað skot hans tók út varnarlínu Íslands og við það fékk Lod annað tækifæri. Hann lét ekki bjóða sér það þrisvar og smellti boltanum í markhornið á snyrtilegan hátt. Staðan var 1-2 í hálfleik og þrátt fyrir að Ísland hafi heilt yfir sterkari aðilinn var það klaufagangir í vörninni sem gerði það að verkum að Ísland var undir í hálfleik.Ótrúleg dramatík í uppbótartímaÞað blés þó byrlega í upphafi seinni hálfleiks þegar Kári Árnason fiskaði vítaspyrnu á 49. mínútu. Sá meðbyr endist þó ekki lengi, á punktinn fór Gylfi Sigurðsson og á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum ekki að skora. Víti hans fór í innanverða slánna, þaðan í bak markvarðarins og af honum stefndi boltinn í netið. Það segir þó ýmislegt um gang leiksins að Finnar voru mun ákveðnari í að ná frákastinu og tókst markmanninn að henda sér aftur og blaka boltanum frá marki undir mikilli pressu. Gylfi var aftur á ferðinni á 56. mínútu þegar þegar skot hans fyrir utan teig söng í utanverðri stönginni. Allt leit út fyrir að boltinn vildi hreinlega ekki í netið. Strákarnir okkar sýndu þó gríðarlegan karakter og hættu ekki. Uppskáru þeir tvö mörk í uppbótartíma. Það fyrra skoraði Alfreð Finnbogason eftir frábæra sendingu Gylfa. Öll von um sigur virtist úti en okkar menn héldu nú ekki og skoruðu afar umdeild mark í síðustu sókn sinni í leiknum á 94. mínútu. Ragnar Sigurðsson náði einhvern veginn að ýta boltanum í átt að marki aðþrengdur eftir að Kári fleytti spyrnu Ara Freys að marki. Finnski markvörðurinn varði á línunni og svo kom Alfreð og táaði boltann úr lúkum hans yfir línuna. Allt ætlaði um koll að keyra en sá norski dæmdi mark. Afar mikilvægur sigur því staðreynd og en Ísland situr nú í öðru sæti riðilsins á eftir Króatíu á markatölu. Bæði lið eru með fjögur stig en Króatar rótburstuðu Kósovó í kvöld. Framundan er leikur gegn Tyrklandi hér heima en þeir gerðu jafntefli gegn Úkraínu á heimavelli. Þrátt fyrir að mikið megi laga í leik Íslands er ljóst að þessi sigur mun gefa strákunum okkar mikið í framhaldinu. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Kári: Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur Kári Árnason kom mikið við sögu gegn Finnum. 6. október 2016 20:58 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Hannes Þór og Jón Daði klárir í slaginn gegn Tyrklandi Markvörðurinn og framherjinn voru hvíldir í kvöld gegn Finnlandi vegna meiðsla. 6. október 2016 21:42 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM 2018 á Laugardalsvellinum. Finnar komust í tvígang yfir en Ísland skoraði tvö mörk í blálokin sem tryggði stigin þrjú. Það var Ragnar Sigurðsson tryggði Íslendingum stigin þrjú á 94. mínútu. Sigurmarkið var vægast sagt umdeilt og fæst væntanlega aldrei úr því skorið hvort það var löglegt eða ekki. Íslendingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en sofandaháttur í vörninni hefði getað reynst okkar mönnum dýrkeyptur. Finnar komust yfir með marki á 20. Þegar Teemu Pukki skallaði boltann í netið nokkuð gegn gangi leiksins. Kári Árnason svaraði á 37. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Finnar svöru þó jafnharðan og skoruðu aðeins tveimur mínútum síðar. Íslendingar sóttu nær án afláts í seinni hálfleik og uppskáru jöfnunarmark á 90. Mínútu þegar Alfreð Finnbogason skoraði. Strákarnir okkar þrýstu gríðarlega á Finnska landslið og uppskáru mark að lokum. Ragnar skoraði sigurmarkið af harðfylgi en það var sem áður segir afar umdeilt. Ótrúleg endurkoma Íslenska landsliðsins því staðreynd og dýrmæt þrjú stig kominn í hús en mörkin í leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan.Sofandaháttur í vörninni Íslensku strákarnir hófu leik að krafti og á fyrstu tíu mínútunum var liðið nærri því komið yfir. Strax á 2. mínútu átti Jóhann Berg Guðmundsson bylmingsskot af löngu færi sem smaug framhjá stönginni. Kári Árnason og Björn Bergmann Sigurðason fengu í sameiningu öllu hættulegra færi á elleftu mínútu þegar sá síðarnefndi, í sínum fyrsta landsleik frá árinu 2011, stal færinu af Kára eftir hornspyrnu frá hægri. Þeir félagar voru einir á auðum sjó í markteignum en líklega hefur Björn Bergmann ekki séð Kára sem var í betra færi. Íslendingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Uppspil liðsins var í hægari kantinum og fimm manna varnarlína Finna með þrjá miðverði í fararbroddi glímdi vel við framherjapar okkar, þá Alfreð Finnbogason og Björn Bergmann. Ljóst var að strákarnir okkar söknuðu Kolbeins og Jóns Daða í fremstu víglínu en Alfreð og Birni gekk illa í slagsmálunum við miðverði Finna. Finnum óx ásmegin um miðbik hálfleiksins og nýttu þeir sér sofandahátt í vörn Íslands þegar Teemu Pukki skallað boltann í netið óáreittur umkringdur varnarmönnum Íslands. Finnar höfðu sótt frá vinstri og opnað vörn Íslands í tvígang áður en að þeir færðu boltann til hægri þaðan sem stoðsendingin kom. Svo virtist sem að varnarlína Íslands hafi alfarið gleymt að fylgjast með Puukki. Heimir brást við með því að færa kantmenn okkar, þá Birki Bjarnason og Jóhann Berg um kanta. Strákar sóttu stíft að marki Finna en ógnuðu þó nánast eingöngu með langskotum, svo þéttur var varnarmúr Finna. Ísinn brotnaði þó á 37. mínútu þegar Kári Árnason skallaði hornspyrnu Jóhanns Berg í autt markið eftir skógarhlaup finnska markmannsins. Við þetta bjuggust flestir við að Ísland myndi taka öll völd á vellinum en Finnar létu markið ekki á sig fá og svöruðu nánast strax. Einhver svefnsýki virðist hafa gripið um sig í varnarlínu Íslands í fyrri hálfleik en seinna mark Finna kom á 39. mínútu þegar Robin Lod fékk umtalsvert fleiri sekúndur til að athafna sig fyrir framan mark Íslendinga en boðlegt er á þessu stigi knattspyrnunnar. Misheppnað skot hans tók út varnarlínu Íslands og við það fékk Lod annað tækifæri. Hann lét ekki bjóða sér það þrisvar og smellti boltanum í markhornið á snyrtilegan hátt. Staðan var 1-2 í hálfleik og þrátt fyrir að Ísland hafi heilt yfir sterkari aðilinn var það klaufagangir í vörninni sem gerði það að verkum að Ísland var undir í hálfleik.Ótrúleg dramatík í uppbótartímaÞað blés þó byrlega í upphafi seinni hálfleiks þegar Kári Árnason fiskaði vítaspyrnu á 49. mínútu. Sá meðbyr endist þó ekki lengi, á punktinn fór Gylfi Sigurðsson og á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum ekki að skora. Víti hans fór í innanverða slánna, þaðan í bak markvarðarins og af honum stefndi boltinn í netið. Það segir þó ýmislegt um gang leiksins að Finnar voru mun ákveðnari í að ná frákastinu og tókst markmanninn að henda sér aftur og blaka boltanum frá marki undir mikilli pressu. Gylfi var aftur á ferðinni á 56. mínútu þegar þegar skot hans fyrir utan teig söng í utanverðri stönginni. Allt leit út fyrir að boltinn vildi hreinlega ekki í netið. Strákarnir okkar sýndu þó gríðarlegan karakter og hættu ekki. Uppskáru þeir tvö mörk í uppbótartíma. Það fyrra skoraði Alfreð Finnbogason eftir frábæra sendingu Gylfa. Öll von um sigur virtist úti en okkar menn héldu nú ekki og skoruðu afar umdeild mark í síðustu sókn sinni í leiknum á 94. mínútu. Ragnar Sigurðsson náði einhvern veginn að ýta boltanum í átt að marki aðþrengdur eftir að Kári fleytti spyrnu Ara Freys að marki. Finnski markvörðurinn varði á línunni og svo kom Alfreð og táaði boltann úr lúkum hans yfir línuna. Allt ætlaði um koll að keyra en sá norski dæmdi mark. Afar mikilvægur sigur því staðreynd og en Ísland situr nú í öðru sæti riðilsins á eftir Króatíu á markatölu. Bæði lið eru með fjögur stig en Króatar rótburstuðu Kósovó í kvöld. Framundan er leikur gegn Tyrklandi hér heima en þeir gerðu jafntefli gegn Úkraínu á heimavelli. Þrátt fyrir að mikið megi laga í leik Íslands er ljóst að þessi sigur mun gefa strákunum okkar mikið í framhaldinu.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Kári: Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur Kári Árnason kom mikið við sögu gegn Finnum. 6. október 2016 20:58 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Hannes Þór og Jón Daði klárir í slaginn gegn Tyrklandi Markvörðurinn og framherjinn voru hvíldir í kvöld gegn Finnlandi vegna meiðsla. 6. október 2016 21:42 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30
Kári: Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur Kári Árnason kom mikið við sögu gegn Finnum. 6. október 2016 20:58
Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09
Hannes Þór og Jón Daði klárir í slaginn gegn Tyrklandi Markvörðurinn og framherjinn voru hvíldir í kvöld gegn Finnlandi vegna meiðsla. 6. október 2016 21:42