Ísland spilar í Helsinki á EM 2017 í körfubolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. október 2016 10:40 Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar verða í Helsinki. vísir/valli Ísland verður samstarfsaðili Finnlands á EM 2017 í körfubolta á næsta ári og spilar því sinn riðil í Helsinki eins og KKÍ hafði vonast eftir. Þetta hefur Vísir eftir heimildum, en síðar í dag mun FIBA Europe senda út yfirlýsingu um samstarf Íslands og Finnlands á EM 2017. Ísland vildi ólmt spila sinn riðil í Helsinki frekar en í Istanbúl í Tyrklandi eða Tel Aviv í Ísrael. Það er auðvitað mun betra upp á ferðalag fyrir stuðningsmenn og þá mun karlalandsliðið í fótbolta spila leik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 2. september, á sama tíma og mótið fer fram.Eins og Vísir greindi frá voru Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð en völdu á endanum Ísland. KKÍ sagðist geta komið með um 2.000 stuðningsmenn til Finnlands, en gulrótin var meðal annars þessi fótboltalandsleikur. KKÍ getur sem samstarfsaðili Finnlands haft áhrif á riðilinn og mun sambandið reyna að spila sinn leik 2. september klukkan 14.00 þannig allir Íslendingar sem verða í Finnlandi geta bæði séð körfuboltalandsliðið og fótboltalandsliðið spila þann dag. EM í körfubolta hefst 31. ágúst á næsta ári og stendur yfir til 17. september. Strákarnir okkar þreyttu frumraun sína á EM í fyrra og spiluðu þá í Berlín.Uppfært: 13:08 KKÍ, finnska körfuboltasambandið og FIBA Europe eru búin að staðfesta frétt Vísis frá því í morgun. Ísland leikur í Helsingi á næsta ári og ríkir mikil ánægja beggja aðila vegna þess. Hér að neðan má lesa sameiginlega yfirlýsingu KKÍ, finnska sambandsins og FIBA Europe um samstarf Íslands og Finnlands í Helsinki á næsta ári. „Finnland eru fyrstu gestgjafar FIBA EuroBasket 2017 til að tilkynna meðskipuleggjendur sína en þeir hafa valið Ísland með sér í lið. í fyrsta skipti var sá háttur hafður á EuroBasket 2015, að hver gestgjafi í löndunum fjórum, fékk að velja sér annað land til að vera meðskipuleggjendur og aðstoðar gestgjafar. Þetta tryggir að viðkomandi land er í sama riðli og gestgjafarnir þegar dregið verður í riðla. Helstu kostir þessa fyrirkomulags eru að tryggja miðasölu og styrkja samvinnu sambandanna tveggja. Finnland hefur valið Ísland til að vera þeirra meðskipuleggjendur, ekki síst eftir frábæra frammistöðu íslensku aðdáendanna sem ferðuðust til Berlínar 2015 þar sem Ísland lék í fyrsta sinn á lokamóti EM, EuroBasket, fyrir framan 1100 íslenska stuðningsmenn, og aftur síðastliðið sumar þar sem 30.000 manns fylgdu fótboltaliðinu á EM í fótbolta. Finnar hafa sjálfir skapað sér nafn fyrir frábæran stuðnins frá sínum stuðningsmönnum á undanförnum árum, sem sást vel á HM í Bilbao, þar sem hátt í 10.000 „Susijengi-úlfar” ferðuðust til Spánar og studdu sitt lið. Það leiddi einmitt til þess að Frakkar völdu Finna sem sína meðskipuleggjendur fyrir EuroBasket í Frakkalandi 2015. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir samstarfi okkar við Ísland. Við munum bjóða íslensku stuðningsmennina velkomna og taka á móti þeim með opnum örmum til Helsinki. Bæði finnsku og íslensku aðdáendurnir eru þekktir fyrir óbilandi stuðning við landsliðin sín og fyrir jákvæðan stuðning og gleði. Það er auðvelt að sjá fyrir sér skemmtilega tíma í Helsinki á meðan EuroBasket 2017 stendur yfir.“ sagði Ari Tammivaara, framkvæmdastjóri EuroBasket 2107 í Finnlandi. „Við hjá KKÍ erum einstaklega glöð með að geta tilkynnt okkar stuðningsfólki og íslenskum aðdáendum að við munum fara til vina okkar í Finnlandi og leika á lokamóti EM, EuroBasket 2017, í Helsinki. Finnar völdu okkur sem meðskipuleggjendur sína að mótinu og við höfum náð samkomulagi þar um sem við erum mjög stolt af. VIð finnum fyrir miklum áhuga íslendinga fyrir landsliðinu og mótinu og hvað íslendingar eru spenntir að fylgjast með næsta ævintýri strákanna okkar næsta haust. Við vonumst til að öll norðurlöndin munu sameinast í körfuboltaveislu í Helsinki og upplifa jákvæða og skemmtilega stemningu á meðan mótinu stendur. Körfubolti hefur stækkað mikið í Finnlandi og Íslandi, og hinum norðurlöndunum á síðustu árum, og því er þetta frábær viðurkenning fyrir starfið og árangur landanna en að auki er þetta sögulegt fyrir íslenskan körfubolta og íslenskar íþróttir almennt.“ sagði Hannes. S. Jónsson, formaður KKÍ og stjórnarmaður FIBA Europe. Framkvæmdastjóri FIBA Europe, Kamil Novak er spenntur fyrir samstarfinu. „Báðar þjóðir hafa sýnt undanfarið að þau eiga eina bestu stuðningsmenn Evrópu. Andrúmsloftið sem þeir munu skapa í Helsinki mun einmitt sýna hvað EuroBasket snýst um, keppni sem dregur fram og sameinar bestu lið Evrópu, sem og stuðningsmenn liðanna. Hinir þrír gestgjafarnir á EuroBasket 2017 munu á næstu vikum tilkynna sína meðskipuleggjendur, fyrir dráttinn, sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi 22. nóvember. EuroBasket 2017 fer fram 31. ágúst til 17. september á næsta ári og verður haldið í Finnlandi, Ísrael, Rúmeníu og Tyrklandi.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári. 30. september 2016 09:00 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Ísland verður samstarfsaðili Finnlands á EM 2017 í körfubolta á næsta ári og spilar því sinn riðil í Helsinki eins og KKÍ hafði vonast eftir. Þetta hefur Vísir eftir heimildum, en síðar í dag mun FIBA Europe senda út yfirlýsingu um samstarf Íslands og Finnlands á EM 2017. Ísland vildi ólmt spila sinn riðil í Helsinki frekar en í Istanbúl í Tyrklandi eða Tel Aviv í Ísrael. Það er auðvitað mun betra upp á ferðalag fyrir stuðningsmenn og þá mun karlalandsliðið í fótbolta spila leik gegn Finnum í undankeppni HM 2018 2. september, á sama tíma og mótið fer fram.Eins og Vísir greindi frá voru Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð en völdu á endanum Ísland. KKÍ sagðist geta komið með um 2.000 stuðningsmenn til Finnlands, en gulrótin var meðal annars þessi fótboltalandsleikur. KKÍ getur sem samstarfsaðili Finnlands haft áhrif á riðilinn og mun sambandið reyna að spila sinn leik 2. september klukkan 14.00 þannig allir Íslendingar sem verða í Finnlandi geta bæði séð körfuboltalandsliðið og fótboltalandsliðið spila þann dag. EM í körfubolta hefst 31. ágúst á næsta ári og stendur yfir til 17. september. Strákarnir okkar þreyttu frumraun sína á EM í fyrra og spiluðu þá í Berlín.Uppfært: 13:08 KKÍ, finnska körfuboltasambandið og FIBA Europe eru búin að staðfesta frétt Vísis frá því í morgun. Ísland leikur í Helsingi á næsta ári og ríkir mikil ánægja beggja aðila vegna þess. Hér að neðan má lesa sameiginlega yfirlýsingu KKÍ, finnska sambandsins og FIBA Europe um samstarf Íslands og Finnlands í Helsinki á næsta ári. „Finnland eru fyrstu gestgjafar FIBA EuroBasket 2017 til að tilkynna meðskipuleggjendur sína en þeir hafa valið Ísland með sér í lið. í fyrsta skipti var sá háttur hafður á EuroBasket 2015, að hver gestgjafi í löndunum fjórum, fékk að velja sér annað land til að vera meðskipuleggjendur og aðstoðar gestgjafar. Þetta tryggir að viðkomandi land er í sama riðli og gestgjafarnir þegar dregið verður í riðla. Helstu kostir þessa fyrirkomulags eru að tryggja miðasölu og styrkja samvinnu sambandanna tveggja. Finnland hefur valið Ísland til að vera þeirra meðskipuleggjendur, ekki síst eftir frábæra frammistöðu íslensku aðdáendanna sem ferðuðust til Berlínar 2015 þar sem Ísland lék í fyrsta sinn á lokamóti EM, EuroBasket, fyrir framan 1100 íslenska stuðningsmenn, og aftur síðastliðið sumar þar sem 30.000 manns fylgdu fótboltaliðinu á EM í fótbolta. Finnar hafa sjálfir skapað sér nafn fyrir frábæran stuðnins frá sínum stuðningsmönnum á undanförnum árum, sem sást vel á HM í Bilbao, þar sem hátt í 10.000 „Susijengi-úlfar” ferðuðust til Spánar og studdu sitt lið. Það leiddi einmitt til þess að Frakkar völdu Finna sem sína meðskipuleggjendur fyrir EuroBasket í Frakkalandi 2015. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir samstarfi okkar við Ísland. Við munum bjóða íslensku stuðningsmennina velkomna og taka á móti þeim með opnum örmum til Helsinki. Bæði finnsku og íslensku aðdáendurnir eru þekktir fyrir óbilandi stuðning við landsliðin sín og fyrir jákvæðan stuðning og gleði. Það er auðvelt að sjá fyrir sér skemmtilega tíma í Helsinki á meðan EuroBasket 2017 stendur yfir.“ sagði Ari Tammivaara, framkvæmdastjóri EuroBasket 2107 í Finnlandi. „Við hjá KKÍ erum einstaklega glöð með að geta tilkynnt okkar stuðningsfólki og íslenskum aðdáendum að við munum fara til vina okkar í Finnlandi og leika á lokamóti EM, EuroBasket 2017, í Helsinki. Finnar völdu okkur sem meðskipuleggjendur sína að mótinu og við höfum náð samkomulagi þar um sem við erum mjög stolt af. VIð finnum fyrir miklum áhuga íslendinga fyrir landsliðinu og mótinu og hvað íslendingar eru spenntir að fylgjast með næsta ævintýri strákanna okkar næsta haust. Við vonumst til að öll norðurlöndin munu sameinast í körfuboltaveislu í Helsinki og upplifa jákvæða og skemmtilega stemningu á meðan mótinu stendur. Körfubolti hefur stækkað mikið í Finnlandi og Íslandi, og hinum norðurlöndunum á síðustu árum, og því er þetta frábær viðurkenning fyrir starfið og árangur landanna en að auki er þetta sögulegt fyrir íslenskan körfubolta og íslenskar íþróttir almennt.“ sagði Hannes. S. Jónsson, formaður KKÍ og stjórnarmaður FIBA Europe. Framkvæmdastjóri FIBA Europe, Kamil Novak er spenntur fyrir samstarfinu. „Báðar þjóðir hafa sýnt undanfarið að þau eiga eina bestu stuðningsmenn Evrópu. Andrúmsloftið sem þeir munu skapa í Helsinki mun einmitt sýna hvað EuroBasket snýst um, keppni sem dregur fram og sameinar bestu lið Evrópu, sem og stuðningsmenn liðanna. Hinir þrír gestgjafarnir á EuroBasket 2017 munu á næstu vikum tilkynna sína meðskipuleggjendur, fyrir dráttinn, sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi 22. nóvember. EuroBasket 2017 fer fram 31. ágúst til 17. september á næsta ári og verður haldið í Finnlandi, Ísrael, Rúmeníu og Tyrklandi.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári. 30. september 2016 09:00 Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“ Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári. 30. september 2016 09:00
Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag. 27. september 2016 12:30