Bentley býður heimsent eldsneyti Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 15:59 Fyllt á Bentley bíl með Filld-þjónustu Bentley. Það eru yfirleitt engir fátæklingar sem eiga Bentley bíla og þeir nenna að sjálfsögðu ekki að fylla bíla sína sjálfir og hafa fyrir því að heimsækja bensínstöðvar eins og flest annað fólk. Við þessu hefur Bentley í Bandaríkjunum séð og býður nú eigendum Bentley bíla að senda áfyllingarbíl sem fyllir á eldsneytistanka hvar sem þeir eru staddir. Allt sem þeir þurfa að gera er að opna app á símum sínu, sem heitir Filld, og panta þjónustuna. Það má líka gera gegnum Twitter aðganginn @getfilld. Þá kemur þjónustubíll sem hefur að geyma 1.200 eldsneytistank á pallinum og fyllir á bílinn. Eigendur Bentley bílanna þurfa ekki einu sinni að gefa upp hvar bílar þeirra eru staddir því hugbúnaður í bílunum tryggir að þjónustuaðilinn getur séð staðsetningu hans og hann getur líka opnað eldsneytislok bílanna, sem annars er lokað. Þjónustan kostar ekki mikið því Bentley tryggir að verð eldsneytisins sé það sama og á næstu bensínstöð við bílana og leggur ofan á það aðeins 3 dollara sem þjónustugjald. Eigendur Bentley bíla ættu ekki að setja það gjald fyrir sig. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent
Það eru yfirleitt engir fátæklingar sem eiga Bentley bíla og þeir nenna að sjálfsögðu ekki að fylla bíla sína sjálfir og hafa fyrir því að heimsækja bensínstöðvar eins og flest annað fólk. Við þessu hefur Bentley í Bandaríkjunum séð og býður nú eigendum Bentley bíla að senda áfyllingarbíl sem fyllir á eldsneytistanka hvar sem þeir eru staddir. Allt sem þeir þurfa að gera er að opna app á símum sínu, sem heitir Filld, og panta þjónustuna. Það má líka gera gegnum Twitter aðganginn @getfilld. Þá kemur þjónustubíll sem hefur að geyma 1.200 eldsneytistank á pallinum og fyllir á bílinn. Eigendur Bentley bílanna þurfa ekki einu sinni að gefa upp hvar bílar þeirra eru staddir því hugbúnaður í bílunum tryggir að þjónustuaðilinn getur séð staðsetningu hans og hann getur líka opnað eldsneytislok bílanna, sem annars er lokað. Þjónustan kostar ekki mikið því Bentley tryggir að verð eldsneytisins sé það sama og á næstu bensínstöð við bílana og leggur ofan á það aðeins 3 dollara sem þjónustugjald. Eigendur Bentley bíla ættu ekki að setja það gjald fyrir sig.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent