Skammast yfir því að meintur hryðjuverkamaður fái aðhlynningu Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 10:45 Donald Trump og Ahmad Khan Rahami. Vísir/EPA/NYPD Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur kvartað yfir því að Ahmad Khan Rahami fái meðferð á sjúkrahúsi. Hann segir ástandið undirstrika veikleika í þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær, en hann er grunaður um aðild að sprengjuárásum í New York og mögulega New Jersey. 29 særðust í einni sprengingunni. Rahami hefur verið ákærður fyrir fimm manndrápstilraunir eftir að hafa skotið á lögregluþjóna og sært tvo þeirra. Á kosningafundi í Flórída í gær sagði Trump að versti hlutinn við þetta væri að „nú munum við við veita honum frábæra aðhlynningu. Einhverjir bestu læknar heimsins munu hugsa um hann.“ Hann kvartaði einnig yfir því að Rahami, sem er bandarískur ríkisborgari, myndi fá að vera á nútímalegu sjúkrahúsi og að hann myndi líklegast fá herbergisþjónustu. Trump virtist mótmæla því að ríkið myndi veita Rahami góða lögmenn til að verja sig í dómstólum. Hann sagði að málaferli gegn honum myndu taka mörg ár og að endingu yrði refsing hans ekki jafn alvarleg og hún yrði ef honum yrði refsað fyrr. Stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggir ríkisborgurum rétt til lögfræðiaðstoðar. Þá hefur Rahami ekki verið dæmdur fyrir glæp.Donald Trump yngri hefur valdið miklum usla á Twitter eftir að hann líkti flóttamönnum við Skittles. Á mynd sem fylgdi tístinu er þeirri spurningu velt upp hvort að fólk myndi borða úr skál af Skittles ef það vissi af því að þrjú þeirra væru eitruð. Það væri vandi Bandaríkjanna varðandi flóttafólk frá Sýrlandi í hnotskurn. Trump yngri sagði myndina segja allt sem segja þyrfti.This image says it all. Let's end the politically correct agenda that doesn't put America first. #trump2016 pic.twitter.com/9fHwog7ssN— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) September 19, 2016 Fjölmargir hafa svarað Trump og birt myndir af börnum frá Sýrlandi eða myndir af særðu fólki og segja þetta fólk ekki vera sælgæti. Einnig hefur Mars fyrirtækið, sem á framleiðendur Skittles, tjáð sig um málið. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að taka á móti um tíu þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi.pic.twitter.com/VUwYKzqujc— Mars, Incorporated (@MarsGlobal) September 20, 2016 @DonaldJTrumpJr This is the equivalent of a red Skittle in your analogy. pic.twitter.com/NKvD5V07tE— Chris Jackson (@ChrisCJackson) September 19, 2016 Hey, @DonaldJTrumpJr -- These people look like Skittles to you? #Syria pic.twitter.com/OTUPeyuhC3— Kevin Eckery (@keckery) September 20, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur kvartað yfir því að Ahmad Khan Rahami fái meðferð á sjúkrahúsi. Hann segir ástandið undirstrika veikleika í þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær, en hann er grunaður um aðild að sprengjuárásum í New York og mögulega New Jersey. 29 særðust í einni sprengingunni. Rahami hefur verið ákærður fyrir fimm manndrápstilraunir eftir að hafa skotið á lögregluþjóna og sært tvo þeirra. Á kosningafundi í Flórída í gær sagði Trump að versti hlutinn við þetta væri að „nú munum við við veita honum frábæra aðhlynningu. Einhverjir bestu læknar heimsins munu hugsa um hann.“ Hann kvartaði einnig yfir því að Rahami, sem er bandarískur ríkisborgari, myndi fá að vera á nútímalegu sjúkrahúsi og að hann myndi líklegast fá herbergisþjónustu. Trump virtist mótmæla því að ríkið myndi veita Rahami góða lögmenn til að verja sig í dómstólum. Hann sagði að málaferli gegn honum myndu taka mörg ár og að endingu yrði refsing hans ekki jafn alvarleg og hún yrði ef honum yrði refsað fyrr. Stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggir ríkisborgurum rétt til lögfræðiaðstoðar. Þá hefur Rahami ekki verið dæmdur fyrir glæp.Donald Trump yngri hefur valdið miklum usla á Twitter eftir að hann líkti flóttamönnum við Skittles. Á mynd sem fylgdi tístinu er þeirri spurningu velt upp hvort að fólk myndi borða úr skál af Skittles ef það vissi af því að þrjú þeirra væru eitruð. Það væri vandi Bandaríkjanna varðandi flóttafólk frá Sýrlandi í hnotskurn. Trump yngri sagði myndina segja allt sem segja þyrfti.This image says it all. Let's end the politically correct agenda that doesn't put America first. #trump2016 pic.twitter.com/9fHwog7ssN— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) September 19, 2016 Fjölmargir hafa svarað Trump og birt myndir af börnum frá Sýrlandi eða myndir af særðu fólki og segja þetta fólk ekki vera sælgæti. Einnig hefur Mars fyrirtækið, sem á framleiðendur Skittles, tjáð sig um málið. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að taka á móti um tíu þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi.pic.twitter.com/VUwYKzqujc— Mars, Incorporated (@MarsGlobal) September 20, 2016 @DonaldJTrumpJr This is the equivalent of a red Skittle in your analogy. pic.twitter.com/NKvD5V07tE— Chris Jackson (@ChrisCJackson) September 19, 2016 Hey, @DonaldJTrumpJr -- These people look like Skittles to you? #Syria pic.twitter.com/OTUPeyuhC3— Kevin Eckery (@keckery) September 20, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00