Nýliðinn leiddi Patriots til sigurs Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. september 2016 09:15 Brissett fagnar snertimarki sínu í nótt. vísir/getty Þriðji leikstjórnandi New England Patriots, nýliðinn Jacoby Brissett, varð að spila fyrir liðið gegn Houston í nótt og hann leiddi Patriots til stórsigurs, 27-0. Tom Brady, aðalleikstjórnandi Patriots, er í banni og varamaður hans, Jimmy Garoppolo, meiddist í síðasta leik. Þá stóð aðeins eftir hinn 23 ára gamli Jacoby Brissett. Ef hann hefði meiðst þá var ekki til annar leikstjórnandi til þess að taka við af honum. Útherjinn Julian Edelman hefði þá farið í að kasta boltanum. Brissett var valinn númer 91 í nýliðavalinu síðast og var eini leikmaðurinn í valinu sem hafnaði því að vera með umboðsmann. Það er skemmst frá því að segja að strákurinn stóð sig frábærlega. Hann skoraði fyrsta snertimark leiksins eftir frábært hlaup og spilaði síðan skynsamlega. Flott fraumraun. New England er því búið að vinna alla þrjá leiki sína á tímabilinu og það án Tom Brady. Liðið virðist geta unnið með hvaða leikstjórnanda sem er. Brady á einn leik eftir í banni og er hann kemur til baka verður liðið fyrst illviðráðanlegt. Brissett kláraði 11 af 19 sendingum sínum í nótt fyrr 103 jördum. Hann hljóp 48 jarda og skoraði snertimark eins og áður segir. Hann kastaði engum bolta frá sér heldur. Milljarðamaðurinn Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston, var arfaslakur. Kláraði 24 af 41 sendingu sinni fyrir 196 jördum. Ekkert snertimark og einn tapaður bolti. Þetta var fyrsta tap Houston í vetur. NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Þriðji leikstjórnandi New England Patriots, nýliðinn Jacoby Brissett, varð að spila fyrir liðið gegn Houston í nótt og hann leiddi Patriots til stórsigurs, 27-0. Tom Brady, aðalleikstjórnandi Patriots, er í banni og varamaður hans, Jimmy Garoppolo, meiddist í síðasta leik. Þá stóð aðeins eftir hinn 23 ára gamli Jacoby Brissett. Ef hann hefði meiðst þá var ekki til annar leikstjórnandi til þess að taka við af honum. Útherjinn Julian Edelman hefði þá farið í að kasta boltanum. Brissett var valinn númer 91 í nýliðavalinu síðast og var eini leikmaðurinn í valinu sem hafnaði því að vera með umboðsmann. Það er skemmst frá því að segja að strákurinn stóð sig frábærlega. Hann skoraði fyrsta snertimark leiksins eftir frábært hlaup og spilaði síðan skynsamlega. Flott fraumraun. New England er því búið að vinna alla þrjá leiki sína á tímabilinu og það án Tom Brady. Liðið virðist geta unnið með hvaða leikstjórnanda sem er. Brady á einn leik eftir í banni og er hann kemur til baka verður liðið fyrst illviðráðanlegt. Brissett kláraði 11 af 19 sendingum sínum í nótt fyrr 103 jördum. Hann hljóp 48 jarda og skoraði snertimark eins og áður segir. Hann kastaði engum bolta frá sér heldur. Milljarðamaðurinn Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston, var arfaslakur. Kláraði 24 af 41 sendingu sinni fyrir 196 jördum. Ekkert snertimark og einn tapaður bolti. Þetta var fyrsta tap Houston í vetur.
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira