George Soros fjárfestir í flóttafólki Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2016 10:12 George Soros. Vísir/Getty Viðskiptajöfurinn George Soros ætlar að verja hálfum milljarði dala, um 57,5 milljörðum króna, til aðstoðar farands- og flóttafólks. Hann gagnrýnir að ekki hafi tekist að skapa heilstæða stefnu til að koma til móts við flóttamannavandann. „Ég hef ákveðið að verja hálfum milljarði í fjárfestingar sem koma að þörfum farands- og flóttafólki og þeim samfélögum sem taka á móti þeim,“ skrifar Soros á vef Wall Street Journal (aðgangur nauðsynlegur). Farið er yfir grein Soros á vef Time, en þar kemur fram að hann segir nauðsynlegt að ríkisstjórnir heimsins leiði leitina að lausnum, en nauðsynlegt sé að virkja einkageirann. „Ég mun fjárfesta í sprotafyrirtækjum, samfélagsverkefnum og eldri fyrirtækjum sem stofnuð hafa verið af farands- og flóttafólki. Mitt helsta markmið er að hjálpa fólkinu sem kemur til Evrópu en ég mun leita að góðum fjárfestingatækifærum sem munu gagnast fólki um allan heim.“ Fjárfestingarnar sem um ræðir verða í eigu góðgerðasamtaka hans sem heita Open Society Foundations. Soros ætlar að vera í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og segist vonast til þess að ákvörðun hans muni hvetja aðra fjárfesta til að taka svipaðar aðgerðir. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Viðskiptajöfurinn George Soros ætlar að verja hálfum milljarði dala, um 57,5 milljörðum króna, til aðstoðar farands- og flóttafólks. Hann gagnrýnir að ekki hafi tekist að skapa heilstæða stefnu til að koma til móts við flóttamannavandann. „Ég hef ákveðið að verja hálfum milljarði í fjárfestingar sem koma að þörfum farands- og flóttafólki og þeim samfélögum sem taka á móti þeim,“ skrifar Soros á vef Wall Street Journal (aðgangur nauðsynlegur). Farið er yfir grein Soros á vef Time, en þar kemur fram að hann segir nauðsynlegt að ríkisstjórnir heimsins leiði leitina að lausnum, en nauðsynlegt sé að virkja einkageirann. „Ég mun fjárfesta í sprotafyrirtækjum, samfélagsverkefnum og eldri fyrirtækjum sem stofnuð hafa verið af farands- og flóttafólki. Mitt helsta markmið er að hjálpa fólkinu sem kemur til Evrópu en ég mun leita að góðum fjárfestingatækifærum sem munu gagnast fólki um allan heim.“ Fjárfestingarnar sem um ræðir verða í eigu góðgerðasamtaka hans sem heita Open Society Foundations. Soros ætlar að vera í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og segist vonast til þess að ákvörðun hans muni hvetja aðra fjárfesta til að taka svipaðar aðgerðir.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira