Lægri vextir – stærsta kjarabótin Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. október 2016 16:44 Í vikunni tók ég þátt í fyrstu kappræðunum á mínum pólitíska ferli. Það var skemmtileg reynsla. Ég undirbjó mig eins og ég væri að fara í munnlegt próf, en gerðist að sögn konunnar minnar sekur um tískumistök í skyrtuvali. Fyrir lífið í landinu á næstu áratugum skiptir mestu máli að hér verði samkeppnishæf lífskjör fyrir fólk sem fætt er á síðustu árum 20 aldar. Þessi hópur ungra heimsborgara mun ekki láta bjóða sér að borga íbúðirnar sínar þrisvar vegna ofurvaxtanna sem hér eru í boði. Ástæða þessarar lífskjaraskekkju milli Íslands og annarra Norðurlanda, til dæmis, er hin sveiflukennda og óstöðuga íslenska króna.90 þúsund króna launahækkun Í þættinum ræddi ég meðal annars hugmyndir okkar í Viðreisn um að festa gengi krónunnar með svonefndu myntráði til að lækka hér vexti og skapa stöðugt gengi. Það er ekki ásættanlegt hversu miklu hærri vextir eru hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Ef okkur tækist að helminga núverandi vaxtamun samsvarar það 500 þúsund króna lækkun á vaxtabyrði fyrir fjölskyldu með dæmigert 20 milljóna króna húsnæðislán. Það samsvarar um 90 þúsund króna launahækkun á mánuði. Vaxtalækkun er því ein mesta kjarabót heimilanna. Umræðan um leið okkar í Viðreisn til að lækka vexti er vissulega nokkuð tæknileg og flókin á köflum. Í einföldu máli er hér hins vegar um að ræða leið sem Seðlabankinn telur raunhæfa og fjöldi annarra landa hefur stuðst við með góðum árangri. Það er miður að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa ákaflega óljósa stefnu, ef þá nokkra, í því hvernig hér sé hægt að bjóða upp á sambærilega vexti og nágrannalönd okkar. Bæði þau Lilja og Smári settu fram ágæta gagnrýni á hugmyndir okkar. Lilja telur farsælast að halda áfram á sömu leið með háa vexti og sveiflukennt gengi, Smári taldi leið Króatíu farsælli en þá sem við boðum. Auðvitað er engin lausn í peningamálum gallalaus. Hvað myntráð varðar skiptir mestu að hagstjórn okkar sé nægjanlega traust og styðji við fastgengisstefnuna. Það á endanum skapar þann trúverðugleika sem er nauðsynlegt skilyrði stöðugleika til lengri tíma.Óbreytt ástand ekki í boði Það gefur auga leið að svo róttæk breyting á peningastefnu okkar yrði ekki gerð án vandlegs undirbúnings og nokkurs aðdraganda. Um þetta fyrirkomulag þyrfti líka að ríkja víðtæk sátt bæði meðal þingmanna en ekki síður meðal aðila vinnumarkaðar. Núverandi fyrirkomulag hefur ekki reynst okkur vel. Krónan hefur alla tíð verið afar óstöðugur gjaldmiðill. Þessi óstöðugleiki hefur valdið verðbólgu sem hér er mun hærri að jafnaði en í nágrannalöndum okkar, vextir sömuleiðis og ekkert sem bendir til þess að þessi mikli sveigjanleiki hafi skilað okkur neinum sérstökum ávinningi en kostnaðurinn er óumdeilanlegur. Það á að gera þá kröfu til stjórnmálanna að þau leggi fram raunhæfar lausnir um það hvernig við gerum lífskjör hér samkeppnisfær við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Til þess höfum við alla burði. Viðreisn hefur lagt fram heildstæða sýn á framtíðarskipan peningamála hér, sem skilað gæti okkur mun lægra vaxtastigi og stöðugu gengi og minnkað til muna líkurnar á því að unga fólkið, börnin okkar, velji sér annað land til búsetu í framtíðinni. Þetta er risavaxið hagsmunamál fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Stjórnmálaflokkar sem gagnrýna og hafna þessari lausn verða að sýna fram á að þeir hafi eitthvað betra fram að færa. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Í vikunni tók ég þátt í fyrstu kappræðunum á mínum pólitíska ferli. Það var skemmtileg reynsla. Ég undirbjó mig eins og ég væri að fara í munnlegt próf, en gerðist að sögn konunnar minnar sekur um tískumistök í skyrtuvali. Fyrir lífið í landinu á næstu áratugum skiptir mestu máli að hér verði samkeppnishæf lífskjör fyrir fólk sem fætt er á síðustu árum 20 aldar. Þessi hópur ungra heimsborgara mun ekki láta bjóða sér að borga íbúðirnar sínar þrisvar vegna ofurvaxtanna sem hér eru í boði. Ástæða þessarar lífskjaraskekkju milli Íslands og annarra Norðurlanda, til dæmis, er hin sveiflukennda og óstöðuga íslenska króna.90 þúsund króna launahækkun Í þættinum ræddi ég meðal annars hugmyndir okkar í Viðreisn um að festa gengi krónunnar með svonefndu myntráði til að lækka hér vexti og skapa stöðugt gengi. Það er ekki ásættanlegt hversu miklu hærri vextir eru hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Ef okkur tækist að helminga núverandi vaxtamun samsvarar það 500 þúsund króna lækkun á vaxtabyrði fyrir fjölskyldu með dæmigert 20 milljóna króna húsnæðislán. Það samsvarar um 90 þúsund króna launahækkun á mánuði. Vaxtalækkun er því ein mesta kjarabót heimilanna. Umræðan um leið okkar í Viðreisn til að lækka vexti er vissulega nokkuð tæknileg og flókin á köflum. Í einföldu máli er hér hins vegar um að ræða leið sem Seðlabankinn telur raunhæfa og fjöldi annarra landa hefur stuðst við með góðum árangri. Það er miður að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa ákaflega óljósa stefnu, ef þá nokkra, í því hvernig hér sé hægt að bjóða upp á sambærilega vexti og nágrannalönd okkar. Bæði þau Lilja og Smári settu fram ágæta gagnrýni á hugmyndir okkar. Lilja telur farsælast að halda áfram á sömu leið með háa vexti og sveiflukennt gengi, Smári taldi leið Króatíu farsælli en þá sem við boðum. Auðvitað er engin lausn í peningamálum gallalaus. Hvað myntráð varðar skiptir mestu að hagstjórn okkar sé nægjanlega traust og styðji við fastgengisstefnuna. Það á endanum skapar þann trúverðugleika sem er nauðsynlegt skilyrði stöðugleika til lengri tíma.Óbreytt ástand ekki í boði Það gefur auga leið að svo róttæk breyting á peningastefnu okkar yrði ekki gerð án vandlegs undirbúnings og nokkurs aðdraganda. Um þetta fyrirkomulag þyrfti líka að ríkja víðtæk sátt bæði meðal þingmanna en ekki síður meðal aðila vinnumarkaðar. Núverandi fyrirkomulag hefur ekki reynst okkur vel. Krónan hefur alla tíð verið afar óstöðugur gjaldmiðill. Þessi óstöðugleiki hefur valdið verðbólgu sem hér er mun hærri að jafnaði en í nágrannalöndum okkar, vextir sömuleiðis og ekkert sem bendir til þess að þessi mikli sveigjanleiki hafi skilað okkur neinum sérstökum ávinningi en kostnaðurinn er óumdeilanlegur. Það á að gera þá kröfu til stjórnmálanna að þau leggi fram raunhæfar lausnir um það hvernig við gerum lífskjör hér samkeppnisfær við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Til þess höfum við alla burði. Viðreisn hefur lagt fram heildstæða sýn á framtíðarskipan peningamála hér, sem skilað gæti okkur mun lægra vaxtastigi og stöðugu gengi og minnkað til muna líkurnar á því að unga fólkið, börnin okkar, velji sér annað land til búsetu í framtíðinni. Þetta er risavaxið hagsmunamál fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Stjórnmálaflokkar sem gagnrýna og hafna þessari lausn verða að sýna fram á að þeir hafi eitthvað betra fram að færa. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun