Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - KR 0-1 | Evrópudraumur KR lifir enn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2016 17:00 Þorsteinn Már mætti sínum gömlu félögum í KR. vísir/hanna KR vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sótti Víking Ó. heim í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Lokatölur 0-1, KR í vil. Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark leiksins á 28. mínútu þegar hann vippaði boltanum laglega yfir Cristian Martinez Liberato í marki Ólsara. Stefán Logi Magnússon varði í tvígang úr dauðafærum heimamanna en skoraði svo sjálfsmark þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Markið var hins vegar dæmt af við litla hrifningu Víkinga. Með sigrinum komst KR í 4. sæti deildarinnar en liðið á góða möguleika á að ná Evrópusæti. Ólsarar, sem hafa ekki unnið leik síðan í lok júní, eru enn í mikilli fallhættu en þeim til happs gerði Fylki 2-2 jafntefli við botnlið Þróttar á sama tíma. Víkingur er því ekki í fallsæti fyrir lokaumferðina.Af hverju vann KR? Leikurinn var frekar tíðindalítill. Ólafsvíkurvöllur var blautur og þungur og því var lítið um góðan fótbolta. Mikið jafnræði var með liðunum en það sem gerði útslagið var að KR-ingar voru beittari í vítateigunum. Pálmi Rafn nýtti sér mistök Aleix Egea Acame þegar hann skoraði. Sá síðarnefndi fékk dauðafæri snemma leiks sem Stefán Logi varði og hann átti svo aðra lykilmarkvörslu snemma í seinni hálfleik þegar Pape Mamadou Faye slapp einn í gegn. Ólsarar skoruðu síðan, að því er virtist, löglegt mark sem var ekki dæmt gilt. Blóðugt fyrir þá en stig hefði hjálpað heilmikið til botnbaráttunni.Þessir stóðu upp úr Fyrir utan markið sem var ekki dæmt átti Stefán Logi afbragðs leik milli stanganna hjá KR; varði tvö dauðafæri og var duglegur að sópa upp fyrir aftan vörnina. Varnarleikur KR var heilt yfir mjög góður og vinnusemin í liðinu til fyrirmyndar. Aron Bjarki Jósepsson átti góðan leik sem og Indriði Sigurðsson en þeir ná virkilega vel saman í hjarta KR-varnarinnar.Hvað gekk illa? Spil beggja liða var ekki upp á marga fiska eins og áður sagði en aðstæður spiluðu þar inn í. Það vantaði þó ekkert upp á vinnsluna í báðum liðum og baráttan var mikil. Aleix vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Hann gerði mistök í markinu þegar hann þrumaði boltanum í Pálma Rafn og Spánverjinn klúðraði einnig dauðafæri í upphafi leiks. Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, og aðstoðarmenn hans hafa átt betri daga en svo virðist sem þeir hafi gert stór mistök í markinu sem Ólsarar skoruðu.Hvað gerist næst? Í lokaumferðinni sækir Víkingur Stjörnuna heim á meðan KR fær Fylki í heimsókn. Ólsarar vonast væntanlega eftir að KR-ingar geri þeim greiða en vinni Fylkismenn ekki eru þeir fallnir, burtséð frá því hvað gerist í leik Stjörnunnar og Víkings. Með sigri eru Ólsarar öruggir en þeir eru sem fyrr með örlögin í sínum höndum. Það hefur ekkert breyst þótt liðið geti ekki unnið leiki. KR-ingar eru í baráttu við Stjörnuna, Breiðablik og Fjölni um tvö laus sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili. KR er í 4. sæti deildarinnar með 35 stig, jafn mörg og Breiðablik en einu stigi minna en Stjarnan. Fjölnir kemur svo í 5. sætinu með 34 stig.Ejub: Vona Erlendar og okkar vegna að þetta hafi verið mark Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., sagði sína menn hafa spilað vel gegn KR þótt uppskeran væri engin. En hvað fannst honum skilja liðin að? „Markið. Við fengum flott færi í byrjun leiks og byrjuðum leikinn rosalega vel. Fyrstu 20-25 mínúturnar voru virkilega góðar sem og seinni hálfleikurinn,“ sagði Ejub eftir leik. „Við skoruðum mark sem var ekki dæmt gilt. Ég veit ekki hvað maður á að segja, ætli KR hafi ekki haft gæði og reynslu til að klára svona jafnan leik.“ Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum var mark dæmt af Ólsurum. Umdeildur dómur svo ekki sé meira sagt en hvernig leit þetta út fyrir Ejub? „Að þetta var mark. Ég vona Erlendar vegna og okkar vegna að þetta hafi verið mark því mér finnst það alltof dýrt ef þetta hefur verið löglegt mark,“ sagði þjálfarinn. Þrátt fyrir að Ólsarar hafi ekki unnið leik síðan í lok júní eru þeir ekki í fallsæti og enn með örlögin í sínum eigin höndum fyrir lokaumferðina. „Sem betur fer. Með smá heppni í dag hefði þetta verið búið. Þegar þú ert í svona stöðu er kannski erfiðara að skora en þetta kemur vonandi næst,“ sagði Ejub að lokum.Willum: Unnum fyrir sigrinum Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, kvaðst ánægður með stigin þrjú sem hans menn sóttu til Ólafsvíkur. „Þetta var hörkuleikur og hart tekist á. Það mátti vart á milli sjá,“ sagði Willum eftir leik. „En ég var feykilega ánægður með mína menn í dag. Við unnum fyrir sigrinum, vorum þéttir og gáfum fá færi á okkur.“ Þrátt fyrir góðan varnarleik KR-inga fengu Ólsarar dauðafæri í sitt hvorum hálfleiknum sem Stefán Logi Magnússon varði vel. Willum hrósaði markverðinum sínum. „Þetta er ekki fyrsti leikurinn þar sem hann stígur upp. Hann er búinn að standa sig feykilega vel,“ sagði Willum. Aðspurður um markið sem var dæmt af Ólsurum í seinni hálfleik hafði hann þetta að segja: „Erlendur var ekki í neinum vafa og dæmdi strax aukaspyrnu. Ég var alveg rólegur,“ sagði Willum. KR hefur unnið fjóra leiki í röð og á enn góða möguleika á að ná Evrópusæti. Lærisveinar Willums fá Fylkismenn í heimsókn í lokaumferðinni. „Þetta er það sem við stefndum á. Við eigum lokaleikinn á heimavelli og það er gaman að enda tímabilið á leik sem skiptir máli,“ sagði Willum að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir "Markið" í Ólafsvík: Fannst ég ekki gera neitt rangt Umdeilt atvik átti sér stað í leik Víkings Ó. og KR í 21. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 25. september 2016 16:31 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
KR vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sótti Víking Ó. heim í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Lokatölur 0-1, KR í vil. Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark leiksins á 28. mínútu þegar hann vippaði boltanum laglega yfir Cristian Martinez Liberato í marki Ólsara. Stefán Logi Magnússon varði í tvígang úr dauðafærum heimamanna en skoraði svo sjálfsmark þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Markið var hins vegar dæmt af við litla hrifningu Víkinga. Með sigrinum komst KR í 4. sæti deildarinnar en liðið á góða möguleika á að ná Evrópusæti. Ólsarar, sem hafa ekki unnið leik síðan í lok júní, eru enn í mikilli fallhættu en þeim til happs gerði Fylki 2-2 jafntefli við botnlið Þróttar á sama tíma. Víkingur er því ekki í fallsæti fyrir lokaumferðina.Af hverju vann KR? Leikurinn var frekar tíðindalítill. Ólafsvíkurvöllur var blautur og þungur og því var lítið um góðan fótbolta. Mikið jafnræði var með liðunum en það sem gerði útslagið var að KR-ingar voru beittari í vítateigunum. Pálmi Rafn nýtti sér mistök Aleix Egea Acame þegar hann skoraði. Sá síðarnefndi fékk dauðafæri snemma leiks sem Stefán Logi varði og hann átti svo aðra lykilmarkvörslu snemma í seinni hálfleik þegar Pape Mamadou Faye slapp einn í gegn. Ólsarar skoruðu síðan, að því er virtist, löglegt mark sem var ekki dæmt gilt. Blóðugt fyrir þá en stig hefði hjálpað heilmikið til botnbaráttunni.Þessir stóðu upp úr Fyrir utan markið sem var ekki dæmt átti Stefán Logi afbragðs leik milli stanganna hjá KR; varði tvö dauðafæri og var duglegur að sópa upp fyrir aftan vörnina. Varnarleikur KR var heilt yfir mjög góður og vinnusemin í liðinu til fyrirmyndar. Aron Bjarki Jósepsson átti góðan leik sem og Indriði Sigurðsson en þeir ná virkilega vel saman í hjarta KR-varnarinnar.Hvað gekk illa? Spil beggja liða var ekki upp á marga fiska eins og áður sagði en aðstæður spiluðu þar inn í. Það vantaði þó ekkert upp á vinnsluna í báðum liðum og baráttan var mikil. Aleix vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Hann gerði mistök í markinu þegar hann þrumaði boltanum í Pálma Rafn og Spánverjinn klúðraði einnig dauðafæri í upphafi leiks. Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, og aðstoðarmenn hans hafa átt betri daga en svo virðist sem þeir hafi gert stór mistök í markinu sem Ólsarar skoruðu.Hvað gerist næst? Í lokaumferðinni sækir Víkingur Stjörnuna heim á meðan KR fær Fylki í heimsókn. Ólsarar vonast væntanlega eftir að KR-ingar geri þeim greiða en vinni Fylkismenn ekki eru þeir fallnir, burtséð frá því hvað gerist í leik Stjörnunnar og Víkings. Með sigri eru Ólsarar öruggir en þeir eru sem fyrr með örlögin í sínum höndum. Það hefur ekkert breyst þótt liðið geti ekki unnið leiki. KR-ingar eru í baráttu við Stjörnuna, Breiðablik og Fjölni um tvö laus sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili. KR er í 4. sæti deildarinnar með 35 stig, jafn mörg og Breiðablik en einu stigi minna en Stjarnan. Fjölnir kemur svo í 5. sætinu með 34 stig.Ejub: Vona Erlendar og okkar vegna að þetta hafi verið mark Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., sagði sína menn hafa spilað vel gegn KR þótt uppskeran væri engin. En hvað fannst honum skilja liðin að? „Markið. Við fengum flott færi í byrjun leiks og byrjuðum leikinn rosalega vel. Fyrstu 20-25 mínúturnar voru virkilega góðar sem og seinni hálfleikurinn,“ sagði Ejub eftir leik. „Við skoruðum mark sem var ekki dæmt gilt. Ég veit ekki hvað maður á að segja, ætli KR hafi ekki haft gæði og reynslu til að klára svona jafnan leik.“ Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum var mark dæmt af Ólsurum. Umdeildur dómur svo ekki sé meira sagt en hvernig leit þetta út fyrir Ejub? „Að þetta var mark. Ég vona Erlendar vegna og okkar vegna að þetta hafi verið mark því mér finnst það alltof dýrt ef þetta hefur verið löglegt mark,“ sagði þjálfarinn. Þrátt fyrir að Ólsarar hafi ekki unnið leik síðan í lok júní eru þeir ekki í fallsæti og enn með örlögin í sínum eigin höndum fyrir lokaumferðina. „Sem betur fer. Með smá heppni í dag hefði þetta verið búið. Þegar þú ert í svona stöðu er kannski erfiðara að skora en þetta kemur vonandi næst,“ sagði Ejub að lokum.Willum: Unnum fyrir sigrinum Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, kvaðst ánægður með stigin þrjú sem hans menn sóttu til Ólafsvíkur. „Þetta var hörkuleikur og hart tekist á. Það mátti vart á milli sjá,“ sagði Willum eftir leik. „En ég var feykilega ánægður með mína menn í dag. Við unnum fyrir sigrinum, vorum þéttir og gáfum fá færi á okkur.“ Þrátt fyrir góðan varnarleik KR-inga fengu Ólsarar dauðafæri í sitt hvorum hálfleiknum sem Stefán Logi Magnússon varði vel. Willum hrósaði markverðinum sínum. „Þetta er ekki fyrsti leikurinn þar sem hann stígur upp. Hann er búinn að standa sig feykilega vel,“ sagði Willum. Aðspurður um markið sem var dæmt af Ólsurum í seinni hálfleik hafði hann þetta að segja: „Erlendur var ekki í neinum vafa og dæmdi strax aukaspyrnu. Ég var alveg rólegur,“ sagði Willum. KR hefur unnið fjóra leiki í röð og á enn góða möguleika á að ná Evrópusæti. Lærisveinar Willums fá Fylkismenn í heimsókn í lokaumferðinni. „Þetta er það sem við stefndum á. Við eigum lokaleikinn á heimavelli og það er gaman að enda tímabilið á leik sem skiptir máli,“ sagði Willum að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir "Markið" í Ólafsvík: Fannst ég ekki gera neitt rangt Umdeilt atvik átti sér stað í leik Víkings Ó. og KR í 21. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 25. september 2016 16:31 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
"Markið" í Ólafsvík: Fannst ég ekki gera neitt rangt Umdeilt atvik átti sér stað í leik Víkings Ó. og KR í 21. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 25. september 2016 16:31