KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2016 11:41 "Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir Þorsteinsson, forseti KSÍ, um tilboð EA Sports í réttindin fyrir að fá að nota íslenska karlalandsliðið í FIFA 17. Vísir/AFP Ástæðan fyrir því að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður ekki á meðal landsliða í tölvuleiknum FIFA 17 er sú að knattspyrnusambandi Íslands þótti upphæðin sem boðin var fyrir réttindi til notkunar á liðinu of lág. Greint var frá þessu fyrst á vef Nútímans. „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi um málið. Það er fyrirtækið EA Sports sem framleiðir FIFA 17 en Geir segir fyrirtækið hafa haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum. Var KSÍ tilkynnt að verið væri að loka leiknum fyrir útgáfu en það væri mikill vilji fyrir því að hafa íslenska karlalandsliðið í honum og koma því inn fyrir lokun. EA Sports sagði þó að fjármagnið sem áætlað var í framleiðslu leiksins væri allt að því uppurið og því ekki hægt að bjóða hátt. „Við komum með gagntilboð en það var ekki áhugi fyrir því,“ segir Geir Þorsteinsson við Vísi um málið.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VísirAðspurð hve há upphæðin var sagðist hann ekki vera með það alveg á hreinu þegar Vísir ræddi við hann. Erum við að tala um tugi milljóna?„Nei, ég held að það hafi verið nærri því að vera um ein milljón,“ segir Geir. Spurður hvort ekki hefði verið betra að taka þessu tilboði þar sem það hefði geta reynst mikil kynning fyrir íslenska knattspyrnu, og alls óvíst hvort slíkt tækifæri bjóðist aftur svarar Geir: „Þetta er bara eins og önnur viðskiptatækifæri. Ég er viss um að þeir urðu að meta það sínum megin frá. Íslenska landsliðið vakti athygli um allan heim. Við getum ekki gefið réttindin frá okkur.“ Fjörutíu og sjö karlalandslið eru í leiknum en íslenska karlalandsliðið er í 27. sæti á heimslistanum og komst í átta liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi í sumar eins og frægt er orðið. Geir segir EA Sports ekki heldur hafa spurst eftir því að fá að nota íslenska kvennalandsliðið í leiknum. Móðurfélag EA Sports, Electronic Arts, hagnaðist á síðasta ári um 875 milljónir dollara, um hundrað milljarðar íslenskra króna, og er ávallt ofarlega á lista yfir stærstu tölvuleikjaframleiðendur heims. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Ástæðan fyrir því að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður ekki á meðal landsliða í tölvuleiknum FIFA 17 er sú að knattspyrnusambandi Íslands þótti upphæðin sem boðin var fyrir réttindi til notkunar á liðinu of lág. Greint var frá þessu fyrst á vef Nútímans. „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi um málið. Það er fyrirtækið EA Sports sem framleiðir FIFA 17 en Geir segir fyrirtækið hafa haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum. Var KSÍ tilkynnt að verið væri að loka leiknum fyrir útgáfu en það væri mikill vilji fyrir því að hafa íslenska karlalandsliðið í honum og koma því inn fyrir lokun. EA Sports sagði þó að fjármagnið sem áætlað var í framleiðslu leiksins væri allt að því uppurið og því ekki hægt að bjóða hátt. „Við komum með gagntilboð en það var ekki áhugi fyrir því,“ segir Geir Þorsteinsson við Vísi um málið.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VísirAðspurð hve há upphæðin var sagðist hann ekki vera með það alveg á hreinu þegar Vísir ræddi við hann. Erum við að tala um tugi milljóna?„Nei, ég held að það hafi verið nærri því að vera um ein milljón,“ segir Geir. Spurður hvort ekki hefði verið betra að taka þessu tilboði þar sem það hefði geta reynst mikil kynning fyrir íslenska knattspyrnu, og alls óvíst hvort slíkt tækifæri bjóðist aftur svarar Geir: „Þetta er bara eins og önnur viðskiptatækifæri. Ég er viss um að þeir urðu að meta það sínum megin frá. Íslenska landsliðið vakti athygli um allan heim. Við getum ekki gefið réttindin frá okkur.“ Fjörutíu og sjö karlalandslið eru í leiknum en íslenska karlalandsliðið er í 27. sæti á heimslistanum og komst í átta liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi í sumar eins og frægt er orðið. Geir segir EA Sports ekki heldur hafa spurst eftir því að fá að nota íslenska kvennalandsliðið í leiknum. Móðurfélag EA Sports, Electronic Arts, hagnaðist á síðasta ári um 875 milljónir dollara, um hundrað milljarðar íslenskra króna, og er ávallt ofarlega á lista yfir stærstu tölvuleikjaframleiðendur heims.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira