Umfjöllun og myndir: Ísland - Skotland 1-2 | Toppsætið þrátt fyrir tap Anton Ingi Leifsson á Laugardalsvelli skrifar 20. september 2016 20:15 Stelpurnar þakka fyrir sig eftir leik. vísir/ernir Ísland tapaði fyrir Skotlandi, 2-1, í lokaleik kvennalandsliðið í riðlinum fyrir undankeppni EM í Hollandi næsta sumar, en Ísland hafði þegar tryggt sig inn á mótið. Þrátt fyrir tapið í dag hélt Ísland toppsætinu, en liðið tapaði einungis einum leik í riðlinum og það var leikurinn í kvöld. Ísland, sem hafði haldið hreinu í öllum níu leikjunum í undankeppninni fyrir þennan, fékk á sig fyrsta markið á 25. mínútu leiksins, en Fanndís Friðriksdóttir jafnaði fyrir hlé. Jane Ross skoraði sigurmarkið af vítapunktinum á 56. mínútu. Ein breyting var gerð á íslenska liðinu frá 4-0 sigrinum á Slóveníu á föstudaginn, en Elín Metta Jensen kom inn á hægri kantinn í stað Hólmfríðar Magnúsdóttur sem fékk sér sæti á bekknum. Skotarnir byrjuðu mikið betur en íslenska liðið og réðu algjölega ferðinni. Ísland náði lítið sem ekkert að halda boltanum og þegar Ísland fékk loksins boltann gáfu þær boltann rakleiðis útaf. Gestirnir höfðu ógnað með frábærum fyrirgjöfum og það kom ekki mikið á óvart þegar Skotland komst yfir með marki eftir eina slíka. Emma Mitchell gaf þá frábæra fyrirgjöf fyrir markið og Jane Ross skallaði boltann í netið og var þar af leiðandi fyrst til að skora á Ísland í undankeppninni. Frammistaða Íslands var langt frá því að vera sannfærandi í fyrri hálfleik, en liðinu gekk afar illa að halda boltanum. Það var því dálítið gegn gangi leiksins þegar Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin með laglegri vippu yfir markvörð Skota, en Fanndís fékk góða sendingu inn fyrir frá Berglindi Björgu. Staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja og gat íslenska liðið prísað sig sæla að vera með jafna stöðu í hálfleik enda voru Skotar með tögl og haldir á fyrri hálfleik, fyrir utan síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik, en Ísland með svona gott sóknarlið getur alltaf refsað fyrir mistök og það gerði Fanndís. Allt annað var að fylgjast með íslenska liðinu í síðari hálfleik. Boltinn gekk hraðar, sóknirnar voru beinskeyttari, hreyfaleikinn var meiri, en Skotarnir áttu þó bestu tilraunina í upphafi síðari hálfleiks þegar Caroline Weir þrumaði boltanum í stöngina af löngu færi. Það voru hins vegar Skotarnir sem náðu aftur forystunni þegar Jane Ross skoraði annað mark sitt og Skota, en hún skoraði af vítapunktinum eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir braut á Lisu Evans innan teigs. Fljótlega eftir markið gerðu þeir Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson, þjálfarar Íslands, tvöfalda breytingu og með Gunnhildi kom mikið líf inn á miðsvæðið, en hún var afar dugleg og færði íslenska liðinu mikin kraft. Dagný Brynjarsdóttir fékk gott tækifæri til að jafna metin, en brást bogalistinn. Okkar stúlkum gekk ekki alveg nægilega vel að skapa sér afgerandi marktækifæri, en tækifærin til þess að búa til góð færi voru sannarlega til staðar. Lokatölur urðu 2-1 sigur Skotland og fyrsta tapið og fyrstu mörkin sem Ísland fær á sig riðlinum staðreynd í lokaleiknum. Þrátt fyrir tapið varð Ísland efst í riðlinum, en stelpurnar voru með betri markatölu en Skotland sem lenti í öðru sætinu. Spilamennskan var ekki góð í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en jafntefli hefði ekki verið ósanngjörn úrslit. Staðreyndin er samt sú að Ísland er á leið á EM í þriðja skiptið í röð næsta sumar og nú hefst undirbúningur fyrir lokamótið með tilheyrandi æfingarleikjum og slíku. Stelpurnar hafa staðið sig vel í riðlinum og eru vel að þessu komnar, þrátt fyrir tapið í kvöld. vísir/ernirvísir/ernir EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Skotlandi, 2-1, í lokaleik kvennalandsliðið í riðlinum fyrir undankeppni EM í Hollandi næsta sumar, en Ísland hafði þegar tryggt sig inn á mótið. Þrátt fyrir tapið í dag hélt Ísland toppsætinu, en liðið tapaði einungis einum leik í riðlinum og það var leikurinn í kvöld. Ísland, sem hafði haldið hreinu í öllum níu leikjunum í undankeppninni fyrir þennan, fékk á sig fyrsta markið á 25. mínútu leiksins, en Fanndís Friðriksdóttir jafnaði fyrir hlé. Jane Ross skoraði sigurmarkið af vítapunktinum á 56. mínútu. Ein breyting var gerð á íslenska liðinu frá 4-0 sigrinum á Slóveníu á föstudaginn, en Elín Metta Jensen kom inn á hægri kantinn í stað Hólmfríðar Magnúsdóttur sem fékk sér sæti á bekknum. Skotarnir byrjuðu mikið betur en íslenska liðið og réðu algjölega ferðinni. Ísland náði lítið sem ekkert að halda boltanum og þegar Ísland fékk loksins boltann gáfu þær boltann rakleiðis útaf. Gestirnir höfðu ógnað með frábærum fyrirgjöfum og það kom ekki mikið á óvart þegar Skotland komst yfir með marki eftir eina slíka. Emma Mitchell gaf þá frábæra fyrirgjöf fyrir markið og Jane Ross skallaði boltann í netið og var þar af leiðandi fyrst til að skora á Ísland í undankeppninni. Frammistaða Íslands var langt frá því að vera sannfærandi í fyrri hálfleik, en liðinu gekk afar illa að halda boltanum. Það var því dálítið gegn gangi leiksins þegar Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin með laglegri vippu yfir markvörð Skota, en Fanndís fékk góða sendingu inn fyrir frá Berglindi Björgu. Staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja og gat íslenska liðið prísað sig sæla að vera með jafna stöðu í hálfleik enda voru Skotar með tögl og haldir á fyrri hálfleik, fyrir utan síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik, en Ísland með svona gott sóknarlið getur alltaf refsað fyrir mistök og það gerði Fanndís. Allt annað var að fylgjast með íslenska liðinu í síðari hálfleik. Boltinn gekk hraðar, sóknirnar voru beinskeyttari, hreyfaleikinn var meiri, en Skotarnir áttu þó bestu tilraunina í upphafi síðari hálfleiks þegar Caroline Weir þrumaði boltanum í stöngina af löngu færi. Það voru hins vegar Skotarnir sem náðu aftur forystunni þegar Jane Ross skoraði annað mark sitt og Skota, en hún skoraði af vítapunktinum eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir braut á Lisu Evans innan teigs. Fljótlega eftir markið gerðu þeir Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson, þjálfarar Íslands, tvöfalda breytingu og með Gunnhildi kom mikið líf inn á miðsvæðið, en hún var afar dugleg og færði íslenska liðinu mikin kraft. Dagný Brynjarsdóttir fékk gott tækifæri til að jafna metin, en brást bogalistinn. Okkar stúlkum gekk ekki alveg nægilega vel að skapa sér afgerandi marktækifæri, en tækifærin til þess að búa til góð færi voru sannarlega til staðar. Lokatölur urðu 2-1 sigur Skotland og fyrsta tapið og fyrstu mörkin sem Ísland fær á sig riðlinum staðreynd í lokaleiknum. Þrátt fyrir tapið varð Ísland efst í riðlinum, en stelpurnar voru með betri markatölu en Skotland sem lenti í öðru sætinu. Spilamennskan var ekki góð í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en jafntefli hefði ekki verið ósanngjörn úrslit. Staðreyndin er samt sú að Ísland er á leið á EM í þriðja skiptið í röð næsta sumar og nú hefst undirbúningur fyrir lokamótið með tilheyrandi æfingarleikjum og slíku. Stelpurnar hafa staðið sig vel í riðlinum og eru vel að þessu komnar, þrátt fyrir tapið í kvöld. vísir/ernirvísir/ernir
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira