Klinsmann hjálpaði Aroni í gegnum meiðslin Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2016 13:15 Jürgen Klinsmann vill greinilega fá Aron Jóhannsson aftur í landsliðið. vísir/getty Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í liði Werder Bremen, er kominn aftur af stað eftir langvarandi meiðsli en hann skoraði á dögunum sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið. Hann fær nú reyndar tveggja leikja hvíld eftir að næla sér í rautt spjald í síðasta leik fyrir kjaftbrúk sem Aron segir byggt á misskilningi. Hann var einnig sektaður um 8.000 evrur.Sjá einnig:„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Aron hefur meiðslanna vegna ekki spilað fyrir bandaríska landsliðið í rúmt ár en hann er búinn að vera fastamaður í bandaríska hópnum í þrjú ár og spilaði einn leik á HM 2014 í Brasilíu. Í viðtali við íþróttadeild segist Aron alls ekki hræddur um stöðu sína hjá bandaríska liðinu þrátt fyrir að vera svona lengi frá. Þvert á móti býst hann við að vera í næsta hóp en Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefur fylgst vel með Aroni í meiðslunum og gert hvað hann getur til að hjálpa honum af stað. „Ég skil að enginn er búinn að vera að reikna með mér í hóp undanfarið þar sem ég er búinn að vera frá í eitt ár. Ég á samt von á því að vera valinn í næsta hóp. Það eru tveir vináttuleikir framundan í október,“ segir Aron við Vísi.Sjá einnig:Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist „Jürgen er búinn að vera að hjálpa mér í gegnum meiðslin. Hann þekkir sérfræðinga í München sem hann sendi mig til þar sem ég var í skoðun og meðhöndlun. Aðstoðarþjálfari bandaríska liðsins, sem er frægur fyrrverandi leikmaður Bremen, er líka búinn að kíkja hingað til mín nokkrum sinnum,“ segir Aron Jóhannsson.Ítarlegt viðtal við Aron um meiðslin, endurkomuna og tilfinningaríka fagnið gegn Augsburg verður í Fréttablaðinu á morgun. Þýski boltinn Tengdar fréttir Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30 Aron á skotskónum en Alfreð hafði betur í Íslendingaslagnum Aron Jóhannsson komst á blað í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en þurfti að sætta sig við tap gegn Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg á heimavelli.K 11. september 2016 15:30 Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20 Ráðleggingar Alfreðs dugðu ekki til og Aron skoraði úr víti | Myndband Nú stendur yfir leikur Werder Bremen og Augsburg í 2. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Staðan er 1-1 en klukkutími er liðinn af leiknum 11. september 2016 14:44 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í liði Werder Bremen, er kominn aftur af stað eftir langvarandi meiðsli en hann skoraði á dögunum sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið. Hann fær nú reyndar tveggja leikja hvíld eftir að næla sér í rautt spjald í síðasta leik fyrir kjaftbrúk sem Aron segir byggt á misskilningi. Hann var einnig sektaður um 8.000 evrur.Sjá einnig:„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Aron hefur meiðslanna vegna ekki spilað fyrir bandaríska landsliðið í rúmt ár en hann er búinn að vera fastamaður í bandaríska hópnum í þrjú ár og spilaði einn leik á HM 2014 í Brasilíu. Í viðtali við íþróttadeild segist Aron alls ekki hræddur um stöðu sína hjá bandaríska liðinu þrátt fyrir að vera svona lengi frá. Þvert á móti býst hann við að vera í næsta hóp en Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefur fylgst vel með Aroni í meiðslunum og gert hvað hann getur til að hjálpa honum af stað. „Ég skil að enginn er búinn að vera að reikna með mér í hóp undanfarið þar sem ég er búinn að vera frá í eitt ár. Ég á samt von á því að vera valinn í næsta hóp. Það eru tveir vináttuleikir framundan í október,“ segir Aron við Vísi.Sjá einnig:Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist „Jürgen er búinn að vera að hjálpa mér í gegnum meiðslin. Hann þekkir sérfræðinga í München sem hann sendi mig til þar sem ég var í skoðun og meðhöndlun. Aðstoðarþjálfari bandaríska liðsins, sem er frægur fyrrverandi leikmaður Bremen, er líka búinn að kíkja hingað til mín nokkrum sinnum,“ segir Aron Jóhannsson.Ítarlegt viðtal við Aron um meiðslin, endurkomuna og tilfinningaríka fagnið gegn Augsburg verður í Fréttablaðinu á morgun.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30 Aron á skotskónum en Alfreð hafði betur í Íslendingaslagnum Aron Jóhannsson komst á blað í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en þurfti að sætta sig við tap gegn Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg á heimavelli.K 11. september 2016 15:30 Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20 Ráðleggingar Alfreðs dugðu ekki til og Aron skoraði úr víti | Myndband Nú stendur yfir leikur Werder Bremen og Augsburg í 2. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Staðan er 1-1 en klukkutími er liðinn af leiknum 11. september 2016 14:44 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30
Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30
Aron á skotskónum en Alfreð hafði betur í Íslendingaslagnum Aron Jóhannsson komst á blað í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en þurfti að sætta sig við tap gegn Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg á heimavelli.K 11. september 2016 15:30
Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20
Ráðleggingar Alfreðs dugðu ekki til og Aron skoraði úr víti | Myndband Nú stendur yfir leikur Werder Bremen og Augsburg í 2. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Staðan er 1-1 en klukkutími er liðinn af leiknum 11. september 2016 14:44