Síðasti Holden bíll Ford framleiddur í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 15:23 Síðasti Holden Falcon bíllinn kominn af færibandinu. Mikil tímamót urðu í ástralskri bílaframleiðslu í dag þegar síðasti Holden bíllinn rann af færibandinu þar í landi og endar með því 91 árs bílaframleiðsla Ford í landinu, en Ford á Holden. Þessi bíll var 4.356.628 Holden bíllinn sem smíðaður var í Broadmeadows verksmiðju Holden sem opnaði árið 1959 og hefur því starfað óslitið í 57 ár. Aðallega hafa verið smíðaðar þar margar kynslóðir Holden Falcon bíla og því átti það vel við að síðasti bíllinn var einmitt af þeirri gerð. Segja má að endalok smíðinnar í Ástralíu sé vegna “World car”-stefnu Ford en þar sem Ástralía er fremur smár bílamarkaður gat Ford ekki réttlætt kostnaðinn við smíði bíls sem á svo til ekkert sameiginlegt með öðrum Ford bílum um allan heim og er aðeins seldur á þröngum bílamarkaði í Ástralíu. Það verður Ford Mondeo, smíðaður á Spáni, sem kemur til með að leysa Holden Falcon bílinn af hólmi í Ástralíu, en Mondeo er aðeins minni bíll en Falcon. Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Vonskuveður framundan Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent
Mikil tímamót urðu í ástralskri bílaframleiðslu í dag þegar síðasti Holden bíllinn rann af færibandinu þar í landi og endar með því 91 árs bílaframleiðsla Ford í landinu, en Ford á Holden. Þessi bíll var 4.356.628 Holden bíllinn sem smíðaður var í Broadmeadows verksmiðju Holden sem opnaði árið 1959 og hefur því starfað óslitið í 57 ár. Aðallega hafa verið smíðaðar þar margar kynslóðir Holden Falcon bíla og því átti það vel við að síðasti bíllinn var einmitt af þeirri gerð. Segja má að endalok smíðinnar í Ástralíu sé vegna “World car”-stefnu Ford en þar sem Ástralía er fremur smár bílamarkaður gat Ford ekki réttlætt kostnaðinn við smíði bíls sem á svo til ekkert sameiginlegt með öðrum Ford bílum um allan heim og er aðeins seldur á þröngum bílamarkaði í Ástralíu. Það verður Ford Mondeo, smíðaður á Spáni, sem kemur til með að leysa Holden Falcon bílinn af hólmi í Ástralíu, en Mondeo er aðeins minni bíll en Falcon.
Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Vonskuveður framundan Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent