Sporin hræða og það þarf varfærin skref í uppbyggingu fiskeldis Svavar Hávarðsson skrifar 7. október 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna Ýtrustu varúðarsjónarmið gagnvart umhverfinu eru í fullu gildi sem stefna Vinstri grænna hvað varðar uppbyggingaráform á sjókvíaeldi á Vestfjörðum og annars staðar, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Við höfum margoft gert að umræðuefni stöðu villta laxins í samhengi við uppbyggingu fiskeldis, en við erum ekki sjálfkrafa á móti hugmyndum um atvinnuuppbyggingu. Ég lít á það sem okkar skyldu, þrátt fyrir að það sé ánægjulegt að fá atvinnuuppbyggingu, að varðveita líffræðilega fjölbreytni villta laxins,“ segir Katrín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem skipar efsta sæti á lista Vinstri grænna í Norðurvesturkjördæmi, birti í gær grein um þá möguleika sem felast í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum, þar sem hún stillir þeirri uppbyggingu upp sem svari við „óheillaþróun síðustu ára“ í atvinnulegu tilliti.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmGreinin birtist á sama tíma og deilur um réttmæti fiskeldis út frá umhverfislegum og fjárhagslegum, hagsmunum hafa náð hámarki. Eftir birtingu hennar sköpuðust umræður á samfélagsmiðlum um að sýn Lilju á eldið gengi þvert á stefnu Vinstri grænna þar sem rauði þráðurinn er og að náttúran skuli njóta vafans. Katrín segir að við lestur greinarinnar sjái hún ekki að skoðun Lilju sé á skjön við stefnu flokksins – heldur tiltaki hún sérstaklega að eldið skuli lúta ströngustu reglum. Katrín viðurkennir að áhugi Lilju Rafneyjar á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi skíni vissulega í gegn, en tekið sé skýrt fram í greininni að nýting auðlindarinnar skuli vera með sjálfbærum hætti. Katrín segir að mikil aukning í fiskeldi sé í umræðunni en „mér finnst við ekki geta ráðist í hana nema einmitt að hafa öll gögn uppi á borðum um hver hættan er. Við höfum spor sem hræða, til dæmis frá Noregi og því er engin spurning í mínum huga að þarna þarf að taka mjög varfærnisleg skref,“ segir Katrín. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Ýtrustu varúðarsjónarmið gagnvart umhverfinu eru í fullu gildi sem stefna Vinstri grænna hvað varðar uppbyggingaráform á sjókvíaeldi á Vestfjörðum og annars staðar, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Við höfum margoft gert að umræðuefni stöðu villta laxins í samhengi við uppbyggingu fiskeldis, en við erum ekki sjálfkrafa á móti hugmyndum um atvinnuuppbyggingu. Ég lít á það sem okkar skyldu, þrátt fyrir að það sé ánægjulegt að fá atvinnuuppbyggingu, að varðveita líffræðilega fjölbreytni villta laxins,“ segir Katrín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem skipar efsta sæti á lista Vinstri grænna í Norðurvesturkjördæmi, birti í gær grein um þá möguleika sem felast í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum, þar sem hún stillir þeirri uppbyggingu upp sem svari við „óheillaþróun síðustu ára“ í atvinnulegu tilliti.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmGreinin birtist á sama tíma og deilur um réttmæti fiskeldis út frá umhverfislegum og fjárhagslegum, hagsmunum hafa náð hámarki. Eftir birtingu hennar sköpuðust umræður á samfélagsmiðlum um að sýn Lilju á eldið gengi þvert á stefnu Vinstri grænna þar sem rauði þráðurinn er og að náttúran skuli njóta vafans. Katrín segir að við lestur greinarinnar sjái hún ekki að skoðun Lilju sé á skjön við stefnu flokksins – heldur tiltaki hún sérstaklega að eldið skuli lúta ströngustu reglum. Katrín viðurkennir að áhugi Lilju Rafneyjar á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi skíni vissulega í gegn, en tekið sé skýrt fram í greininni að nýting auðlindarinnar skuli vera með sjálfbærum hætti. Katrín segir að mikil aukning í fiskeldi sé í umræðunni en „mér finnst við ekki geta ráðist í hana nema einmitt að hafa öll gögn uppi á borðum um hver hættan er. Við höfum spor sem hræða, til dæmis frá Noregi og því er engin spurning í mínum huga að þarna þarf að taka mjög varfærnisleg skref,“ segir Katrín. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira