Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Víkingur Ó. 4-1 | Stjarnan í Evrópukeppni og Ólafsvíkingar öruggir Árni Jóhannsson á Samsung-vellinum skrifar 1. október 2016 15:45 Hörður Árnason, bakvörður Stjörnunnar. vísir/eyþór Stjörnumenn tryggðu sér annað sætið í Pepsi-deild karla árið 2016 með því að kjöldraga Víking frá Ólafsvík 4-1 á Samsung vellinum í dag. Yfirburðir Stjörnunnar voru algerir og réðu þeir lögum og lofum á vellinum í nánast 90 mínútur. Staðan var samt sem áður einungis 1-0 í hálfleik en fyrri hálfleikur var tíðindalítill fyrir utan þetta eina mark. Í seinni háfleik héldu yfirburðirnir áfram og gerðu heimamenn 3 mörk til að gera út um leikinn. Gestirnir náðu að klóra í bakkann með marki úr víti. Um markaskorunina sáu þeir Ævar Ingi Jóhannesson, Veigar Páll Gunnarsson tvisvar og Arnar Már Björgvinsson fyrir Stjörnuna en Hrvoje Tokic fyrir Víkinga. Stjörnumenn leika þar með í Evrópukeppni á næsta ári en Víkingur Ól. heldur veru sinni í Pepsi deildinni þar sem Fylkir tapaði fyrir KR.Afhverju vann Stjarnan?Stjörnumenn voru einfaldlega betri aðilinn í leiknum í dag og sýnir stöðutaflan einnig getumuninn á liðunum. Stjarnan í öðru sæti og Víkingur Ólafsvík í því tíunda. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en Stjörnumenn voru meira með boltann og áttu betri upphlaup án þess þó að skapa sér færi sem vert er að tala um. Þeir skoruðu þó eitt mark en Víkingur náði ekki að ógna marki þeirra að neinu ráði. Yfirburðirnir jukust ef eitthvað var í seinni hálfleik og hefðu mörkin geta verið mikið fleiri en þessi þrjú sem Stjarnan skoraði. Þó kom 10 mínútna kafli þar sem Víkingur gerði sig líklegan og skoraði eitt mark úr víti en Stjörnumenn voru fljótir að drepa þær vonir nánast í fæðingu.Þessir stóðu upp úrStjörnumenn virkuðu þéttir út um allan völl en vörn þeirra gaf mjög fá færi á sér í dag og miðjumennirnir voru góðir í að brjóta á bak aftur sóknir gestanna og byrja sóknir heimamanna. Fremstu leikmennirnir voru þá góðir að sækja upp og koma liðinu í góðar stöður. Maður leiksins var valinn Veigar Páll Gunnarsson sem kom inn á í fyrri hálfleik þegar Hilmar Árni Halldórsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og þá var Ævar Ingi Jóhannesson sprækur og skoraði að auki eitt mark.Hvað gekk illa? Stjörnumönnum gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik þó þeir hefðu mikla yfirburði en skerpt var á línunum í hálfleik og gekk þeim betur að skapa sér færi í þeim seinni. Víkingum gekk illa allan leikinn að skapa sér færi og virtist oft að þeir vissu ekki hvað ætti að gera þegar þeir komust á seinasta þriðjung vallarins. Þá gekk þeim illa að halda Stjörnumönnum frá vítateig sínum ásamt því að sendingar rötuðu ekki alltaf á næst mann.Hvað gerist næst?Nú er tímabilinu lokið og liðin fara í verðskuldað frí frá fótbolta. Stjörnumenn sitja í öðru sæti þegar allir punktarnir hafa verið taldir upp úr pokanum og munu spila í Evrópukeppni á næsta ári en það var markmið þeirra fyrst þeir náðu ekki að vinna deildina. Víkingur Ólafsvík safnar liði til að spila aftur í Pepsi-deildinni að ári en það er þá í fyrsta sinn sem þeir ná að spila tvö ár í röð í deild þeirra bestu. Bæði lið fara þá yfir leikmannahópa sína og ákveða hvar þeir þurfa að styrkja sig en þó með mismunandi áherslum. Stjarnan þarf breiðan hóp ef þeir ætla að geta staðið sig vel bæði í Evrópu og í Pepsi-deildinni og Víkingur þarf að athuga hvar þeir þurfa að styrkja sig svo þeir þurfi ekki seinustu umferðina til að tryggja sæti sitt í deildinni.Veigar Páll Gunnarsson: Ætla að taka allavega eitt ár í viðbót. Veigar Páll var á því að góður seinni hálfleikur hafi verið það sem skapaði góðan sigur Stjörnunnar á Víking Ólafsvík í dag. „Þetta var frekar jafn fyrri hálfleikur og við komumst ekki almennilega í gang en vorum heppnir að fara inn með 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik opnaðist leikurinn og við nýttum okkur það og vinnum sannfærandi sigur.“ „Það er rétt að deildin spilaðist öll dálítið furðulega, ekkert lið sem var sannfærandi í ár sem hentaði okkur mjög vel þar sem við höfum ekki heldur verið sannfærandi en endum engu að síður í öðru sæti. Við tökum því klárlega fagnandi“, sagði Veigar Páll um tímabilið sem var að ljúka. Hann var að lokum spurður að því hvort hann væri tilbúinn í eitt ár í viðbót en hann er samningslaus eftir tímabilið. „Það er svolítil óvissa hjá mér eins og er en ég vonandi sýndi það í dag að ég eigi eitthvað eftir. Mér líður eins og ég eigi allaveganna eitt ár í viðbót og ég ætla að gera það.“Ejub Pjurisevic: Það verða breytingar á hópnum okkar Þjálfari Víkings frá Ólafsvík var sammála blaðamanni þegar hann spurði hvort að þetta liti út þannig að úrslitin í dag skiptu ekki máli heldur að Víkingur Ólafsvík yrði í efstu deild að ári. „Við erum búnir að spila 22 leiki og það þarf að telja upp úr pokanum í restina, er það ekki það sem menn segja? Fyrri umferðin hjá okkur var mjög góð og oftar en ekki spiluðum við yfir getu og við þurfum að skoða það hjá okkur hvernig við eigum að vinna leiki. Sem betur fer fengum við mikið af stigum í fyrri umferðinni.“ „Í seinni umferðinni, sérstaklega eftir verslunarmannahelgi, þá spiluðum við illa en náðum að koma til baka og áttum mjög góða leiki í seinustu fimm eða sex leikjunum þar sem hlutirnir þurftu bara að falla meira með okkur.“ Ejub var spurður út í næsta ár en hann telur líklegt að hann verði áfram við stjórnvölin hjá Víking Ólafsvík. „Ég á eftir að ræða ýmsa hluti en það þarf að breyta hópnum hjá okkur og það mun gerast ef ég fæ að ráða því. Sumir leikmenn vilja kannski ekki vera áfram hjá okkur og suma leikmenn viljum við ekki þannig að það þarf að breyta hópnum fyrir næsta tímabil.“Rúnar Páll Sigmundsson: Heilt yfir frábært tímabil hjá okkur Þjálfari Stjörnunar var að vonum ánægður þegar blaðamaður náði tali af honum eftir leikinn á móti Víking Ólafsvík í dag. „Leikurinn spilaðist eins og við reiknuðum með þar sem þeir lágu mikið til baka og voru þéttir fyrir og við fengum að finna fyrir því. Það var mikilvægt fyrir okkur að ná forystunni en 1-0 staða er gífurlega óþægileg staða þar sem allt getur gerst. Svo kemur upp staðan 2-1 og hún er enn óþægilegri. Þriðja og fjórða markið gerðu það svo að verkum að manni leið mjög vel.“ Rúnar var beðinn um að gera upp tímabilið sem var dálítið furðulegt hjá Stjörnunni. „Þetta snýst allt um það hvar þú ert í lokin, þú munt eiga góða og dapra leiki. Þú getur átt góða leiki og ekki náð úrslitunum eins og við lentum í byrjun seinni umferðarinnar. Fengum engin stig en spiluðum vel og fengum mikla gagnrýni þar sem allt var sagt ómögulegt hérna í Garðabænum en þær raddir komu flestar utan bæjarins.“ „Við höfðum alltaf trú á okkur enda erum við með gott lið og náðum að vinna seinustu fjóra leikina sem við settum upp sem úrslitaleiki þar sem ekkert mátti klikka ef við ætluðum að ná þessu Evrópusæti sem var orðið markmiðið eftir að við sáum að við gátum ekki unnið mótið. Við náðum að klára þetta annað sæti sem er næstbesti árangur Stjörnunnar og spilum í Evrópu á næsta ári en þar viljum við vera. Heilt yfir frábært tímabil hjá okkur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Stjörnumenn tryggðu sér annað sætið í Pepsi-deild karla árið 2016 með því að kjöldraga Víking frá Ólafsvík 4-1 á Samsung vellinum í dag. Yfirburðir Stjörnunnar voru algerir og réðu þeir lögum og lofum á vellinum í nánast 90 mínútur. Staðan var samt sem áður einungis 1-0 í hálfleik en fyrri hálfleikur var tíðindalítill fyrir utan þetta eina mark. Í seinni háfleik héldu yfirburðirnir áfram og gerðu heimamenn 3 mörk til að gera út um leikinn. Gestirnir náðu að klóra í bakkann með marki úr víti. Um markaskorunina sáu þeir Ævar Ingi Jóhannesson, Veigar Páll Gunnarsson tvisvar og Arnar Már Björgvinsson fyrir Stjörnuna en Hrvoje Tokic fyrir Víkinga. Stjörnumenn leika þar með í Evrópukeppni á næsta ári en Víkingur Ól. heldur veru sinni í Pepsi deildinni þar sem Fylkir tapaði fyrir KR.Afhverju vann Stjarnan?Stjörnumenn voru einfaldlega betri aðilinn í leiknum í dag og sýnir stöðutaflan einnig getumuninn á liðunum. Stjarnan í öðru sæti og Víkingur Ólafsvík í því tíunda. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en Stjörnumenn voru meira með boltann og áttu betri upphlaup án þess þó að skapa sér færi sem vert er að tala um. Þeir skoruðu þó eitt mark en Víkingur náði ekki að ógna marki þeirra að neinu ráði. Yfirburðirnir jukust ef eitthvað var í seinni hálfleik og hefðu mörkin geta verið mikið fleiri en þessi þrjú sem Stjarnan skoraði. Þó kom 10 mínútna kafli þar sem Víkingur gerði sig líklegan og skoraði eitt mark úr víti en Stjörnumenn voru fljótir að drepa þær vonir nánast í fæðingu.Þessir stóðu upp úrStjörnumenn virkuðu þéttir út um allan völl en vörn þeirra gaf mjög fá færi á sér í dag og miðjumennirnir voru góðir í að brjóta á bak aftur sóknir gestanna og byrja sóknir heimamanna. Fremstu leikmennirnir voru þá góðir að sækja upp og koma liðinu í góðar stöður. Maður leiksins var valinn Veigar Páll Gunnarsson sem kom inn á í fyrri hálfleik þegar Hilmar Árni Halldórsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og þá var Ævar Ingi Jóhannesson sprækur og skoraði að auki eitt mark.Hvað gekk illa? Stjörnumönnum gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik þó þeir hefðu mikla yfirburði en skerpt var á línunum í hálfleik og gekk þeim betur að skapa sér færi í þeim seinni. Víkingum gekk illa allan leikinn að skapa sér færi og virtist oft að þeir vissu ekki hvað ætti að gera þegar þeir komust á seinasta þriðjung vallarins. Þá gekk þeim illa að halda Stjörnumönnum frá vítateig sínum ásamt því að sendingar rötuðu ekki alltaf á næst mann.Hvað gerist næst?Nú er tímabilinu lokið og liðin fara í verðskuldað frí frá fótbolta. Stjörnumenn sitja í öðru sæti þegar allir punktarnir hafa verið taldir upp úr pokanum og munu spila í Evrópukeppni á næsta ári en það var markmið þeirra fyrst þeir náðu ekki að vinna deildina. Víkingur Ólafsvík safnar liði til að spila aftur í Pepsi-deildinni að ári en það er þá í fyrsta sinn sem þeir ná að spila tvö ár í röð í deild þeirra bestu. Bæði lið fara þá yfir leikmannahópa sína og ákveða hvar þeir þurfa að styrkja sig en þó með mismunandi áherslum. Stjarnan þarf breiðan hóp ef þeir ætla að geta staðið sig vel bæði í Evrópu og í Pepsi-deildinni og Víkingur þarf að athuga hvar þeir þurfa að styrkja sig svo þeir þurfi ekki seinustu umferðina til að tryggja sæti sitt í deildinni.Veigar Páll Gunnarsson: Ætla að taka allavega eitt ár í viðbót. Veigar Páll var á því að góður seinni hálfleikur hafi verið það sem skapaði góðan sigur Stjörnunnar á Víking Ólafsvík í dag. „Þetta var frekar jafn fyrri hálfleikur og við komumst ekki almennilega í gang en vorum heppnir að fara inn með 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik opnaðist leikurinn og við nýttum okkur það og vinnum sannfærandi sigur.“ „Það er rétt að deildin spilaðist öll dálítið furðulega, ekkert lið sem var sannfærandi í ár sem hentaði okkur mjög vel þar sem við höfum ekki heldur verið sannfærandi en endum engu að síður í öðru sæti. Við tökum því klárlega fagnandi“, sagði Veigar Páll um tímabilið sem var að ljúka. Hann var að lokum spurður að því hvort hann væri tilbúinn í eitt ár í viðbót en hann er samningslaus eftir tímabilið. „Það er svolítil óvissa hjá mér eins og er en ég vonandi sýndi það í dag að ég eigi eitthvað eftir. Mér líður eins og ég eigi allaveganna eitt ár í viðbót og ég ætla að gera það.“Ejub Pjurisevic: Það verða breytingar á hópnum okkar Þjálfari Víkings frá Ólafsvík var sammála blaðamanni þegar hann spurði hvort að þetta liti út þannig að úrslitin í dag skiptu ekki máli heldur að Víkingur Ólafsvík yrði í efstu deild að ári. „Við erum búnir að spila 22 leiki og það þarf að telja upp úr pokanum í restina, er það ekki það sem menn segja? Fyrri umferðin hjá okkur var mjög góð og oftar en ekki spiluðum við yfir getu og við þurfum að skoða það hjá okkur hvernig við eigum að vinna leiki. Sem betur fer fengum við mikið af stigum í fyrri umferðinni.“ „Í seinni umferðinni, sérstaklega eftir verslunarmannahelgi, þá spiluðum við illa en náðum að koma til baka og áttum mjög góða leiki í seinustu fimm eða sex leikjunum þar sem hlutirnir þurftu bara að falla meira með okkur.“ Ejub var spurður út í næsta ár en hann telur líklegt að hann verði áfram við stjórnvölin hjá Víking Ólafsvík. „Ég á eftir að ræða ýmsa hluti en það þarf að breyta hópnum hjá okkur og það mun gerast ef ég fæ að ráða því. Sumir leikmenn vilja kannski ekki vera áfram hjá okkur og suma leikmenn viljum við ekki þannig að það þarf að breyta hópnum fyrir næsta tímabil.“Rúnar Páll Sigmundsson: Heilt yfir frábært tímabil hjá okkur Þjálfari Stjörnunar var að vonum ánægður þegar blaðamaður náði tali af honum eftir leikinn á móti Víking Ólafsvík í dag. „Leikurinn spilaðist eins og við reiknuðum með þar sem þeir lágu mikið til baka og voru þéttir fyrir og við fengum að finna fyrir því. Það var mikilvægt fyrir okkur að ná forystunni en 1-0 staða er gífurlega óþægileg staða þar sem allt getur gerst. Svo kemur upp staðan 2-1 og hún er enn óþægilegri. Þriðja og fjórða markið gerðu það svo að verkum að manni leið mjög vel.“ Rúnar var beðinn um að gera upp tímabilið sem var dálítið furðulegt hjá Stjörnunni. „Þetta snýst allt um það hvar þú ert í lokin, þú munt eiga góða og dapra leiki. Þú getur átt góða leiki og ekki náð úrslitunum eins og við lentum í byrjun seinni umferðarinnar. Fengum engin stig en spiluðum vel og fengum mikla gagnrýni þar sem allt var sagt ómögulegt hérna í Garðabænum en þær raddir komu flestar utan bæjarins.“ „Við höfðum alltaf trú á okkur enda erum við með gott lið og náðum að vinna seinustu fjóra leikina sem við settum upp sem úrslitaleiki þar sem ekkert mátti klikka ef við ætluðum að ná þessu Evrópusæti sem var orðið markmiðið eftir að við sáum að við gátum ekki unnið mótið. Við náðum að klára þetta annað sæti sem er næstbesti árangur Stjörnunnar og spilum í Evrópu á næsta ári en þar viljum við vera. Heilt yfir frábært tímabil hjá okkur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira