Sporin hræða og það þarf varfærin skref í uppbyggingu fiskeldis Svavar Hávarðsson skrifar 7. október 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna Ýtrustu varúðarsjónarmið gagnvart umhverfinu eru í fullu gildi sem stefna Vinstri grænna hvað varðar uppbyggingaráform á sjókvíaeldi á Vestfjörðum og annars staðar, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Við höfum margoft gert að umræðuefni stöðu villta laxins í samhengi við uppbyggingu fiskeldis, en við erum ekki sjálfkrafa á móti hugmyndum um atvinnuuppbyggingu. Ég lít á það sem okkar skyldu, þrátt fyrir að það sé ánægjulegt að fá atvinnuuppbyggingu, að varðveita líffræðilega fjölbreytni villta laxins,“ segir Katrín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem skipar efsta sæti á lista Vinstri grænna í Norðurvesturkjördæmi, birti í gær grein um þá möguleika sem felast í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum, þar sem hún stillir þeirri uppbyggingu upp sem svari við „óheillaþróun síðustu ára“ í atvinnulegu tilliti.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmGreinin birtist á sama tíma og deilur um réttmæti fiskeldis út frá umhverfislegum og fjárhagslegum, hagsmunum hafa náð hámarki. Eftir birtingu hennar sköpuðust umræður á samfélagsmiðlum um að sýn Lilju á eldið gengi þvert á stefnu Vinstri grænna þar sem rauði þráðurinn er og að náttúran skuli njóta vafans. Katrín segir að við lestur greinarinnar sjái hún ekki að skoðun Lilju sé á skjön við stefnu flokksins – heldur tiltaki hún sérstaklega að eldið skuli lúta ströngustu reglum. Katrín viðurkennir að áhugi Lilju Rafneyjar á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi skíni vissulega í gegn, en tekið sé skýrt fram í greininni að nýting auðlindarinnar skuli vera með sjálfbærum hætti. Katrín segir að mikil aukning í fiskeldi sé í umræðunni en „mér finnst við ekki geta ráðist í hana nema einmitt að hafa öll gögn uppi á borðum um hver hættan er. Við höfum spor sem hræða, til dæmis frá Noregi og því er engin spurning í mínum huga að þarna þarf að taka mjög varfærnisleg skref,“ segir Katrín. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Ýtrustu varúðarsjónarmið gagnvart umhverfinu eru í fullu gildi sem stefna Vinstri grænna hvað varðar uppbyggingaráform á sjókvíaeldi á Vestfjörðum og annars staðar, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Við höfum margoft gert að umræðuefni stöðu villta laxins í samhengi við uppbyggingu fiskeldis, en við erum ekki sjálfkrafa á móti hugmyndum um atvinnuuppbyggingu. Ég lít á það sem okkar skyldu, þrátt fyrir að það sé ánægjulegt að fá atvinnuuppbyggingu, að varðveita líffræðilega fjölbreytni villta laxins,“ segir Katrín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem skipar efsta sæti á lista Vinstri grænna í Norðurvesturkjördæmi, birti í gær grein um þá möguleika sem felast í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum, þar sem hún stillir þeirri uppbyggingu upp sem svari við „óheillaþróun síðustu ára“ í atvinnulegu tilliti.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmGreinin birtist á sama tíma og deilur um réttmæti fiskeldis út frá umhverfislegum og fjárhagslegum, hagsmunum hafa náð hámarki. Eftir birtingu hennar sköpuðust umræður á samfélagsmiðlum um að sýn Lilju á eldið gengi þvert á stefnu Vinstri grænna þar sem rauði þráðurinn er og að náttúran skuli njóta vafans. Katrín segir að við lestur greinarinnar sjái hún ekki að skoðun Lilju sé á skjön við stefnu flokksins – heldur tiltaki hún sérstaklega að eldið skuli lúta ströngustu reglum. Katrín viðurkennir að áhugi Lilju Rafneyjar á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi skíni vissulega í gegn, en tekið sé skýrt fram í greininni að nýting auðlindarinnar skuli vera með sjálfbærum hætti. Katrín segir að mikil aukning í fiskeldi sé í umræðunni en „mér finnst við ekki geta ráðist í hana nema einmitt að hafa öll gögn uppi á borðum um hver hættan er. Við höfum spor sem hræða, til dæmis frá Noregi og því er engin spurning í mínum huga að þarna þarf að taka mjög varfærnisleg skref,“ segir Katrín. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira