Apple flytur höfuðstöðvar sínar í eitt frægasta orkuver allra tíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. september 2016 20:30 Rafstöðin er eitt helsta kennileiti Lundúna. Vísir/Getty Apple mun flytja höfuðstöðvar sínar í Bretlandi í Battersea rafstöðina í Lundúnum sem staðið hefur auð og ónotuð árum saman. Unnið er að uppbyggingu á svæðinu en rafstöðin er eitt helsta kennileiti Lundúna. Apple er nú þegar með átta mismunandi starfstöðvar í Bretlandi en reiknar fyrirtækið með að sameina þær í eina í rafstöðinni sem verið er að breyta til þess að laða að fyrirtæki og verslanir. Alls munu 1.400 starfsmenn starfa í höfuðstöðvum Apple í Battersea en áætlað er að fyrirtækið muni flytja inn árið 2021. Rafstöðin var tekin í gagnið árið 1933 og framleiddi rafmagn allt til ársins 1983. Síðan þá hefur rafstöðin að mestu staðið auð og var ástand byggingarinnar orðið slæmt. Staðsetning hennar þykir þó afar góð enda er hún á bökkum Thames í suðvesturhluta Lundúna og hefur verið unnið að endurnýjun hennar undanfarin ár. Er hún best þekkt fyrir að birtast á plötuumslagi plötu Pink Floyd, Animals, en henni hefur einnig brugðið fyrir í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Meaning of Life, The Dark Knight, Children of Men, Doctor Who og Spooks. Tækni Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Apple mun flytja höfuðstöðvar sínar í Bretlandi í Battersea rafstöðina í Lundúnum sem staðið hefur auð og ónotuð árum saman. Unnið er að uppbyggingu á svæðinu en rafstöðin er eitt helsta kennileiti Lundúna. Apple er nú þegar með átta mismunandi starfstöðvar í Bretlandi en reiknar fyrirtækið með að sameina þær í eina í rafstöðinni sem verið er að breyta til þess að laða að fyrirtæki og verslanir. Alls munu 1.400 starfsmenn starfa í höfuðstöðvum Apple í Battersea en áætlað er að fyrirtækið muni flytja inn árið 2021. Rafstöðin var tekin í gagnið árið 1933 og framleiddi rafmagn allt til ársins 1983. Síðan þá hefur rafstöðin að mestu staðið auð og var ástand byggingarinnar orðið slæmt. Staðsetning hennar þykir þó afar góð enda er hún á bökkum Thames í suðvesturhluta Lundúna og hefur verið unnið að endurnýjun hennar undanfarin ár. Er hún best þekkt fyrir að birtast á plötuumslagi plötu Pink Floyd, Animals, en henni hefur einnig brugðið fyrir í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Meaning of Life, The Dark Knight, Children of Men, Doctor Who og Spooks.
Tækni Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira