Frammistaða Baldwin í gervi forsetaframbjóðandans í síðustu viku vakti verðskuldaða athygli enda þótti mörgum hann ná að fanga sérkenni Trumps af mikilli list. Hið sama var upp á teningnum í gær en þar lék Washington Post-myndbandsbirtingarhneykslið lykilhlutverk.
Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum
Í innslaginu biðst Baldwin meðal annars afsökunar fyrir hönd auðkýfingsins, eða, svona næstum því.
Þetta er í annað sinn sem Baldwin hefur leikið Trump í þáttunum. Hann er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að SNL því hann hefur verið kynnir þáttarins í sextán skipti, flest allra.
Sjá má brot úr þætti gærkvöldsins að neðan.