"Markið" í Ólafsvík: Fannst ég ekki gera neitt rangt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2016 16:31 vísir/hanna/stefán Umdeilt atvik átti sér stað í leik Víkings Ó. og KR í 21. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum sló Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pape Mamadou Faye. Markið var hins vegar dæmt af en Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkings, var álitinn brotlegur. Ólsarar voru afar ósáttir við dóminn enda erfitt að sjá hvað Þorsteinn gerði sem verðskuldaði að dæmd yrði aukaspyrna á hann.Skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun „Mér fannst ég ekki gera neitt rangt. Við vorum í klafsi, ég, Stefán og Indriði [Sigurðsson],“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Indriði ýtir í mig, svo bakka ég og Stefán er allt í einu kominn ofan á mig og það er dæmd aukaspyrna á mig. Ég veit ekki hvað Erlendur [Eiríksson, dómari leiksins] sá þarna. Hvert á ég að fara? Hvað á ég að gera? Ég skil ekki af hverju hann dæmdi aukaspyrnu á mig.“ Svo virtist sem Erlendur hafi fyrst dæmt mark en hætt svo við og breytt dómnum í aukaspyrnu. „Ég hélt hann hefði dæmt mark fyrst. Ég skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun. Ég átta mig ekki á því,“ sagði Þorsteinn.Sterkir strákar Stefán Logi hafði aðra sýn á atvikið umdeilda. „Þeir áttu tvö horn áður. Steini vinnur nú við að temja hesta, þannig að hann er nautsterkur og frábær strákur. Ég er líka svolítið sterkur sjálfur en reglurnar eru þannig að það má ekki ýta,“ sagði Stefán Logi. „Hann byrjar á því að labba með mig inn í markið. Það var s.s. ekkert brot þegar ég hoppa upp en brotið átti sér stað á undan því og dómarinn dæmdi kannski á það,“ bætti markvörðurinn við.Léttast að kenna dómurunum um Ólsarar hafa verið ósáttir við dómgæsluna í nokkrum leikjum að undanförnu og telja á sig hallað. En hvernig lítur fyrirliðinn á málið? „Það er alltaf léttast að kenna dómurunum um en það eru stór atvik í síðustu leikjum sem hafa ekki fallið með okkur. Það voru augljóslega rangar ákvarðanir. En við þurfum að líta í eigin barm og mæta sterkir til leiks gegn Stjörnunni,“ sagði Þorsteinn að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Umdeilt atvik átti sér stað í leik Víkings Ó. og KR í 21. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum sló Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, boltann í eigið mark eftir hornspyrnu Pape Mamadou Faye. Markið var hins vegar dæmt af en Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkings, var álitinn brotlegur. Ólsarar voru afar ósáttir við dóminn enda erfitt að sjá hvað Þorsteinn gerði sem verðskuldaði að dæmd yrði aukaspyrna á hann.Skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun „Mér fannst ég ekki gera neitt rangt. Við vorum í klafsi, ég, Stefán og Indriði [Sigurðsson],“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Indriði ýtir í mig, svo bakka ég og Stefán er allt í einu kominn ofan á mig og það er dæmd aukaspyrna á mig. Ég veit ekki hvað Erlendur [Eiríksson, dómari leiksins] sá þarna. Hvert á ég að fara? Hvað á ég að gera? Ég skil ekki af hverju hann dæmdi aukaspyrnu á mig.“ Svo virtist sem Erlendur hafi fyrst dæmt mark en hætt svo við og breytt dómnum í aukaspyrnu. „Ég hélt hann hefði dæmt mark fyrst. Ég skil ekki af hverju hann breytti um ákvörðun. Ég átta mig ekki á því,“ sagði Þorsteinn.Sterkir strákar Stefán Logi hafði aðra sýn á atvikið umdeilda. „Þeir áttu tvö horn áður. Steini vinnur nú við að temja hesta, þannig að hann er nautsterkur og frábær strákur. Ég er líka svolítið sterkur sjálfur en reglurnar eru þannig að það má ekki ýta,“ sagði Stefán Logi. „Hann byrjar á því að labba með mig inn í markið. Það var s.s. ekkert brot þegar ég hoppa upp en brotið átti sér stað á undan því og dómarinn dæmdi kannski á það,“ bætti markvörðurinn við.Léttast að kenna dómurunum um Ólsarar hafa verið ósáttir við dómgæsluna í nokkrum leikjum að undanförnu og telja á sig hallað. En hvernig lítur fyrirliðinn á málið? „Það er alltaf léttast að kenna dómurunum um en það eru stór atvik í síðustu leikjum sem hafa ekki fallið með okkur. Það voru augljóslega rangar ákvarðanir. En við þurfum að líta í eigin barm og mæta sterkir til leiks gegn Stjörnunni,“ sagði Þorsteinn að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira