Klinsmann hjálpaði Aroni í gegnum meiðslin Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2016 13:15 Jürgen Klinsmann vill greinilega fá Aron Jóhannsson aftur í landsliðið. vísir/getty Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í liði Werder Bremen, er kominn aftur af stað eftir langvarandi meiðsli en hann skoraði á dögunum sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið. Hann fær nú reyndar tveggja leikja hvíld eftir að næla sér í rautt spjald í síðasta leik fyrir kjaftbrúk sem Aron segir byggt á misskilningi. Hann var einnig sektaður um 8.000 evrur.Sjá einnig:„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Aron hefur meiðslanna vegna ekki spilað fyrir bandaríska landsliðið í rúmt ár en hann er búinn að vera fastamaður í bandaríska hópnum í þrjú ár og spilaði einn leik á HM 2014 í Brasilíu. Í viðtali við íþróttadeild segist Aron alls ekki hræddur um stöðu sína hjá bandaríska liðinu þrátt fyrir að vera svona lengi frá. Þvert á móti býst hann við að vera í næsta hóp en Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefur fylgst vel með Aroni í meiðslunum og gert hvað hann getur til að hjálpa honum af stað. „Ég skil að enginn er búinn að vera að reikna með mér í hóp undanfarið þar sem ég er búinn að vera frá í eitt ár. Ég á samt von á því að vera valinn í næsta hóp. Það eru tveir vináttuleikir framundan í október,“ segir Aron við Vísi.Sjá einnig:Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist „Jürgen er búinn að vera að hjálpa mér í gegnum meiðslin. Hann þekkir sérfræðinga í München sem hann sendi mig til þar sem ég var í skoðun og meðhöndlun. Aðstoðarþjálfari bandaríska liðsins, sem er frægur fyrrverandi leikmaður Bremen, er líka búinn að kíkja hingað til mín nokkrum sinnum,“ segir Aron Jóhannsson.Ítarlegt viðtal við Aron um meiðslin, endurkomuna og tilfinningaríka fagnið gegn Augsburg verður í Fréttablaðinu á morgun. Þýski boltinn Tengdar fréttir Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30 Aron á skotskónum en Alfreð hafði betur í Íslendingaslagnum Aron Jóhannsson komst á blað í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en þurfti að sætta sig við tap gegn Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg á heimavelli.K 11. september 2016 15:30 Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20 Ráðleggingar Alfreðs dugðu ekki til og Aron skoraði úr víti | Myndband Nú stendur yfir leikur Werder Bremen og Augsburg í 2. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Staðan er 1-1 en klukkutími er liðinn af leiknum 11. september 2016 14:44 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í liði Werder Bremen, er kominn aftur af stað eftir langvarandi meiðsli en hann skoraði á dögunum sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið. Hann fær nú reyndar tveggja leikja hvíld eftir að næla sér í rautt spjald í síðasta leik fyrir kjaftbrúk sem Aron segir byggt á misskilningi. Hann var einnig sektaður um 8.000 evrur.Sjá einnig:„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Aron hefur meiðslanna vegna ekki spilað fyrir bandaríska landsliðið í rúmt ár en hann er búinn að vera fastamaður í bandaríska hópnum í þrjú ár og spilaði einn leik á HM 2014 í Brasilíu. Í viðtali við íþróttadeild segist Aron alls ekki hræddur um stöðu sína hjá bandaríska liðinu þrátt fyrir að vera svona lengi frá. Þvert á móti býst hann við að vera í næsta hóp en Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefur fylgst vel með Aroni í meiðslunum og gert hvað hann getur til að hjálpa honum af stað. „Ég skil að enginn er búinn að vera að reikna með mér í hóp undanfarið þar sem ég er búinn að vera frá í eitt ár. Ég á samt von á því að vera valinn í næsta hóp. Það eru tveir vináttuleikir framundan í október,“ segir Aron við Vísi.Sjá einnig:Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist „Jürgen er búinn að vera að hjálpa mér í gegnum meiðslin. Hann þekkir sérfræðinga í München sem hann sendi mig til þar sem ég var í skoðun og meðhöndlun. Aðstoðarþjálfari bandaríska liðsins, sem er frægur fyrrverandi leikmaður Bremen, er líka búinn að kíkja hingað til mín nokkrum sinnum,“ segir Aron Jóhannsson.Ítarlegt viðtal við Aron um meiðslin, endurkomuna og tilfinningaríka fagnið gegn Augsburg verður í Fréttablaðinu á morgun.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30 Aron á skotskónum en Alfreð hafði betur í Íslendingaslagnum Aron Jóhannsson komst á blað í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en þurfti að sætta sig við tap gegn Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg á heimavelli.K 11. september 2016 15:30 Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20 Ráðleggingar Alfreðs dugðu ekki til og Aron skoraði úr víti | Myndband Nú stendur yfir leikur Werder Bremen og Augsburg í 2. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Staðan er 1-1 en klukkutími er liðinn af leiknum 11. september 2016 14:44 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30
Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30
Aron á skotskónum en Alfreð hafði betur í Íslendingaslagnum Aron Jóhannsson komst á blað í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en þurfti að sætta sig við tap gegn Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg á heimavelli.K 11. september 2016 15:30
Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20
Ráðleggingar Alfreðs dugðu ekki til og Aron skoraði úr víti | Myndband Nú stendur yfir leikur Werder Bremen og Augsburg í 2. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Staðan er 1-1 en klukkutími er liðinn af leiknum 11. september 2016 14:44