George Soros fjárfestir í flóttafólki Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2016 10:12 George Soros. Vísir/Getty Viðskiptajöfurinn George Soros ætlar að verja hálfum milljarði dala, um 57,5 milljörðum króna, til aðstoðar farands- og flóttafólks. Hann gagnrýnir að ekki hafi tekist að skapa heilstæða stefnu til að koma til móts við flóttamannavandann. „Ég hef ákveðið að verja hálfum milljarði í fjárfestingar sem koma að þörfum farands- og flóttafólki og þeim samfélögum sem taka á móti þeim,“ skrifar Soros á vef Wall Street Journal (aðgangur nauðsynlegur). Farið er yfir grein Soros á vef Time, en þar kemur fram að hann segir nauðsynlegt að ríkisstjórnir heimsins leiði leitina að lausnum, en nauðsynlegt sé að virkja einkageirann. „Ég mun fjárfesta í sprotafyrirtækjum, samfélagsverkefnum og eldri fyrirtækjum sem stofnuð hafa verið af farands- og flóttafólki. Mitt helsta markmið er að hjálpa fólkinu sem kemur til Evrópu en ég mun leita að góðum fjárfestingatækifærum sem munu gagnast fólki um allan heim.“ Fjárfestingarnar sem um ræðir verða í eigu góðgerðasamtaka hans sem heita Open Society Foundations. Soros ætlar að vera í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og segist vonast til þess að ákvörðun hans muni hvetja aðra fjárfesta til að taka svipaðar aðgerðir. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptajöfurinn George Soros ætlar að verja hálfum milljarði dala, um 57,5 milljörðum króna, til aðstoðar farands- og flóttafólks. Hann gagnrýnir að ekki hafi tekist að skapa heilstæða stefnu til að koma til móts við flóttamannavandann. „Ég hef ákveðið að verja hálfum milljarði í fjárfestingar sem koma að þörfum farands- og flóttafólki og þeim samfélögum sem taka á móti þeim,“ skrifar Soros á vef Wall Street Journal (aðgangur nauðsynlegur). Farið er yfir grein Soros á vef Time, en þar kemur fram að hann segir nauðsynlegt að ríkisstjórnir heimsins leiði leitina að lausnum, en nauðsynlegt sé að virkja einkageirann. „Ég mun fjárfesta í sprotafyrirtækjum, samfélagsverkefnum og eldri fyrirtækjum sem stofnuð hafa verið af farands- og flóttafólki. Mitt helsta markmið er að hjálpa fólkinu sem kemur til Evrópu en ég mun leita að góðum fjárfestingatækifærum sem munu gagnast fólki um allan heim.“ Fjárfestingarnar sem um ræðir verða í eigu góðgerðasamtaka hans sem heita Open Society Foundations. Soros ætlar að vera í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og segist vonast til þess að ákvörðun hans muni hvetja aðra fjárfesta til að taka svipaðar aðgerðir.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira