Víkingarnir frá Minnesota fóru illa með besta leikmann deildarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2016 11:42 Everson Griffen og félagar fóru illa með Cam Newton í gær. Vísir/Getty Minnesota Vikings undirstrikaði í gær að liðið er til alls líklegt á tímabilinu þrátt fyrir meiðsli lykilmanna að undanförnu. Vikings vann í gær öruggan sigur á Carolina Panthers, 22-10, en liðið hefur þar með unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu til þessa. Minnesota hefur misst bæði leikstjórnandann sinn, Teddy Bridgewater, og einn besta sóknarmann deilarinnar, hlauparann Adrian Peterson, í alvarleg hnémeiðsli en það virðist ekki hafa komið að sök. Vörn liðsins hefur verið frábær og hún náði að stöðva Cam Newton, sem var kjörinn besti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili, í gær. Newton kom reyndar Carolina í 10-0 forystu í leiknum með því að hlaupa sjálfur fyrir snertimarki en þá tóku Víkingarnir frá Minnesota yfir. Sam Bradford, sem leysti Bridgewater af hólmi, kastaði á innherjann Kyle Rudolph sem skoraði snertimark auk þess sem að sérlið Minnesota skoraði snertimark eftir að Carolina sparkaði boltanum frá sér. Þetta var fyrsta tap Carolina á heimavelli sínum síðan í nóvember árið 2014 en þess ber að geta að útherjarnir Kelvin Benjamin og Devin Funchess gripu ekki bolta í leiknum. Benjamin hafði verið nánast óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjum Carolina á tímabilinu. Carolina hefur nú tapað tveimur leikjum af þremur á tímabilinu, jafn mörgum og á öllu síðasta tímabili er liðið komst í Super Bowl en tapaði þar fyrir Denver Broncos.Trevor Siemian ræðir við Gary Kubiak, aðalþjálfara Denver.Vísir/GettyDenver fer hins vegar frábærlega af stað, þrátt fyrir að Peyton Manning hefur lagt skóna á hilluna. Hinn ungi Tervor Siemian hefur verið magnaður í fyrstu leikjum liðsins og leikstjórnandinn sýndi í gær að hann er verðugur eftirmaður Manning. Siemian kastaði fyrir fjórum snertimörkum í 29-17 sigri Denver á Cincinnati Bengals. Siemian kastaði boltanum aldrei frá sér og kláraði ellefu af tólf sendingum sínum í fjórða leikhluta, er Denver skoraði tvívegis. Þar af voru tvö löng köst á bæði Emmanuel Sanders og Demaryius Thomas sem skoruðu báðir snertimörk. Hlauparinn Jeremy Hill skoraði tvö snertimörk fyrir Bengals í gær en það dugði ekki til. Liðið vann New York Jets í fyrsta leiknum en hefur tapað báðum síðan þá.Ryan Fitzpatrick vill gleyma gærdeginum sem fyrst.Vísir/GettyJets steinlá fyrir Kansas City Chiefs, 24-3, í sjónvarpsleik Stöðvar 2 Sports í gær þar sem leikstjórandinn Ryan Fitzpatrick upplifði hreinræktaða martröð og kastaði boltanum sex sinnum frá sér. Sókn Jets tapapði boltanum alls átta sinnum í leiknum. Alex Smith átti fínan leik í stöðu leikstjórnanda Kansas City en verk hans var létt í ljósi þess að varnarleikur liðsins var frábær í gær. Kansas City, sem er í sömu deild og Denver, hefur unnið tvo af þrjá leikjum sínum.Carson Wentz hefur verið frábær með Eagles.Vísir/GettyEin áhugaverðasta saga tímabilsins til þessa er þó velgengni Philadelphia Eagles og nýliðans Carson Wentz. Eagles rústaði í gær grannliði sínu, Pittsburgh Steelers, 34-3, en síðarnefnda liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu og hefur almennt verið talið eitt allra sterkasta lið NFL-deildarinnar í ár. En Wentz lék sér einafaldlega að Steelers í gær. Hann kastaði fyrir tveimur snertimörkum og alls 301 jarda. Philadelphia er eitt af fimm liðum sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en hin liðin eru Denver, New England Patriots, Minnesota og Baltimore Ravens. Baltimore vann í gær Jacksonville, 19-17, í spennandi leik en meðal annarra úrslita má nefna að Washington Redskins vann New York Giants, 29-27, í miklum slag þar sem útherjinn Odell Beckham og varnarmaðurinn Josh Norman áttust við. Tvö af bestu liðum deildarinnar, Green Bay Packers og Seattle Seahawks, unnu einnig sannfærandi sigra í sínum leikjum en Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, meiddist þó í gær og er óvíst hvort að hann verði klár í næsta leik. Umferðinni lýkur svo með viðureign New Orleans Saints og Atlanta Falcons í kvöld. Úrslit gærdagsins: Buffalo - Arizona 33-18 Carolina - Minnesota 10-22 Cincinnati - Denver 17-29 Green Bay - Detroit 34-27 Jacksonville - Baltimore 17-19 Miami - Cleveland 30-24 New York - Washington 27-29 Tennessee - Oakland 10-17 Seattle - San Francisco 37-18 Tampa Bay - LA Rams 32-37 Indianapolis - San Diego 26-22 Kansas City - NY Jets 24-3 Philadelphia - Pittsburgh 34-3 Dallas - Chicago 31-17 NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Sjá meira
Minnesota Vikings undirstrikaði í gær að liðið er til alls líklegt á tímabilinu þrátt fyrir meiðsli lykilmanna að undanförnu. Vikings vann í gær öruggan sigur á Carolina Panthers, 22-10, en liðið hefur þar með unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu til þessa. Minnesota hefur misst bæði leikstjórnandann sinn, Teddy Bridgewater, og einn besta sóknarmann deilarinnar, hlauparann Adrian Peterson, í alvarleg hnémeiðsli en það virðist ekki hafa komið að sök. Vörn liðsins hefur verið frábær og hún náði að stöðva Cam Newton, sem var kjörinn besti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili, í gær. Newton kom reyndar Carolina í 10-0 forystu í leiknum með því að hlaupa sjálfur fyrir snertimarki en þá tóku Víkingarnir frá Minnesota yfir. Sam Bradford, sem leysti Bridgewater af hólmi, kastaði á innherjann Kyle Rudolph sem skoraði snertimark auk þess sem að sérlið Minnesota skoraði snertimark eftir að Carolina sparkaði boltanum frá sér. Þetta var fyrsta tap Carolina á heimavelli sínum síðan í nóvember árið 2014 en þess ber að geta að útherjarnir Kelvin Benjamin og Devin Funchess gripu ekki bolta í leiknum. Benjamin hafði verið nánast óstöðvandi í fyrstu tveimur leikjum Carolina á tímabilinu. Carolina hefur nú tapað tveimur leikjum af þremur á tímabilinu, jafn mörgum og á öllu síðasta tímabili er liðið komst í Super Bowl en tapaði þar fyrir Denver Broncos.Trevor Siemian ræðir við Gary Kubiak, aðalþjálfara Denver.Vísir/GettyDenver fer hins vegar frábærlega af stað, þrátt fyrir að Peyton Manning hefur lagt skóna á hilluna. Hinn ungi Tervor Siemian hefur verið magnaður í fyrstu leikjum liðsins og leikstjórnandinn sýndi í gær að hann er verðugur eftirmaður Manning. Siemian kastaði fyrir fjórum snertimörkum í 29-17 sigri Denver á Cincinnati Bengals. Siemian kastaði boltanum aldrei frá sér og kláraði ellefu af tólf sendingum sínum í fjórða leikhluta, er Denver skoraði tvívegis. Þar af voru tvö löng köst á bæði Emmanuel Sanders og Demaryius Thomas sem skoruðu báðir snertimörk. Hlauparinn Jeremy Hill skoraði tvö snertimörk fyrir Bengals í gær en það dugði ekki til. Liðið vann New York Jets í fyrsta leiknum en hefur tapað báðum síðan þá.Ryan Fitzpatrick vill gleyma gærdeginum sem fyrst.Vísir/GettyJets steinlá fyrir Kansas City Chiefs, 24-3, í sjónvarpsleik Stöðvar 2 Sports í gær þar sem leikstjórandinn Ryan Fitzpatrick upplifði hreinræktaða martröð og kastaði boltanum sex sinnum frá sér. Sókn Jets tapapði boltanum alls átta sinnum í leiknum. Alex Smith átti fínan leik í stöðu leikstjórnanda Kansas City en verk hans var létt í ljósi þess að varnarleikur liðsins var frábær í gær. Kansas City, sem er í sömu deild og Denver, hefur unnið tvo af þrjá leikjum sínum.Carson Wentz hefur verið frábær með Eagles.Vísir/GettyEin áhugaverðasta saga tímabilsins til þessa er þó velgengni Philadelphia Eagles og nýliðans Carson Wentz. Eagles rústaði í gær grannliði sínu, Pittsburgh Steelers, 34-3, en síðarnefnda liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu og hefur almennt verið talið eitt allra sterkasta lið NFL-deildarinnar í ár. En Wentz lék sér einafaldlega að Steelers í gær. Hann kastaði fyrir tveimur snertimörkum og alls 301 jarda. Philadelphia er eitt af fimm liðum sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en hin liðin eru Denver, New England Patriots, Minnesota og Baltimore Ravens. Baltimore vann í gær Jacksonville, 19-17, í spennandi leik en meðal annarra úrslita má nefna að Washington Redskins vann New York Giants, 29-27, í miklum slag þar sem útherjinn Odell Beckham og varnarmaðurinn Josh Norman áttust við. Tvö af bestu liðum deildarinnar, Green Bay Packers og Seattle Seahawks, unnu einnig sannfærandi sigra í sínum leikjum en Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, meiddist þó í gær og er óvíst hvort að hann verði klár í næsta leik. Umferðinni lýkur svo með viðureign New Orleans Saints og Atlanta Falcons í kvöld. Úrslit gærdagsins: Buffalo - Arizona 33-18 Carolina - Minnesota 10-22 Cincinnati - Denver 17-29 Green Bay - Detroit 34-27 Jacksonville - Baltimore 17-19 Miami - Cleveland 30-24 New York - Washington 27-29 Tennessee - Oakland 10-17 Seattle - San Francisco 37-18 Tampa Bay - LA Rams 32-37 Indianapolis - San Diego 26-22 Kansas City - NY Jets 24-3 Philadelphia - Pittsburgh 34-3 Dallas - Chicago 31-17
NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Sjá meira